Fréttablaðið - 07.12.2019, Side 6

Fréttablaðið - 07.12.2019, Side 6
Berlín er heimsborg og það verður gaman að sjá hvernig málið þróast Lárus Karl Ingason ljósmyndari Mikið úrval af frökkum og úlpum í jólapakkann D-vítamínbætt nýmjólk frá MS fæst nú einnig án laktósa NÝTT Samgöngustofa auglýsir laus til umsóknar 2 leyfi til leiguaksturs fólksbifreiða á á Akureyri og 1 leyfi í Árborg. Þau ein geta sótt um leyfi sem hyggjast stunda akstur leigubifreiðar að aðalatvinnu og hafa lokið námskeiði fyrir leigubifreiðastjóra. Til að öðlast leyfi þurfa umsækjendur að uppfylla leyfisskilyrði, skv. 5. gr. laga nr. 134/2001 og rg.nr. 397/2003 um leigubifreiðar, með síðari breytingum. Úthlutun leyfis fer fram á grundvelli starfsreynslu við akstur leigubifreiðar, sbr. 6. gr. reglugerðarinnar. Umsóknareyðublöð má nálgast á heimasíðu Samgöngustofu, www.samgongustofa.is. Umsóknarfrestur er til og með 13.12.2019. Sími: 480 6000 . www.samgongustofa.is AUGLÝSING VEGNA ÚTHLUTUNAR ATVINNULEYFA TIL AKSTURS LEIGUBIFREIÐA Samgöngustofa SAMFÉLAG Lichtenberghverfið í Berlínarborg vill gerast vinabær Hafnarfjarðar og hefur hverfis­ stjórnin þar sent bæjarstjórn Hafnarfjarðar bréf þess efnis. Ljós­ myndarinn Lárus Karl Ingason hélt ljósmyndasýningu þar í sumar og viðraði hugmyndina við borgar­ stjóra Lichtenberg. Sýningin var í tengslum við heimsmeistaramót íslenska hests­ ins, sem var haldið í Lichtenberg­ hverfinu í sumar. „Ég ræddi við borgarstjórann og menningarfull­ trúann á sýningunni um að vina­ bæjarsamband yrði gott fyrir báða staðina. Þjóðverjar elska Ísland og mér fannst góð hugmynd að tengj­ ast svona stórum stað,“ segir Lárus. Í Lichtenberghverfinu búa tæplega 270 þúsund manns, um 10 sinnum fleiri en búa í Hafnarfirði. Þegar á bærinn í vinabæjarsam­ bandi við tvær þýskar borgir, Cux­ haven og Flensburg. Gefur Cux­ haven Hafnarfirði jólatré á hverju ári. „Berlín er heimsborg og það verður gaman að sjá hvernig málið þróast,“ segir Lárus. Ef af verður sér hann fyrir sér að samstarfið yrði fyrst og fremst á sviði menningar en einnig á sviði hestamennsku. Í bréfinu frá Lichtenberg er menn­ ingin einmitt tíunduð, sem og æsku­ lýðsstarf og íþróttir. Á tíma kalda stríðsins var Lichten berg hluti af Austur­Berlín og er þar Stasísafnið til húsa. Í dag er þar meðal annars stærsta asíska hverfi borgarinnar. – khg Vinabæjum Hafnarfjarðar gæti fjölgað Um 270 þúsund manns búa í Lichtenberg hverfinu. NORDICPHOTOS/GETTY 78 prósent þeirra sem sofa of lítið drekka fjóra eða fleiri orkudrykki daglega. HEILBRIGÐISMÁL Upp hafa komið nokkur tilvik þar sem einstakling­ ar hafa leitað á bráðamóttöku með almenn einkenni vegna neyslu orkudrykkja. Þetta kemur fram í svari Svan­ dísar Svarsdóttir heilbrigðisráð­ herra við fyrirspurn Rósu Bjarkar Brynjólfsdóttur alþingismanns, f lokkssystur Svandísar úr VG. Í fyrirspurn Rósu um orkudrykk­ ina var meðal annars spurt hvort heilbrigðisráðuneytið hefði „upp­ lýsingar um tilvik þar sem neysla orkudrykkja hefur haft bein áhrif á heilsufar neytanda, til dæmis orsak­ að yfirlið, hjartsláttartruf lanir, krampaflog, nýrnabilun eða jafnvel dauðsföll líkt og skráð hefur verið annars staðar á Norðurlöndum og í nokkrum Evrópulöndum?