Fréttablaðið


Fréttablaðið - 07.12.2019, Qupperneq 10

Fréttablaðið - 07.12.2019, Qupperneq 10
STJÓRNSÝSLA Leigusamningurinn um lóðina Sólvelli var undirritaður í júlí 2016 af Haraldi Sverrissyni, bæjarstjóra Mosfellsbæjar, og Hol- lendingnum Henri Middeldorp stjórnarformanni MCPB á þeim tíma. Leigusamningurinn var til 99 ára og var með kauprétt að landinu að uppfylltum ákveðnum skil- yrðum. Fram kom að Middeldorp hygðist, ásamt innlendum og erlendum aðil- um, fjárfesta í einkareknum spítala og hóteli fyrir rúma 50 milljarða króna. Átti spítalinn fyrst og fremst að þjónusta erlenda sjúklinga og vera með 150 herbergjum. Hótelið átti að vera 250 herbergja og var ráð- gert að verkefnið myndi skapa um 1.000 ný störf. Málið varð f ljótt afar umdeilt og var mikið fjallað um það í fjöl- miðlum. Meðal annars skrifaði Kári Stefánsson grein þar sem hann full- yrti að „útlendingaspítalinn“ myndi ganga af íslensku heilbrigðiskerfi dauðu. Segja má að tvær ástæður hafi verið fyrir því að fregnir af verkefninu féllu í grýttan jarðveg. Einkarekstur í heilbrigðiskerfinu er viðkvæmt mál hér á landi en ekki síður var Middeldorp dularfullur í meira lagi. Fljótlega fóru að berast fregnir af því að hann hefði sett sig í samband við fjölda aðila hér á landi, kynnt fyrir þeim verkefni og sagst vera með fjársterka aðila á bak við sig. Engin slík áform höfðu þó raungerst og var hann meðal annars sakaður um að hafa blekkt hugsanlega meðfjárfesta í öðrum verkefnum. Verkefnið í Mosfellbæ átti að vera fjármagnað með láni frá félaginu Burbanks Capital í Hollandi sem var sagt vera fjármagnað af fjársterkum aðilum. Hollendingurinn varðist þó allra fregna um hverjir þessir aðilar væru. Á heimasíðu fyrirtækisins var meðal annars fullyrt að það væri í samvinnu við kísilframleiðandann Silicor Materials. Aðeins rúmum tveimur mán- uðum eftir undirskrift lóðarleigu- samningsins fór að hrikta í stoðum verkefnisins. Íslendingar í stjórn MCPB ehf, sem tengdust VHE-véla- verksmiðju Hjalta Einarssonar ehf. og áttu að eiga tveggja prósenta hlut, drógu sig úr verkefninu. Verkefnið fjaraði því fljótt út og ekkert hefur spurst til Middeldorp síðan. Nokkru síðar virðist athafnamað- urinn Sturla Sighvatsson hafa eygt tækifæri í uppbyggingu á lóðinni. Hann eignaðist MCPB ehf. í gegnum tvö einkahlutfélög og breytti nafni fyrirtækisins í Sólvellir – Heilsu- klasi ehf. Lítið hefur þó komið fram um byggingaráform á lóðinni enda hefur Sturla verið upptekinn við að slökkva elda í hinum ýmsu verkefn- um sem hann hefur á sinni könnu og Fréttablaðið hefur fjallað um. Þau bál snúa meðal annars að hlut hans í leigurisanum Heimavöllum sem hann missti frá sér, byggingu fjölbýlishúss í Gerplustræti í Mos- fellsbæ sem fór úr böndunum og fjárfestingu í fjölbýlishúsi á Ásbrú sem hefur ítrekað verið auglýst á nauðungarsölu. Í leigusamningi milli Mosfellbæjar og MCPB ehf., síðar Sólvalla – Heilsu- klasa ehf, var ákvæði sem heimilaði sveitarfélaginu að fella niður samn- inginn ef engar framkvæmdir væru hafnar innan tveggja ára frá undir- skrift hans. Um þessar mundir eru um þrjú og hálft ár frá undirritun- inni og vísað er í þetta ákvæði í þeirri ákvörðun bæjarráðs að freista þess að fella niður samninginn. Sturla Sighvatsson kaus að tjá sig ekki um málið þegar eftir því var leitað. bjornth@frettabladid.is Leigusamningur um Sólvelli felldur niður Bæjarráð Mosfellsbæjar hefur falið lögmanni sveitarfélagsins að fella niður leigusamning lóðar sem er í eigu fyrirtækis sem athafnamaðurinn Sturla Sig- hvatsson á. Árið 2016 var ráðgert að reisa þar einkarekinn spítala og hótel. Til stóð að reisa sjúkrahús og hótel á Sólvöllum. