Fréttablaðið - 07.01.2020, Page 33

Fréttablaðið - 07.01.2020, Page 33
Færsla Hringbrautar, Skógarhlíð Á fundi skipulags- og samgönguráðs þann 6. nóvember 2019 og borgarráðs Reykjavíkur þann 14. nóvember 2019 var samþykkt að auglýsa tillögu að breytingu á deiliskipulagi Færslu Hringbrautar vegna afmörkunar nýrrar lóðar fyrir smáhýsi að Skógarhlíð. Velferðarsvið Reykjavíkurborgar leitast eftir að koma fyrir smáhýsum á völdum stöðum í borginni sem búsetuúrræði fyrir skjólstæðinga sína. Í breytingunni felst að koma fyrir allt að 3 smáhýsum á nýrri lóð. Nánar um tillöguna vísast til kynningargagna. Veðurstofuhæð, Bústaðavegur Á fundi skipulags- og samgönguráðs þann 6. nóvember 2019 og borgarráðs Reykjavíkur þann 14. nóvember 2019 var samþykkt að auglýsa tillögu að breytingu á deiliskipulagi Veðurstofuhæðar vegna afmörkunar nýrrar lóðar fyrir smáhýsi að Bústaðavegi. Velferðarsvið Reykjavíkurborgar leitast eftir að koma fyrir smáhýsum á völdum stöðum í borginni sem búsetuúrræði fyrir skjólstæðinga sína. Í breytingunni felst að koma fyrir allt að 5 smáhýsum á nýrri lóð. Nánar um tillöguna vísast til kynningargagna. Borgartúnsreitur Vestur 1.216, Guðrúnartún Á fundi skipulags- og samgönguráðs þann 6. nóvember 2019 og borgarráðs Reykjavíkur þann 14. nóvember 2019 var samþykkt að auglýsa tillögu að breytingu á deiliskipulagi Borgartúnsreits Vestur 1.216 vegna afmörkunar nýrrar lóðar fyrir smáhýsi að Guðrúnartúni. Velferðarsvið Reykjavíkurborgar leitast eftir að koma fyrir smáhýsum á völdum stöðum í borginni sem búsetuúrræði fyrir skjólstæðinga sína. Í breytingunni felst að koma fyrir allt að 3 smáhýsum á nýrri lóð. Nánar um tillöguna vísast til kynningargagna. Tillögurnar má einnig nálgast á skjá og tölvu í þjónustuveri Reykjavíkurborgar að Borgartúni 12-14, 1. hæð, virka daga kl. 8:20 – 16:15 frá 7. janúar 2020 til og með 18. febrúar 2020. Einnig má sjá tillögurnar á vefnum, www.reykjavik.is, skipulag í kynningu. Eru þeir sem telja sig eiga hagsmuna að gæta hvattir til að kynna sér tillögurnar. Ábendingum og athugasemdum við tillögurnar skal skila skriflega til skipulagsfulltrúa eða á netfangið skipulag@reykjavik.is, eigi síðar en 18. febrúar 2020. Vinsamlegast notið uppgefið netfang fyrir innsendar athugasemdir með tölvupósti. Reykjavík 7. janúar 2020 Skipulagsfulltrúi Reykjavíkur Skrifstofa borgarstjóra Skrifstofa borgarstjóra Borgarverkfræðingur Borgarverkfræðingur Hagdeild Hagdeild Dagvist barna Dagvist barna Reykjavíkurborg Umhverfis- og skipulagssvið Auglýsing um tillögur að breytingu á deiliskipulagi í Reykjavík Í samræmi við 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, eru hér með auglýstar tillögur að breytingu á deiliskipulagi í Reykjavík. Borgartúni 12-14, 105 Reykjavík, sími: 411 1111, www.reykjavik.is Grasið græna, hassið væna TÓNLIST Stórsveit Reykjavíkur flutti sveiflualdartónlist Eldborg í Hörpu Sunnudaginn 5. janúar Stjórnandi: Sigurður Flosason Fram komu: Stína Ágústsdóttir, KK, Björgvin Franz Gíslason og dansarar frá Sveiflustöðinni Einhver brandarakarl sagði að saxó- fónar væru í rauninni ásláttarhljóð- færi. Það ætti að berja þá með hömr- um. Stórum hömrum. Saxófónarnir geta vissulega verið skerandi, en það voru þeir þó ekki á tónleikum Stór- sveitar Reykjavíkur á sunnudags- kvöldið. Stjórnandinn var líka einn besti saxófónleikari landsins, Sig- urður Flosason. Sigurður kynnti jafnframt hvert atriði tónleikanna, og hann var haf- sjór af fróðleik. Efnisskráin saman- stóð af svokallaðri sveif lutónlist frá fyrri hluta aldarinnar sem leið. Þekktasta tónlistarfólkið sem til- heyrir þessari stefnu er m.a. Count Basie, Ella Fitzgerald, Glenn Miller, Benny Goodman og Artie Shaw. Sá síðastnefndi var helvítis drullu- sokkur að sögn