Fréttablaðið - 07.12.2019, Page 18

Fréttablaðið - 07.12.2019, Page 18
Gunnar ÚTGÁFUFÉLAG: Torg ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Helgi Magnússon FORSTJÓRI OG ÚTGEFANDI: Jóhanna Helga Viðarsdóttir RITSTJÓRAR: Davíð Stefánsson david@frettabladid.is, Jón Þórisson jon@frettabladid.is, MARKAÐURINN: Hörður Ægisson hordur@frettabladid.is FRÉTTABLAÐIÐ.IS: Sunna Karen Sigurþórsdóttir sunnak@frettabladid.is. Fréttablaðið kemur út í 80.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslun um á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. ISSN 1670-3871 FRÉTTABLAÐIÐ Kalkofnsvegur 2, 101 Reykjavík Sími: 550 5000, ritstjorn@frettabladid.is HELGARBLAÐ: Kristjana Björg Guðbrandsdóttir kristjanabjorg@frettabladid.is MENNING: Kolbrún Bergþórsdóttir kolbrunb@frettabladid.is LJÓSMYNDIR: Anton Brink anton@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Sæmundur Freyr Árnason sfa@frettabladid.is Mín skoðun Sif Sigmarsdóttir Sjokkið kemur í hvert sinn sem PISA-niður- stöður eru kynntar og íslensk ungmenni ná ekki þeim árangri sem okkur þykir nægur. Davíð Stefánsson david@frettabladid.is Þingkosningar verða haldnar í Bretlandi í næstu viku. Nýverið stóð sjónvarpsstöðin Channel 4 fyrir kappræðum milli formanna stjórnmála- flokkanna um loftslagsbreytingar. Boris Johnson, for- sætisráðherra Bretlands og formaður Íhaldsflokksins, neitaði að mæta. Þáttarstjórnendur komu fyrir á svið- inu bráðnandi ísskúlptúr þar sem Boris átti að standa. Boris varð brjálaður. Úr herbúðum hans bárust þau skilaboð að ef flokkur hans hlyti sigur í kosningunum yrði útsendingarleyfi stöðvarinnar endurskoðað. Næsta dag kom náttúrufræðingurinn David Atten- borough sjónvarpsstöðinni til varnar. Attenborough sem orðinn er 93 ára mætti í heljarlangt einkaviðtal hjá sjónvarpsstöðinni þar sem hann sagði fjarveru Borisar „skammarlega“. „Ég veit svo sem ekki hvað hann hafði annað að gera, en það þarf að hafa verið eitthvað mjög mikilvægt til að réttlæta skróp.“ Að sögn Stanleys Johnson, föður Borisar, var sonur hans heima að steikja sér ommilettu meðan á rökræðunum stóð. „Öðruvísi framtíð“ Í vikunni fékk eiginmaður minn tölvupóst frá vini á Nýja-Sjálandi. Lýsti vinurinn hrifningu sinni á fram- sæknum stjórnarháttum á Íslandi. Sagðist hann óska þess að stjórnvöld fleiri ríkja en Íslands settu velferð íbúanna í forgang og hefðu umhverfismál og hamingju að leiðarljósi við ákvarðanatökur frekar en verga þjóðarframleiðslu. Eiginmaðurinn las upp fyrir mig póstinn og við klór- uðum okkur í höfðinu. Hvorugt okkar kannaðist við þessa lýsingu á íslensku stjórnarfari. Við eftirgrennslan kom í ljós að Nýsjálendingurinn hafði lesið frétt á BBC um fyrirlestur sem Katrín Jakobsdóttir forsætisráð- herra flutti í Chatham House í London um „velsældar- hagkerfið“ þar sem Katrín sagði ríkisstjórn sína stefna á „öðruvísi framtíð“ þar sem markmiðið væri velferð og vellíðan „núverandi og komandi kynslóða“. Í fyrrnefndu viðtali um loftslagsvána vandaði David Attenborough stjórnmálafólki ekki kveðjurnar. „Það er erfitt að sjá að stjórnmálamenn séu að bregðast við með nokkrum hætti.