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN Meðal annars skrifaði Kári Stefánsson grein þar sem hann fullyrti að „út­ lendingaspítalinn“ myndi ganga af íslensku heil­ brigðiskerfi dauðu Mjúk og bragðgóð jógúrt með stökkum kornkúlum sem leika við bragðlaukana. Tilvalinn kostur sem sparimorgunverður, gómsætur millibiti eða ljúengur eftirréttur. … hvert er þitt eftirlæti? UMHVERFISMÁL Umhverfisstofnun hefur gert tillögu um að Goðafoss í Þingeyjarsveit verði friðlýstur sem náttúruvætti. Tillagan kemur frá samstarfshópi sem í sátu full- trúar Umhverfisstofnunar, Þing- eyjarsveitar, umhverfis- og auð- lindaráðuneytisins, landeigenda á svæðinu auk Minjastofnunar. Í tilkynningu frá Umhverfisstofn- un segir að markmið tillögunnar sé að vernda sérstakar náttúruminjar, breytileika jarðmyndana og fossinn sjálfan. Það verði meðal annars gert með því að viðhalda náttúrulegu vatnsrennsli í fossinn. Veittur er frestur til að gera athugasemdir við friðunartillög- unar til 9. mars næstkomandi. Goðafoss er í Skjálfandaf ljóti í Bárðardal í Þingeyjarsveit en hann er um 30 metra breiður og hæð hans á milli 9 og 17 metrar. Samkvæmt þjóðsögu varpaði Þorgeir Ljósvetn- ingagoði heiðnum goðalíkneskjum í fossinn við kristnitökuna. – sar Goðafoss verði friðlýstur Goðafoss er vinsæll viðkomustaður ferðamanna. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA SAMFÉLAG Skauta fé lag Akur eyrar, Skauta sam band Ís lands, Í þrótta- banda lag Akur eyrar og Í þrótta- og Ólympíu sam band Ís lands hafa nú gefið út yfir lýsingu í máli Emilíu Rósar sem greindi frá því í síðasta mánuði að hún hafi þurft að flýja Akur eyri vegna á reitni þjálfara síns. Hún hafði ekki fengið stuðning frá í þrótta hreyfingunni og í yfir lýsingu frá Skauta fé lagi Akur eyrar var lýst yfir stuðningi við þjálfarann. Frétta blaðið greindi síðan frá því í vikunni að enginn hafi beðið Emilíu af sökunar vegna málsins þrátt fyrir að málið hafi vakið mikla at hygli og Samtök kvenna í íþróttum hafi krafist svara. Þá hafði Frétta blaðið sam band við for mann stjórnar Skauta fé lags Akur eyrar, fyrr verandi for mann list hlaupa deildar fé lagsins og fram kvæmda stjóra fé lagsins en enginn vildi tjá sig um málið. „Í til efni af við tali Frétta blaðsins við fyrrum iðkanda í Skauta fé lagi Akur eyrar vilja Skauta fé lag Akur- eyrar, Skauta sam band Ís lands (ÍSS), Í þrótta banda lag Akur eyrar (ÍBA) og Í þrótta- og Ólympíu sam bands Ís- lands (ÍSÍ) koma eftir farandi á fram- færi: Í þrótta hreyfingin getur ekki fjallað efnis lega um ein stök mál af þessu tagi á opin berum vett vangi,“ segir í yfir lýsingunni. „Mikil vægt er að taka fram að um rætt mál er í far vegi innan hreyf- ingarinnar undir for ystu Skauta fé- lags Akur eyrar með að komu Skauta- sam bandsins, ÍBA og ÍSÍ,“ segir að lokum en þegar Frétta blaðið ræddi við Emilíu í vikunni hafði hún ekki fengið nein svör eða af sökunar- beiðni vegna málsins. „Þau hafa ekki enn beðið mig afsökunar en vilja fá mig á fund til að ræða málið,“ segir Emilía. – fbl Hafa ekki enn beðið Emilíu af sökunar Emilía Rós hefur hvorki fengið svör né afsökunarbeiðni vegna málsins. 7 . D E S E M B E R 2 0 1 9 L A U G A R D A G U R10 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.