Fréttablaðið - 07.01.2020, Qupperneq 16
Dakarrallið hófst um helgina í
Sádi-Arabíu í fyrsta skipti í sögu
rallsins. Keppnin hófst í Jedda og
eftir að ökutækin 334, sem taka
þátt í fimm flokkum ökutækja,
hafa lokið tæplega 8.000 kíló-
metra akstri á 13 dögum endar
það föstudaginn 17. janúar í
bænum Qiddiyah, rétt fyrir utan
höfuðborgina Ríad.
Meðal keppanda í Dakarrallinu
í Sádi-Arabíu er enginn annar
en fyrrverandi heimsmeistari
Formúlu 1, Fernando Alonso.
Spánverjinn, sem er orðinn 38 ára,
segir að þetta rall verði erfiðasta
þolraun hans í mótorsporti hingað
til. Alonso varð heimsmeistari í
Formúlu 1 árið 2005 og 2006 og
vann 24 stunda þolkappaksturinn
tvö ár í röð fyrir Toyota 2018 og
2019. Hann á því aðeins eftir að
vinna Indianapolis 500 til að ná
hinni þreföldu kórónu mótor-
sportsins, en eini ökumaðurinn
sem náð hefur þeim árangri er
Bretinn Graham Hill. Mun Alonso
reyna við það verkefni síðar á
árinu. Fernando Alonso mun
keppa í Dakar fyrir Toyota Gazoo
keppnisliðið á sérútbúnum Hilux.
Vélin í keppnisbílnum er aftur í
og er fimm lítra V8-vél sem skilar
385 hestöflum. Það sem skiptir þó
meira máli í keppni sem þessari
er hvernig snúningsvægi hennar
er, en af nógu er að taka með 620
newtonmetra til að spila úr og ætti
Hilux-jeppinn að ráða vel við risa-
stórar sandöldurnar.
Það er ekki aðeins aksturinn
sem er erfiður í keppni sem þess-
ari því að stór hluti af því að ná
árangri í Dakarrallinu er að rata.
Til þess að hjálpa Alonso við það
verkefni er fimmfaldur sigurverari
Dakarrallsins í mótorhjólaflokki,
enginn annar en Marc Coma, og ef
einhver getur ratað gegnum sand-
hóla og vegleysur er það einmitt
hann. Um 20 ökuþórar úr Formúl-
unni hafa reynt við Dakarrallið en
Alonso er sá eini sem landað hefur
heimsmeistaratitli. Sá fyrsti þeirra
til að vinna Dakarrallið var Jacky
Ickx sem vann 1983 og varð annar
1986 og 1989. Að vinna Dakar-
rallið er ekki auðvelt verkefni eins
og nífaldur heimsmeistari í ralli,
Sebastien Loeb, getur vitnað um.
Hann keppti 2016-2019 og þó að
hann hafi unnið 13 sérleiðir náði
hann aldrei að vinna sjálft rallið
þrátt fyrir alla reynslu sína.
Þrátt fyrir að hafa
átt í erfiðleikum í
gær vegna skemmda á
bíl sínum er ekki hægt
að afskrifa Alonso enda
var hann meðal efstu
keppenda þegar það
gerðist. Hann tapaði
tveimur stundum
vegna viðgerða og er í
61. sæti eins og er.
w
w
w
.fr
et
ta
bl
ad
id
.is
Umsjón blaðsins
NjallGunnlaugsson
njall@frettabladid.isBílar
Auglýsingar: Atli Bergmann atli@frettabladid.is | Sími 550 5657
Útgáfufélag: Torg ehf. | Kalkofnsvegur 2 | 101 Reykjavík | Sími 550 5000
700
600
500
400
300
200
100
0
n Til almennings
n Til bílalega
n Heildarsala
Sala nýrra bíla 2019
Toyota og Alonso saman í Dakar
Fernando Alonso er hæfileikaríkur ökumaður en hvað það dugar honum
þegar á sandhólminn er komið sjáum við á næstu dögum.
Toyota Hilux keppnisbíllinn er sérsmíðað tryllitæki með tæplega 400 hestafla V8-vél aftur í bílnum.
Til landsins er komið eitt eintak
af Honda E raf bílnum úr for-
framleiðslu á honum og er hér
um sýningareintak að ræða. Ekki
verður því hægt að reynsluaka
þessum bíl enn sem komið er. Að
sögn Jónasar Kára Eiríkssonar hjá
Öskju verða tvær gerðir bílsins í
boði. „Báðar útfærslur eru mjög vel
búnar en þetta er fyrsti rafmagns-
bíll Honda og er tæknilega mjög
fullkominn. Hann mun kosta frá
3.950.000 krónum og verður dýrari
útfærslan á 4.290.000 krónur,“
segir Jónas Kári. Drægi Honda E er
220 km samkvæmt WLTP-staðl-
inum enda bíllinn hugsaður sem
borgarbíll. Báðir bílarnir verða
með þremur skjáum í mælaborði,
8,8 tommu skjá fyrir framan öku-
mann en tvo 12,3 tommu vinstra
megin í mælaborðinu. Auk þess
eru svo tveir minni sem sýna aftur
með hliðum bílsins enda engir
hliðarspeglar á Honda E. Í dýrari
útfærslunni kemur hann svo með
360° myndavél, stafrænum bak-
sýnisspegli, sjálfvirkri stæðalögn,
376 vatta hljóðkerfi með bassa-
keilu og 154 hestöfl í stað 136.
