Fréttablaðið - 07.01.2020, Side 6

Fréttablaðið - 07.01.2020, Side 6
Soleimani borinn til grafar Gífurlegur fjöldi svartklæddra Írana kom saman í Teheran í gærmorgun til að vera við útför hershöfðingjans Qasem Soleimani sem Bandaríkja- menn réðu af dögum í Írak í síðustu viku. Mátti sjá skilti þar sem hvatt var til hefnda gagnvart Bandaríkjunum. Spennan er mikil, Íranir hafa dregið sig út úr kjarnorkusamkomulaginu frá 2015 og íraska þingið kallað eftir að bandarískt herlið yfirgefi landið. NORDICPHOTOS/GETTY Rostungstennur duttu úr tísku á mörkuðum Evrópu. NORDICPHOTOS/GETTY GRÆNLAND Samkvæmt nýrri rann- sókn vísindamanna við Cambridge- háskólann í Bretlandi og norsku háskólana í Osló og Þrándheimi hvarf norræna byggðin á Græn- landi þegar rostungastofninum þar hnignaði. Einnig er líklegt að norrænir menn hafi farið til Græn- lands eftir að íslenski stofninn var við það að þurrkast út. „ Nor r æn i r G r æn lend i ng a r þurftu að kaupa járn og timbur frá Evrópu, og í staðinn gátu þeir selt rostungsafurðir,“ segir James H. Barrett, doktor í fornleifafræði við Cambridge. Samk væmt sög u nu m hófst byggðin með landnámi Eiríks Þor- valdssonar, hins rauða, árið 985. Var hún viðvarandi fram á 15. öld þegar hún hvarf úr frásögnum. Þegar evr- ópskt skip kom til eyjunnar um miðja 16. öld fundust þar aðeins lík og rústir. Nýlega fundu vísindamenn frá Íslandi, Danmörku og Hollandi sérstakan íslenskan stofn rostunga sem lifði aðallega við vestur- og norðurstrendur landsins. Hann hvarf hins vegar við landnám og hefur hvarfið að öllum líkindum átt stóran þátt í að fólk f luttist búferlum til Grænlands. Barrett telur að ofveiði rostung- anna, minnkandi eftirspurn og breytingar á loftslagi hafi valdið því að norræna byggðin þurrkaðist út. Framan af voru rostungstennur verðmætar í Evrópu. Þær voru not- aðar til þess að búa til ýmsa muni, svo sem krossa og leikpeð fyrir tafl. Helstu markaðir fyrir rostungstenn- ur voru á stöðum eins og Dyflinni, Þrándheimi og Björgvin. Fornleifarannsóknir frá þessum stöðum sýna að eftir sem á leið voru notaðar tennur úr kvendýrum og minni rostungum. Veiðimenn þurftu sífellt að sækja norðar á bóginn, á hættulegri slóðir, til þess að finna rostunga, en byggðin sjálf var bundin við suðvesturhluta eyj- unnar. Á 12. öld breyttist tískan, Afríku- markaðir opnuðust og fílabein fór að verða algengara á mörkuðum Evrópu. Fílabeinið tók þá við hlut- verki rostungstannanna. Eftir alda- mótin 1400 finnast varla nokkrir munir úr rostungstönnum í Evrópu. „Okkur grunar að þegar rostungs- tennurnar hrundu í verði hafi veiði- menn þurft að veiða meira til þess að viðhalda byggðinni. Ofveiði getur leitt til þess að rostungar hverfa frá hvíldar- og mökunar- svæðum sínum,“ segir Barrett. Ofan á þetta bættust versnandi náttúruleg skilyrði fyrir byggðina. Hin svokallaða „litla ísöld“ gekk í garð og aðstæður til landbúnaðar á Grænlandi versnuðu. Sagt hefur verið að norrænu byggðinni hafi staðið ógn af Inú- ítum frá Ameríku sem f luttu inn á svæðið frá norðri um þetta leyti. Barrett og félagar telja hins vegar að veiðimenn hafi keypt