Fréttablaðið - 07.01.2020, Page 26
Með örfáum undantekningum
notast f lestir raf bílar við einfalda
eins gírs skiptingu til að senda afl
rafmótorsins til hjólanna. Leik-
reglur í þessari deild gætu þó verið
að breytast því að ZF, tæknirisinn
í framleiðslu sjálfskiptinga, er að
kynna til sögunnar nýja tveggja
þrepa skiptingu. Skiptingin
samanstendur í raun og veru af 140
kW rafmótor og tveggja gíra kassa.
Rafmótorar hafa hingað til hentað
best í borgarakstri þar sem minni
hraði og tíðari hemlun, sem felur
í sér niðurhröðun rafmótorsins,
gerir honum kleift að endurhlaða
rafhlöðuna. Á meiri hraða til
lengri tíma þegar rafmótorinn
snýst hratt reynir hann mun meira
á rafhlöðuna vegna meiri loftmót-
stöðu og viðnáms dekkjanna.
Með nýja gírkassanum munu
bílar með tveggja hraða ZF-
skiptingunni skipta upp um gír
þegar komið er yfir 70 km á klst.
Við það lækkar snúningshraði raf-
mótorsins og hann reynir minna
á sig og nýtir betur snúningsvægi
sitt. Hingað til hafa framleið-
endur raf bíla þurft að velja á milli
snúningsvægis á minni hraða eða
endingar á meiri hraða og læsa þá
ákvörðun í gírhlutfalli raf bílsins.
Þessi nýja lausn mun því breyta
því og hafa jákvæð áhrif á þætti
eins og drægi og afköst. Fyrir
lönd eins og Norður-Ameríku og
Ástralíu skiptir þetta miklu máli
þar sem mikið er um langar vega-
lengdir. Eflaust mun þróunin leiða
til f leiri gíra eins og í skiptingum
með brunahreyflum, þar sem
ZF-skiptingar eru nú
með níu þrep mest.
Það sem mun þó mest
muna um er lægri
kostnaður fyrir
svona skiptingar með
fjöldaframleiðslu
þýska risans ZF.
Ný skipting fyrir rafbíla
RAFMAGNAÐUR
AMPERA-E
Nýr Opel
Allt að 423 km. drægni*
Opnunartímar
Virka daga 9–18*Samkvæmt wltp staðli.
Kynntu þér þína drægni á opel.is
• Kemst lengra en þú heldur
• Rúmar meira en þú heldur
• Er sneggri en þú heldur
Verð frá 4.990.000 kr.
Verð á mánuði frá 139.900 kr. í langtímaleigu
Laugardaga 12–16
Opel á Íslandi
Reykjavík | Krókhálsi 9
Reykjanesbæ | Njarðarbraut 9
100% RAFMAGN
Næsta kynslóð rafmótora
frá breska tæknifyrirtækinu
Swindon eru fréttir þegar kemur
að framleiðslu raf bíla. Fyrir-
tækið mun frumsýna í júni nýjan
rafmótor sem kallast einfaldlega
HPD. Skammstöfunin stendur
einfaldlega fyrir „High Power
Density“ og heitir það vegna þess
að mótorinn verður sá öf lugasti
í boði miðað við þyngd. HPD-
vélin er aðeins 70 kíló og skilar
að hámarki 107 hestöf lum og var
hönnuð til að komast ofan í vélar-
sal Mini-bíls. Sá hluti mótorsins
sem sér um endurhleðslu er ofan
á og þar af leiðandi er samstæðan
minni um sig.
Öflugri kynslóð
rafmótora frá
Swindon
Rafmótorinn nýi er minni um sig en
samt 107 hestöfl og aðeins 70 kg.
Mazda-bílamerkið vill halda
rafhlöðum bíla sinna af minni
gerðinni til að minnka kolefnisfót-
spor raf bíla sinna. Mazda MX-30
raf bíllinn er væntanlegur í sumar
en hann verður með 35 kWh raf-
hlöðu og rafmótor hans mun skila
141 hestafli og hafa um 210 km
drægi. Mazda gengur svo langt að
segja að þeir muni aldrei framleiða
raf bíl með stórri rafhlöðu þar sem
slíkir raf bílar séu jafnvel síður
vistvænni en Skyactiv-dísilbíll yfir
líftíma sinn. Benda þeir á japanska
rannsókn því til staðfestingar.
Mazda MX-30 raf bílsins er þó
varla að vænta hingað til lands fyrr
en á árinu 2021.
Mazda á móti
stórum rafhlöðum
í bílum sínum
Mazda MX-30 rafbíllinn var frum-
sýndur á Bílasýningunni í Tókýó í
nóvember.
Tveggja þrepa skiptingin
skiptist í 140 kW rafmótor
og gírkassann sjálfan sem
kemur í einu stykki.
12 BÍLAR 7 . JA N ÚA R 2 0 2 0 ÞRIÐJUDAGUR