Fréttablaðið - 07.12.2019, Side 2
Veður
Austan 10-18 m/s í dag, en 18-25
syðst. Snjókoma um landið
sunnanvert, en hægari vindur og
bjart með köflum á Norðaustur-
landi. Frost 0 til 12 stig, kaldast í
innsveitum norðaustanlands.
SJÁ SÍÐU 50
Syndir gegn ofbeldi á börnum
Crossfitkappinn Einar Hansberg stakk sér til sunds í Varmárlaug síðdegis á fimmtudaginn og hyggst synda í tvo sólarhringa til styrktar UNICEF.
Þegar ljósmyndara Fréttablaðsins bar að garði hafði Einar synt í um sólarhring en hann var hress þrátt fyrir smá þreytu. FRÉTTABLAÐIÐ/SIGRYGGUR ARI
MENNING Stjarna Björgvins Hall-
dórssonar var fjarlægð af Frægðar-
stéttinni í Hafnarfirði að kröfu
viðskiptaráðs Hollywood. Hún var
afhjúpuð við hátíðlega athöfn við
Bæjarbíó í júlí síðastliðnum og átti
að vera sú fyrsta af mörgum.
„Við fengum aðfinnslur um of
mikil líkindi sem við áttuðum
okkur ekki á heldur töldum okkur
vera með séríslenskt atriði,“ segir
Páll Eyjólfsson, framkvæmdastjóri
Bæjarbíós í Hafnarfirði.
Páll segist fagna því að hafa verið
látinn vita af þessu. „Við í Bæjar-
bíói vinnum með listamönnum
sem hafa lifibrauð sitt af höfundar-
rétti og það væri harla skrítið ef við
myndum ekki skoða þetta vel. Af
virðingu fjarlægðum við stjörnuna,“
segir hann. En jafnframt að málið sé
í skoðun og til greina komi að setja
hana niður aftur.
Aðspurður um hvort til greina
kæmi að gera eitthvað annað í
staðinn til að heiðra Björgvin og
aðra tónlistarmenn í framtíðinni
segir Páll umræðuna ekki komna á
það stig. „Núna þurfum við aðeins
að staldra við og ræða hvað sé rétt
að gera,“ segir hann. „Hugmyndin
er frábær, við þurfum að skoða
útfærsluna.“ – khg
Útfærslur
skoðaðar af
stjörnunni
Hollywood var ósátt við Frægðar-
stéttina. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI
Gefðu frí um jólin
með gjafabréfi Icelandair
VIÐSKIPTI Nærri fjórar af hverjum
fimm bókum sem eru til sölu á
Íslandi eru prentaðar erlendis,
hlutfallið breytist lítillega milli
ára. Fram kemur í niðurstöðum
könnunar Bókasambands Íslands,
sem byggir á upplýsingum úr Bóka-
tíðindum Félags íslenskra bókaút-
gefenda fyrir árið 2019, að 145, eða
21,7 prósent, bókartitlar eru prent-
aðir innanlands.
Heildarfjöldi prentaðra bókar-
titla er 667, sem er aukning um 53
frá því fyrra. Fjöldi titla sem prent-
aðir eru erlendis er 522, eða 78,3
prósent. Hlutfallið var 79,8 prósent
í fyrra.
Hlutfall bóka prentaðra innan-
lands er hæst þegar kemur að fræði-
og listabókum, eða 42 prósent. Það
er hins vegar lægst í ævisögum,
hand- og matreiðslubókum, eða
átta prósent. – ab
Ein af hverjum
fimm bókum
prentuð hér
FERÐALÖG „Þeir sem heima sitja
fá alltaf að sjá glansmyndirnar af
ferðalögunum. Heimsfræga ferða-
mannastaði, hvítar strendur og
kokteila. Ég er búinn að ferðast um
í fjóra mánuði og inn á milli koma
mjög erfiðar stundir. Ég hafði áhuga
á þeirri hlið ferðalaganna og vildi
reyna að semja um það texta við
lag sem ég samdi,“ segir Anton. Í
kjölfarið óskaði ég eftir erfiðum
reynslusögum íslenskra ferðalanga
á vinsælli Facebook-síðu.
„Það er greinilegt að ég er ekki
einn um þessar tilfinningar. Ég fékk
talsverð viðbrögð og fór strax í að
klára lagið. Það tókst og núna mun
ég taka það upp í hljóðveri hérna
úti,“ segir Anton. Balí hefur notið
mikilla vinsælda hjá Íslendingum
undanfarið og ekkert lát virðist á
því. „Þetta er eins og ég sé í Köben,“
segir Anton og hlær.
Í kjölfar sambandsslita eftir
sex ára samband ákvað Anton að
leggja land undir fót og ferðast um
heiminn í tæpt ár. Hann er að læra
gítarleik við FÍH og var hugmyndin
meðal annars að sækja sér inn-
blástur í tónsmíðar á ferðalaginu.
„Ég er í hljómsveit sem heitir
Split Circle ásamt félaga mínum
Alexander Frey Olgeirssyni. Ég sá
einhverja rómantík í því að ferðast
um heiminn með kassagítar, semja
efni og jafnvel taka það upp í ein-
hverjum stúdíóum um víða veröld,“
segir Anton.
Hann byrjaði ferðalagið á megin-
landi Bandaríkjanna og endaði í
hinni sögufrægu borg Nashville
þar sem hann keypti sér kassagítar.
Þaðan var ferðinni heitið til Hawaii
og áfram til Asíu þar sem hann
hefur farið víða.
„Það er auðvitað frábært að
ferðast en það kom mér á óvart hvað
það getur tekið á. Á milli skemmti-
legra stunda finnur maður oft fyrir
einmanaleika og þungum hugs-
unum. Það hafa alveg komið dagar
þar sem ég horfi bara á Netflix og
kemst varla fram úr rúminu og ég
hef sorglega oft borðað á McDon-
alds á ferðalaginu. Ég ákvað því að
reyna að ná þessum tilfinningum í
lagasmíðarnar,“ segir Anton.
Hann ráðgerir að taka upp lagið
á næstu dögum ytra og vinna það
svo með félaga sínum Alexander
heimsálfa á milli.
„Við ráðgerum síðan að gefa út
plötu á næsta ári og troða okkur
inn í íslenskt tónlistarlíf þegar ég er
heim kominn,“ segir Anton.
bjornth@frettabladid.is
Semur texta um erfiða
ferðareynslu íslenskra
heimshornaflakkara
Tónlistarmaðurinn Anton Guðjónsson hefur undanfarna mánuði ferðast
einn um heiminn. Hann segir reynsluna skemmtilega en inn á milli komi
erfiðar stundir sem hann átti ekki von á. Hann sóttist eftir svipuðum reynslu-
sögum frá öðrum íslenskum ferðalöngum og viðbrögðin komu á óvart.
Anton hefur ferðast um heiminn undanfarna mánuði og er einn á ferð.
7 . D E S E M B E R 2 0 1 9 L A U G A R D A G U R2 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð