Fréttablaðið - 07.01.2020, Síða 36

Fréttablaðið - 07.01.2020, Síða 36
Ragnar Bragason státar sem leikstjóri af úrvals-kvikmyndum á borð við Börn, Foreldra og Bja r n f reða r son að ógleymdum Vaktar- seríunum vinsælu sem einmitt gátu af sér síðastnefndu bíómyndina. Hann reyndi fyrir sér með góðum árangri á leiksviði með Gullregni 2012 en verkið hlaut átta tilnefn- ingar til Grímuverðlaunanna sem Ragnar hlaut síðan sem besti leik- stjóri þess árs. Gullregn fjallar um kerfisfræðing- inn Indíönu sem býr í Fellahverfinu og lifir á bótum þótt hún sé alheil- brigð. Þar ræktar hún gullregn og hatast við útlendinga þangað til sonur hennar birtist með pólska kærustu og stoðir heimsmyndar hennar bresta. Kunnugleg andlit úr menningar- lífinu voru áberandi á hátíðarfrum- sýningu myndarinnar í Háskóla- bíói en almennar sýningar hefjast á föstudaginn og í Bíó Paradís kveður við þau nýmæli að myndin verður sýnd á víxl með pólskum og enskum texta en íslensk bíómynd í fullri lengd hefur ekki áður verið frum- sýnd með pólskum texta á landi hér. toti@frettabladid.is Gullregn á Hagatorgi Gullregn, frumraun Ragnars Bragasonar í leikhúsi, gerði storm- andi lukku á sínum tíma. Samnefnd kvikmynd verður frumsýnd í vikunni en ekki var laust við að eftirvæntingar gætti í andlitum gesta á hátíðarfrumsýningunni í Háskólabíói á sunnudagskvöld. Hallgrímur Ólafsson, Sigrún Edda Björnsdóttir og Halldóra Geirharðsdóttir sem öll leika í Gullregni voru í góðum gír með Ragnar leikstjóra og Guðna Th. Jóhannesson, forseta Íslands, á milli sín. FRÉTTABLAÐIÐ/SIGTRYGGUR ARI Leikaraparið Sveinn Geirsson og Tinna Hrafnsdóttir brostu sínu blíðasta. Hagfræðingurinn Rósa Björk Sveinsdóttir og leikarinn Jóhannes Haukur Jóhannesson létu sig ekki vanta á hátíðarfrumsýninguna á Gullregni. Skarphéðinn Guðmundsson, dagskrárstjóri RÚV, og Hrund Þrándardóttir sálfræðingur könnuðu stöðuna hjá kerfisfræðingnum í Fellunum. Hjónin Ingibjörg Ösp og Magnús Geir voru að sjálfsögðu mætt en það var ein- mitt í leikhússtjóratíð Magnúsar Geirs sem Ragnar frumsýndi Gullregnið. Fréttasysturnar Lára og Alma Ómarsdætur í stuðinu. Lena Viderø og Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir sem störf- uðu í eina tíð saman á tímaritinu Nýju Lífi brostu breitt. 7 . J A N Ú A R 2 0 2 0 Þ R I Ð J U D A G U R20 L Í F I Ð ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð LÍFIÐ

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.