Fyrstu bílarnir verða afhentir
væntanlegum kaupendum í júlí.
Honda NSX er sannkallaður
ofurbíll enda átti hann að keppa
við Ferrari 348 og heimsmeistarinn
Ayrton Senna kom að hönnun
undirvagnsins. Sá bíll þótti
framúrstefnulegur þegar hann
kom fram á sjónarsviðið á miðjum
níunda áratugnum, með yfirbygg-
ingu og grind úr áli. Í dag er bygg-
ingin flóknari, með miðjugrind úr
áli ásamt tveimur aukagrindum
fyrir fjöðrun og vél. Dempararnir
eru segulstýrðir í tvöfaldri klafa-
fjöðrun. Vélin er fyrir miðjum
bíl, 3,5 lítra V6-bensínvél með
tveimur forþjöppum. Vélin fer á
rauða strikið við 7.500 snúninga
og skilar 500 hestöflum og 550
newtonmetra togi. Þá er aflið ekki
upptalið því að við vélina er 47
hestafla rafmótor og svo fyrir aftan
hann níu þrepa sjálfskipting með
tveimur kúplingum. Að framan eru
svo tveir 36 hestafla rafmótorar,
einn við hvort hjól. Samtals er bíll-
inn því um 600 hestöfl og er aðeins
3,3 sekúndur í hundraðið sem er
ansi gott fyrir sex strokka bíl. Þeir
sem vilja skoða þennan bíl í fyrsta
skipti á Íslandi geta mætt í Honda
umboðið á Fosshálsi áður en hann
fer aftur til síns heima næstu daga.
Tveir frumlegir á Fosshálsinum
Honda E vekur athygli fyrir þann mikla tæknibúnað sem í honum er, eins og
skjáum hlaðið mælaborðið.
Vélin í Honda NSX er V6 bensínvél en með hjálp rafmótora skilar bíllinn
tæpum 600 hestöflum.
Sala nýrra fólksbíla á árinu 2019
var nokkuð minni en 2018 en í
heildina seldust 11.728 nýir fólks-
bílar árið 2019 en 17.976 bílar árið
2018. Samdráttur milli ára var
34,8% en hafa ber í huga að 2018
var fyrir ofan meðallag söluára
eftir aldamót. Vinsælasta einstaka
vörumerkið var Toyota með 16,8%
hlutfall, þar á eftir fylgdu Kia með
12,6% og Hyundai með 6,8%.
Þegar sölutölur ársins 2019 eru
skoðaðar út frá því hver var vin-
sælasti bíllinn kemur ekki á óvart
að Toyota-bíll tróni þar á toppn-
um en nýr RAV4 var vinsælastur
með 696 seld eintök. Toyota RAV4
var líka ofarlega í valinu á bíl
ársins í ár og vann flokk jepplinga.
Í öðru sæti varð Dacia Duster með
552 bíla og MMC Outlander þriðji
með 418 eintök. Toyota var með
þrjá bíla í topp 10 en Land Cruiser
varð í fjórða sæti með 384 bíla, en
til að eiga fyrir einum slíkum þarf
að punga út að lágmarki 8.480.000
krónum. Toyota Yaris var svo
fimmti en af honum seldist 371
bíll.
Dæmið breytist svo aðeins
þegar skoðað er hvaða bílar eru
keyptir af almenningi og hvaða
bíla hinar fjölmörgu bílaleigur
landsins kaupa, en þær keyptu
41,5% allra bíla á árinu 2019. Vin-
sælasti bílaleigubíllinn er Dacia
Duster en hann kemst ekki einu
sinni inn á listann yfir 10 vin-
sælustu bíla meðal almennings.
Þar fer MMC Outlander fremstur
í f lokki með 397 bíla selda til ein-
staklinga. Toyota RAV4 er þar
fast á hæla honum í öðru
sæti með 347 eintök
og Hyundai
Kona jepp-
lingurinn
þriðji
með
208 bíla.
Toyota
RAV4 er
einnig
í öðru sæti
þegar kemur að bílaleigum með
346 bíla og Land Cruiser salan er
greinilega mest bílaleigumegin en
þær keyptu 234 slíka.
Toyota RAV4 mest seldi bíllinn 2019
RA
V4
DU
ST
ER
OU
TL
AN
DE
R
LA
ND
C
RU
IS
ER
YA
RI
S
SP
OR
TA
GE
GO
LF
CE
ED
QA
SH
QA
I
CR
-V
2 BÍLAR 7 . JA N ÚA R 2 0 2 0 Þ R I ÐJ U DAG U R