Sigurðar. Hann var með átta mislukkuð hjónabönd á samviskunni, fór illa með allar eigin- konurnar og fleiri til. Drukkin tónlist Lögin á tónleikunum voru yfirleitt býsna fjörug, og sum voru meira að segja ögn tilraunakennd. Hassvím- an var sennilega umfjöllunarefnið í laginu Chant of the Weed eftir Don Redman. Það byggðist að hluta til á svokölluðum heiltónaskala. Hann er alltaf dálítið annarlegur, og fyrir bragðið var heildarsvipurinn á tón- listinni ekki beinlínis edrúlegur. Útsetningin einkenndist af fjöl- breytileika, málmblásarar og tré- blásarar kölluðust á, sem var smekk- lega útfært. Útkoman var mögnuð. Þrír söngvarar tróðu upp með sveitinni. Stína Ágústsdóttir söng Tisket, a Tasket sem Ella Fitzgerald gerði frægt. Stína söng með afbrigð- um fallega. Alveg rétta stemningin var í söngnum, hann var dillandi fjörugur, örlítið barnslegur og ávallt gæddur réttu litbrigðunum. Tvö lög sem Marylin Monroe söng svo eftir- minnilega, Diamonds are a Girl’s Best Friend og I Want to be Loved by You, voru ekki síðri. Þau voru full af smitandi innlifun og gleði. Þannig mætti áfram telja. Röddin of hörð Björgvin Franz Gíslason var ekki eins sannfærandi. Hann var bestur í laginu Minnie the Moocher, sem hann söng með tilþrifum, en ýmis Sinatra-lög náðu aldrei flugi. Röddin var of hörð, söngstíllinn stirður. KK var miklu betri, enda gamalt brýni í svona tónlist. Lögin sem hann söng virkuðu, flutningurinn var áreynslu- laus, röddin sjarmerandi hrjúf, sviðsframkoman heillandi. Dansarar úr danshópnum Sveiflu- stöðinni voru augnayndi. Dansinn þeirra var hrár og hömlulaus. Fyrsta dansatriðið, sem var sóló, minnti mjög á Josephine Baker, en hún gerði allt brjálað þegar hún dans- aði næstum nakin í París árið 1927. Dansinn nú gaf tónlistinni líf, og ekki bara það, maður fór hreinlega aftur í tímann, slík var stemningin. Hér mætti halda að söngvararnir og dansararnir hafi verið í aðalhlut- verki, en svo var ekki. Um helmingur dagskrárinnar var „aðeins“ tónlist með Stórsveitinni sjálfri, og hvert atriði var öðru betra. Í lokin brast á ægilegur trumbusláttur í laginu Sing, Sing, Sing (With a Swing), en þar fór trommuleikarinn á kostum. Mig langaði þá mest til að standa upp og stíga trylltan dans, og svo var um fleiri eins og greinilegt var. Þetta var flott. Jónas Sen NIÐURSTAÐA: Stórfenglegir tón- leikar með líflegri tónlist, frábær- lega leikin. Söngurinn var yfirleitt góður og dansinn líka. Lögin á tónleikunum voru yfirleitt býsna fjörug, segir Jónas Sen. Hvað? Hvenær? Hvar? Þriðjudagur hvar@frettabladid.is 7. JANÚAR 2020 Hvað? Eðlisfræði alheimsins og fjarreikistjörnur Hvenær? 12.00 Hvar? Þjóðminjasafnið Eðlisfræðingarnir Lárus Thor- lacius og Guðmundur Kári Stef- ánsson kynna Nóbelsverðlauna- hafana í eðlisfræði 2019. Hvað? Fyrsta kúnstpása ársins Hvenær? 12.15 Hvar? Norðurljós, Hörpu Barítónsöngvarinn Jóhann Schram Reid og píanóleikarinn Aladaar Racz f lytja ljóðasöngva. Enginn aðgangseyrir. Hvað? Kvartettinn Smekksatriði Hvenær? 20.30 Hvar? Kex Hostel, Skúlagötu 28 Hvað? Tango milonga Hvenær? 20.30-22.30 Hvar? Iðnó Argentínskur tangó dunar. Dj er Kristinn og gestgjafi er Svan- hildur Ó. M E N N I N G ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð 17Þ R I Ð J U D A G U R 7 . J A N Ú A R 2 0 2 0 DAGSKRÁIN á Hringbraut FRÉTTIR, FÓLK & MENNING á Hringbraut og hringbraut.is/sjonvarp Fylgstu með! Alltaf á fimmtudögum kl. 20.00 - Stjórnandi þáttarins er Sigmundur Ernir Rúnarsson. MANNAMÁL Mannamál er persónulegur viðtalsþáttur þar sem áhugaverðir og jafnvel þjóðkunnir Íslendingar segja frá lífi sínu og starfi á opinskáan og hispurslausan hátt. Frétta- og umræðu þátturinn 21 alla virka daga klukkan 21.00

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.