“ Ráðherra segir í svari sínu að engin staðfest alvarleg einkenni af völdum orkudrykkja séu meðal einstaklinga sem leitað hafi á bráða­ deild. Ekki sé skráð hvort talið sé að einkenni séu af völdum orku­ drykkja. „Á þessu ári hefur eitrun­ arupplýsingamiðstöðin á Landspít­ ala fengið þrjú símtöl vegna barna sem drukku orkudrykki, ekkert þeirra þurfti að koma á bráðamót­ töku og þau fundu ekki fyrir alvar­ legum einkennum.“ Enn fremur segir ráðherra að ráðuneytið hafi ekki aðrar upp­ lýsingar um tilvik þar sem neysla orkudrykkja hafi haft bein áhrif á heilsufar neytenda eins og yfirlið, hjartsláttartruflanir, krampaflog, nýrnabilun eða jafnvel dauðsföll. „Þá hafa engin tilvik um líkamleg áhrif orkudrykkja verið tilkynnt Embætti landlæknis.“ Sagt er að orkudrykkir eigi það sameiginlegt að innihalda koffín og flestir innihaldi líka önnur virk efni. „Ef koffíns er neytt í miklu magni getur það haft ýmis óæskileg áhrif á líðan og heilsu fólks, getur t.d. valdið hjartsláttartruf lunum, hækkuðum blóðþrýstingi, höfuð­ verk, svima og haft neikvæð áhrif á svefn. Börn og ungmenni eru almennt viðkvæmari fyrir koffíni en fullorðnir og er neysla koffíns því sérstaklega óæskileg fyrir þann hóp.“ Þá er vísað í niðurstöður úr rann­ sókninni Ungt fólk á vegum Rann­ sókna og greiningar við Háskólann í Reykjavík. Samkvæmt þeim var hlutfall framhaldsskólanema sem daglega eða oftar neytti orku­ drykkja með koffíni, 55 prósent árið 2018 og hafði þá hlutfallið snar­ hækkað frá árinu 2016 er það var 22 prósent. „Svipað hlutfall stelpna og stráka neytti orkudrykkja daglega árið 2018 en aukning milli kannana var mun meiri meðal stelpna eða tæp­ lega fjórföld, fór úr 14 prósentum árið 2016 í 54 prósent árið 2018,“ segir í svari ráðherra. „Í rannsókn­ inni kom jafnframt fram að 78 pró­ sent þeirra sem sofa of lítið (um sjö klukkustundir eða minna) drekka fjóra eða fleiri orkudrykki daglega sem innihalda koffín.“ Hlutfall nemenda í 8.­10. bekk grunnskóla sem neytti orkudrykkja daglega fór úr 16 prósentum árið 2016 í 28 prósent 2018. Rósa spurði hvort uppi væru áform um að endurskoða reglur um sölu orkudrykkja til barna og ung­ menna. Ráðherra svarar því ekki en segir að Matvælastofnun hafi óskað eftir mati á áhættu af koffínneyslu ungmenna. Landlæknir telji að ekki ætti að veita leyfi fyrir sölu á orku­ drykkjum sem innihalda 320 milli­ grömm á lítra eða meira af koffíni og að ekki ætti að selja drykki með koffíni á bilinu 150 til 320 milli­ grömm börnum yngri en átján ára. gar@frettabladid.is Neysla ungmenna á orkudrykkjum eykst Neysla framhaldsskólastúlkna á orkudrykkjum með koffeini meira en fjór- faldaðist á aðeins tveimur árum. Landlæknir vill banna sölu á alsterkustu orkudrykkjunum og banna sölu koffínríkustu drykkjunum til undir átján ára. Neysla ungmenna á orkudrykkjum er mikil. FRÉTTABLAÐIÐ/SIGTRYGGUR ARI 7 . D E S E M B E R 2 0 1 9 L A U G A R D A G U R6 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.