Fréttablaðið - 07.01.2020, Blaðsíða 24
10 BÍLAR 7 . JA N ÚA R 2 0 2 0 ÞRIÐJUDAGUR
Komnir eru fram á sjónarsviðið
tveir tyrkneskir rafbílar sem
verða settir á markað eftir tvö ár.
Tyrkneska raf bílamerkið TOGG
frumsýndi seint á liðnu ári tvo
fyrstu raf bíla sína sem eru nánast
tilbúnir til framleiðslu. TOGG
stendur fyrir Turkiye'nin Otomo-
bili Girisim Grubu sem þýðir ein-
faldlega Tyrkneska bílasamsteyp-
an en meðal þeirra sem koma að
verkefninu er tyrkneska ríkið. Sá
sem frumsýndi bílana var enginn
annar en Erdogan Tyrklandsfor-
seti en ríkið styður framleiðsluna
um 450 milljarða króna sem þýðir
að TOGG mun geta framleitt allt
að 175.000 bíla á ári. Fyrsti bíllinn
á markað verður jepplingur sem
kemur á markað árið 2022 bæði
fyrir Evrópu- og Tyrklandsmarkað.
Þótt útlit jepplingsins minni
talsvert á Mercedes-Benz EQC er
ljóst að tækni hans verður í fáu
ábótavant. Hönnun ytra byrðis
kemur frá Pininfarina að nokkru
leyti. Tvær gerðir rafhlaða verða
í boði sem bjóða upp á drægi frá
300-500 km. Hægt verður að velja
um afturdrif með 200 hestöfl að
lágmarki eða fjórhjóladrif með
allt að 400 hestöflum. Í þeirri út-
gáfu verður bíllinn 4,8 sekúndur
í hundraðið en 7,6 sekúndur með
afturhjóladrifinu. Ekkert hefur
verið gefið upp um stærð rafhlöð-
unnar að öðru leyti en miðað við
drægi og að hægt verði að hlaða
bílinn upp í 80% hleðslu á hálftíma
má búast við rafhlöðu lítið undir
80 kWh. TOGG lofar líka hálfsjálf-
keyrandi búnaði frá upphafi sölu
bílanna og mun uppfærsla fara
fram í gegnum netið.
Það sem er þó merkilegt við
bílinn er þessi mikli stuðningur
tyrkneska ríkisins við verkefnið.
Sala raf bíla þar er talsvert undir
sölu raf bíla í öðrum löndum
Evrópusambandsins, en þar er
sala raf bíla um 2% allra bíla. Þar
eru það bílar eins og Tesla Model
3, Nissna Leaf og Renault Zoe
sem leiða sölutölur. Með auknu
framboði er líklegt að sala þeirra
muni aukast talsvert og TOGG vill
eflaust eiga sinn hluta kökunnar,
sérstaklega í heimalandinu. Búast
má við talsverðri f lotasölu til
stofnana tyrkneska ríkisins til
að hjálpa til með söluna. Eflaust
munum við sjá ívilnanir þar líka
og þá jafnvel sérstakar ívilnanir
fyrir kaupendur TOGG í Tyrk-
landi. Hvort það muni svo hjálpa
TOGG í Evrópu með lægra verði
sem verður samkeppnishæft við
kínverskan innflutning verður svo
að koma í ljós.
Athyglisvert er að
tyrkneska ríkið
skuli styðja jafn vel við
framleiðslu TOGG-raf-
bílanna og raun ber
vitni. Gæti það jafnvel
haft áhrif á verð bílanna
þegar fram í sækir og
hvort þeir verði sam-
keppnishæfir á Evrópu-
markaði.
Tyrkland styður við bakið á
innlendri rafbílaframleiðslu
Nú um áramótin tóku ný
umferðarlög gildi sem höfðu verið
lengi í smíðum, en vinna við þessa
útfærslu laganna hófst 2007. Sam-
hliða útgáfu laganna voru ný sekt-
arákvæði samþykkt um áramót í
nýrri reglugerð. Samkvæmt henni
mega sektir vegna umferðarlaga-
brota nema 20-500.000 krónum
eftir eðli og umfangi brots. Við
skulum aðeins skoða nokkur ný
atriði úr nýju lögunum og hvaða
sektir eiga við þau atriði.
Lögboðin ökuljós
Í nýjum umferðarlögum segir að
við akstur vélknúins ökutækis
skuli lögboðin ökuljós ávallt vera
tendruð. Í skilgreiningu umferðar-
laga kemur fram að það eru lög-
boðin aðalljós eða dagljós sem loga
að framan og að aftan á ökutæki.
Því er komin heimild til að sekta
þá sem keyra með aðeins dagljós
og engin ljós að aftan, og er sekt við
því broti 20.000 krónur.
Hættuljós og
viðvörunarþríhyrningur
Nú er það orðin skylda að nota
bæði viðvörunarþríhyrning og
hættuljós þegar ökutæki hefur
stöðvast á þeim stað sem ekki má
leggja því. Einnig er nú leyft að
nota hættuljós þegar ökumaður
þarf að draga snögglega úr hraða
svo að það geti valdið hættu. Sekt
við því að nota ekki hættuljós eða
viðvörunarþríhyrning á réttan
hátt er 20.000 krónur.
