Fréttablaðið - 07.12.2019, Side 12

Fréttablaðið - 07.12.2019, Side 12
• Innréttingar frá JKE Danmörku • Boðið er upp á þrjár gerðir innréttinga • Innanhússhönnun M/STUDIO Reykjavík • Steinborðplötur • Bílskúrar fylgja ákveðnum íbúðum • Tvö baðherbergi • Þaksvalir/þakgarðar með einstöku útsýni • Lofthæð 280 cm • Gólfsíðir VELFAC-gluggar • Miele-tæki • Free@home • Lokaður og skjólgóður garður • Bílastæði í bílakjallara • Hægt er að kaupa ákveðnar íbúðir tilbúnar til innréttingar • Rafmagn í gluggatjöldum • Myndavélardyrasími sem tengist við snjallsíma • Álklætt og einangrað að utan • Aukin hljóðvist • Rafmagnshönnun og innfelld lýsing hússins hönnuð af Lúmex • Allar íbúðir með LED-lýsingu • Rafbílaheimtaug í bílakjallara 1 0 2 H L Í Ð A R E N D I Einstök hönnun í hjarta Reykjavíkur Skráið ykkur í forsölu á www.102hlidarendi.is A R N A R H L Í Ð 2 Glæsilegar og mjög vel staðsettar íbúðir í byggingu við Arnarhlíð 2 í nýju póstnúmeri, 102, við rætur Öskjuhlíðar. Íbúðunum fylgir stæði í bílakjallara, lokaður og mjög skjólgóður garður ásamt þaksvölum með stórbrotnu útsýni. Lokið verður við að steypa upp allt húsið í desember 2019. Íbúðirnar eru 2-4 herbergja, á bilinu 74 – 204 fermetrar. FORSALA BRETLAND „Hegðun þín er óafsak- anleg og hefur valdið konungsfjöl- skyldunni skaða. Nú heldur þú þig frá sviðsljósinu. Þú ert ekki að fara að snúa aftur í bráð.“ Eitthvað á þessa leið sagði Karl Bretaprins við litla bróður sinn Andrés á fundi þeirra með Filippusi föður þeirra á Sand- ringham-setrinu fyrir nokkrum dögum. Mikið hefur gengið á hjá bresku konungsfjölskyldunni undanfarna áratugi. Framhjáhöld, skilnaðir og stíf fjölmiðlaumfjöllun blikna í sam- anburði við tilhugsunina um að sá sem er áttundi í röðinni að krúnunni sé talinn hafa tekið þátt í kynferðis- brotum og mansali. Sama hvernig Andrés reynir að bera af sér sakir er ekki hægt að neita því að hann var vinur barnaníðingsins Jeffreys Epstein og voru svör hans í viðtali við Newsnight á BBC svo neyðarleg að það þurfti hreinlega að reka hann í útlegð frá hirðinni. Filippus, sem sagði sig frá opin- beru lífi fyrir tveimur árum, á samkvæmt breska dagblaðinu The Telegraph að hafa sagt syni sínum að það væri einfaldlega ekkert annað í stöðunni. „Þú tekur út þína refsingu,“ á hann að hafa sagt. Vildi heimildarmaðurinn meina að Fil- ippus hefði raunverulegar áhyggjur af framtíð konungsfjölskyldunnar og stöðu hennar vegna vinskapar Andrésar við Epstein. Glæpir Epsteins voru viðurstyggi- legir. Mansal á stúlkum allt niður í tólf ára gömlum sem var nauðgað af Epstein, bæði á heimili hans í New York og á eyju í Karíbahafi. Hefur fjöldi fórnarlamba stigið fram með ásakanir gegn vinum Epsteins um að þeir hafi tekið fullan þátt í kyn- ferðisbrotum. Epstein fannst látinn í fangaklefa í New York í ágúst. Strax í kjölfarið fóru spjótin að beinast að Andrési Bretaprins. Virginia Giuffre, áður Virginia Roberts, hafði sagt við yfir- völd í Flórída árið 2015 að Andrés hefði brotið á sér þegar hún var sautján ára, sem er undir lögaldri. Í eitt skiptið í húsi Ghisl aine Max- well, kærustu Epsteins, í Lundúnum, annað skiptið á heimili Epsteins í New York og í þriðja skiptið á eyju hans í Karíbahafi. Maxwell er nú til rannsóknar vegna aðkomu sinnar að glæpum Epsteins. Samkvæmt bandarískum dómsskjölum er Maxwell sögð hafa tekið virkan þátt í mansali og jafnvel kennt ungum stúlkum hvernig þær ættu að bera sig að í kringum Epstein og vini hans. Andrés neitar alfarið öllum ásök- unum. Hann hefur ekki rætt við bandarísku alríkislögregluna eða saksóknara vestanhafs. Í viðtalinu við BBC sagðist hann vera tilbúinn til þess að ræða við rannsakendur, það verður þó ekki að fyrra bragði. David Boies, lögmaður fimm kvenna, undirbýr nú stefnu til að fá Andrés til Bandaríkjanna til að bera vitni. Bandarískir lögspekingar sem ræddu við The Guardian segja að ef Andrési verði gert að ræða við sak- sóknara án friðhelgi þá yrði honum alltaf ráðlagt að bera fyrir sig fimmtu grein stjórnarskrárinnar um að svara engu á grundvelli þess að hann gæti borið sök á sjálfan sig. Fundur þeirra feðga í Sandring- ham fór fram stuttu áður en viðtal BBC við Giuffre fór í loftið og vissu þeir Filippus og Karl að það myndi gera útslagið. Ólíkt Andrési var Giuffre sannfærandi. „Þetta er ekki ein hver sóða leg kyn líf s saga. Þetta er saga um man sal. Þetta er saga um mis notkun og saga um mann af konungs ættum,“ sagði Giuffre. „Ég sár bæni fólkið í Bret landi að standa með mér, hjálpa mér í þess- ari bar áttu, og sam þykkja ekki slíka hegðun.“ arib@frettabladid.is Andrés prins sendur í útlegð Andrési prins hefur verið gert að halda sig til hlés um ókomna tíð. Mögulega verður honum stefnt fyrir rétt í Bandaríkjunum vegna Epstein-málsins. Tímalína samskipta Andrésar og Epsteins 1990-2000 óljós tími Epstein og Andrés prins kynnast. 2001 mars Virginia Giuffre, þá sautján ára, segir að Andrés hafi brotið á sér kynferðislega. Mynd tekin af þeim saman á heimili Epsteins. 2008 júní Epstein játar á sig kynferðisbrot gegn börnum. 2010 desember Epstein sleppt úr fangelsi. Andrés gistir á heimili Epsteins í New York í fjóra daga. 2015 febrúar Giuffre segir yfirvöldum að Andrés hafi brotið á henni árið 2001. Breska hirðin neitar ásök- unum fyrir hönd Andrésar. 2019 júlí Epstein handtekinn fyrir grun um mansal. Ákæra gefin út og honum neitað um tryggingu. 2019 ágúst Epstein finnst látinn í fanga- klefa sínum. 2019 nóvember Andrés fer í viðtal við News- night á BBC, viðtalinu er mjög illa tekið. Andrés segir sig frá öllum opinberum skyldu- störfum. 2019 desember Giuffre fer í viðtal á BBC þar sen hún endurtekur ásakanir sínar á hendur Andrési og hvetur bresku þjóðina til að standa með henni. Karl Bretaprins hefur beðið bróður sinn Andrés að halda sig fjarri sviðsljósinu. 7 . D E S E M B E R 2 0 1 9 L A U G A R D A G U R12 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.