rostungs- tennur af Inútíum, enda veiddu þeir fremur kvendýr en karldýr. Þegar hafísinn jókst og rostungunum fækkaði hafi hinir norrænu jafnvel verið ófærir um að veiða sjálfir og þurft að reiða sig á Inúíta. kristinnhaukur@frettabladid.is Norræna byggðin hvarf vegna ofveiði og loftslagsbreytinga Rostungstannamarkaðir voru í Dyflinni, Þrándheimi og Björgvin. Samkvæmt nýrri rann- sókn hvarf norræna byggðin á Grænlandi þegar rostungastofn- inum þar hnignaði og fílabein flæddi inn á evr- ópska markaði. Á sama tíma skall á hin litla ísöld sem gerði veiðar og landbúnað erfiðari. Hundruð björgunarmanna leituðu um helgina. FRÉTTABLAÐIÐ/AFP KAMBÓDÍA Þrjátíu og sex létu lífið og 23 særðust þegar bygging hrundi í Kep í Kambódíu á föstudag. Meðal látinna eru sex börn og í það minnsta tvö ungbörn. Byggingin var ókláruð og þeir látnu verkamenn voru sem unnu að byggingunni og fjölskyldur þeirra. Mikil uppbygging hefur verið í Kambódíu síðastliðin ár. Stór hluti landsmanna vinnur í byggingar- iðnaði og margir búa á byggingar- svæðum til þess að spara. Sama dag höfðu verkamennirnir lokið við að leggja gólf á sjöundu hæð hússins og héldu veislu til að fagna því. Eigendur byggingarinnar hafa verið handteknir en ekki ákærðir. Ken Satha, ríkisstjóri Kep, sagði við Reuters að verkafólk mætti ekki búa á byggingarsvæðum. „Það er ekki til húsnæði fyrir þetta fólk en við munum gera ráðstafanir.“ Leit stóð yfir á svæðinu alla helg- ina en um leið og henni lauk í gær fylltist svæðið af söfnurum í leit að verðmætum. Forsætisráðherrann, Hun Sen, gerði lítið úr hættunni sem því fylgdi og sagði að hörm- ungar ættu sér stað alls staðar. – bdj Tugir létust er bygging hrundi í Kambódíu BANDARÍKIN Innan við mánuður er í fyrsta forval bandarísku stjórn- málaflokkanna fyrir forsetakosn- ingarnar, en það fer fram í fylkinu Iowa 3. febrúar. Búist er við því að Donald Trump sigri í forvali Repú- blíkana með miklum yfirburðum en töluverð spenna er fyrir forval Demókrata. Samkvæmt veðbönkum leiðir Joe Biden, fyrrverandi varaforseti, forvalið og er hjá f lestum með um 40 prósenta vinningslíkur. Á hæla honum kemur hinn róttæki Bernie Sanders með um 25 prósent. Þar á eftir kemur öldungadeildarþing- maðurinn Elizabeth Warren með 13 til 20 prósenta möguleika. Fulltrúi yngri kynslóðarinnar, hinn 37 ára Pete Buttigieg, er í fjórða sæti með 12 prósenta möguleika en möguleikar f lestra annarra eru hverfandi. Þetta gæti þó allt breyst eftir forvalið í Iowa og því leggja frambjóðendur mikla áherslu á það. Hægt er að veðja á fjölmarga þekkta einstaklinga sem ekki hafa boðið sig fram eða neitað að gera það, til dæmis Hillary Clinton sem á þó meiri möguleika en margir fram- bjóðendur. Þá má veðja á fyrrver- andi forsetafrúna Michelle Obama, spjallþáttastjórnandann Opruh Winfrey, leikarann George Clooney, glímukappann The Rock, samfélags- miðlamógúlinn Mark Zuckerberg og Mark Cuban, eiganda körfuknatt- leiksliðsins Mavericks. – khg Joe Biden með 40 prósenta vinningslíkur Joe Biden. 7 . J A N Ú A R 2 0 2 0 Þ R I Ð J U D A G U R6 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.