Snjalltækjanotkun
Stjórnanda ökutækis er við akstur
óheimilt að nota farsíma, snjall-
tæki eða önnur raftæki er truflað
geta aksturinn, án handfrjáls bún-
aðar. Það gefur lögreglu ansi víð-
tæka heimild til að skilgreina hvað
telst snjalltæki en gera má ráð fyrir
að notkun spjaldtölvu, leiðsögu-
tækja og annarra nettengdra tækja
sé bönnuð við akstur. Sekt við
notkun snjalltækja án handfrjáls
búnaðar er áfram 40.000 krónur.
Óhreinkun vegar
Í nýju lögunum er lagt blátt bann
við að fleygja sorpi úr ökutæki,
og gildir þá einu hvort það sé á
vegi eða í náttúrunni. Valdi það
hættu fyrir aðra vegfarendur er
sektin 30-250.000 krónur en ef það
óhreinkar aðeins veg eða náttúru
er sektin 10-50.000 krónur.
Forgangur eigi virtur
Forgangur er nú betur skilgreindur
í lögunum en áður og gagnvart
hvaða ökutækjum hann gildir. Til
dæmis þarf ökumaður nú að veita
reiðhjólum á hjólarein forgang ef
beygja á þvert á hana. Einnig má
nú sekta fyrir að virða ekki hægri
reglu. Sekt við þessum brotum er
20.000 krónur.
Akstur á akreinum
Bannað er samkvæmt nýjum
lögum að aka ökutækjum eftir
gangstétt með undanþágu fyrir
létt bifhjól í f lokki I. Veghaldari
má nú ákveða hverjir mega nota
sérreinar eins og til dæmis strætó-
reinar. Hafa skal eigi minna en
þriggja sekúndna bil milli öku-
tækja. Þar sem tvær beygjureinar
eru inn á akbraut með tvær eða
fleiri akreinar fyrir umferð í
sömu akstursstefnu skal sá sem
velur hægri akrein í beygju koma
inn á akrein lengst til hægri á
akbraut sem ekið er inn á. Sektir
við brotum á þessum greinum eru
20.000 krónur.
Akstur í vistgötum
og bílastæðum
Þau nýmæli eru í lögunum að vist-
gata er sérstaklega skilgreind og
er hámarkshraði þar aðeins 10 km
á klst. Ef ekið er hraðar en 10 km
á klst. er sektin 20.000 krónur og
ef ekið er hraðar en 20 km á klst.
hækkar hún upp í 40.000 krónur.
Ef ekið er á bílastæði þar sem
hámarkshraði er 15 km á klst. er
hægt að missa prófið í 3 mánuði
ef ekið er yfir 30 km hraða og er
sektin þá 30.000 krónur.
Lagning ökutækis
Einungis raf bílar mega nú nota
stæði sem merkt eru til rafhleðslu.
Einnig er bannað að leggja í snún-
ingshaus botnlangagötu og nú má
ekki leggja á móti akstursstefnu.
Loks er óheimilt að stöðva eða
leggja ökutæki á gangstétt og gildir
það um öll ökutæki. Viðurlög við
brotum á lagningu ökutækja eru
20.000 krónur.
Um akstur bifhjóla
Létt bifhjól í f lokki I (gangstéttar-
vespur) eru nú skráningar- og
skoðunarskyld. Skylda er að nota
hjálm við akstur allra bifhjóla,
einnig léttra bifhjóla í f lokki I. Þá
má eigi reiða á léttum bifhjólum
nema viðkomandi sé orðinn 20
ára. Einnig má ekki lengur lyfta
framdekki samkvæmt 45. grein
laganna. Sektir á brotum í þessum
flokki eru 20.000 krónur.
Akstur án réttinda
Nú er komin heimild í lögum til að
svipta þann sem ekur án réttinda
heimild til að öðlast ökuskírteini
í fjóra mánuði. Má framlengja um
fjóra mánuði fyrir hvert brot í við-
bót. Gildir þetta um öll ökutæki,
einnig bifhjól og létt bifhjól. Sektir
við brotum hér eru háar. Þegar við-
komandi hefur ekki öðlast ökurétt-
indin áður er sektin 40.000 krónur
í fyrsta sinn og 80.000 í annað sinn.
Ef viðkomandi hefur verið svipur
er sektin 120.000 krónur í fyrsta
sinn og 200.000 í annað sinn. Auk
þess má sekta um 10.000 krónur ef
ökuskírteini er ekki meðferðis.
Tíu ný atriði sem sekta
má fyrir í umferðinni
Samkvæmt nýjum umferðarlögum má nú sekta fyrir þetta uppátæki, að
reiða undir aldri, að aka hjálmlaus og eftir atvikum án réttinda.
TOGG-jepplingurinn er fyllilega sambærilegur við þá rafjepplinga sem væntanlegir eru 2022 í tæknilegu tilliti.
TOGG mun einnig framleiða þennan sportlega fólksbíl sem er settur til
höfuðs Tesla Model S.