“ Hann sagði að við yrðum að leita annað í von um skjót viðbrögð og kvaðst binda vonir við kapítalismann og að fyrirtæki sæju ástæðu til að grípa í taumana – hvort sem hvatinn væri „að þau vildu vel“, „ímyndarsköpun“ eða „viðskiptatækifæri“. Grænt lógó Árið 2014 skók hneyksli bresku biskupakirkjuna. Í ljós kom að kirkjan var fjárfestir í okurlánafyrirtækinu Wonga, fyrirtæki sem erkibiskupinn af Kantaraborg hafði skorið upp herör gegn nokkrum mánuðum fyrr. Um svipað leyti samþykkti Alþingi frumvörp um kísilver á Bakka. Málið, sem kostaði ríkissjóð millj- arða á formi styrkja, framkvæmda og skattaívilnana, leiddi þáverandi formaður Vinstri hreyfingarinnar – græns framboðs, Steingrímur J. Sigfússon. Katrín Jak- obsdóttir, núverandi formaður, studdi frumvörpin. Það er ekki nóg að vera með grænt lógó til að teljast græningjaflokkur. Svo virðist sem Attenborough hafi á réttu að standa. Ef ekki er hægt að treysta umhverf- isflokki í ríkisstjórn til að gæta umhverfisins þurfum við að leita út fyrir veröld stjórnmálanna að lausnum. Rekstur kísilversins á Bakka hefur ekki gengið sem skyldi. Nýverið bárust fréttir af því að fyrirtækið leit- aði að auknu fjármagni, meðal annars hjá íslenskum lífeyrissjóðum sem nú þegar eru hluthafar. Breska biskupakirkjan endurskoðaði fjárfestinga- stefnu sína eftir Wonga hneykslið. Hvernig stendur á því að lífeyrissjóðir í eigu landsmanna fjárfesti í kísilveri sem spáð er að losi 7,6 prósent allra gróður- húsalofttegunda á Íslandi þegar það nær fullri fram- leiðslu – mengun sem eigendur fjárins, landsmenn, fá svo að anda að sér? Það er löngu tímabært að lífeyris- sjóðirnir og aðrir fjárfestar marki sér siðferðilega og samfélagslega ábyrga fjárfestingastefnu. Því tæpast getum við treyst stjórnmálafólki fyrir „velferð og vellíðan núverandi og komandi kynslóða“ sama hvað það segir í hátíðarræðum. Hamingja í hátíðarræðu OPIÐ ALLAR HELGAR FRÁ KL. 11.00-17.00 KOMDU Í KOLAPORTIÐ D Á S A M L E G D E I L D S A M F É L A G S I N S 30 ÁRA 1989 2019 Það voru grafalvarleg skilaboð fólgin í þeim niðurstöðum PISA-könnunarinnar sem kynntar voru í vikunni. Um er að ræða alþjóðlega könnun á hæfni og getu 15 ára nemenda í lestri, náttúrufræði og stærðfræði. Í ár var sér- stök áhersla lögð á lesskilning. „PISA-sjokkið“ kallaði Arnór Guðmundsson, for- stjóri Menntamálastofnunar, niðurstöðurnar þegar hann ræddi þær á sjónvarpsstöðinni Hringbraut. Sjokkið kemur í hvert sinn sem PISA-niðurstöður eru kynntar og íslensk ungmenni ná ekki þeim árangri sem okkur þykir nægur. Samandregið eru niðurstöður PISA í ár afleitar fyrir Ísland. Lesskilningur íslenskra nemenda er langt undir meðaltali OECD-ríkja. Hann hefur farið dalandi og er marktækt lakari en fyrir áratug. Þetta er á sama tíma og við setjum meira fé í grunn- skóla sem hlutfall af landsframleiðslu en nokkurt annað land. Við ættum því að gera ríkar kröfur þegar opinber útgjöld til fræðslumála eru svo mikil. Hag- stofan segir fræðsluútgjöld hins opinbera fyrir síðasta ár hafa verið um 94 milljarðar króna til grunnskól- anna. Að auki fær leikskólastigið um 20 milljarða. Þrennt er hér eftirtektarvert: Alvarlegast er að lesskilningur er með þeim hætti að þriðji hver drengur (34 prósent) og fimmta hver stúlka (19 prósent) geta ekki lesið sér til gagns. Samkvæmt PISA er lestur metinn með sex hæfni- þrepum. Þeir sem ná hæfniþrepi tvö geta lesið sér til gagns. Þetta er grundvallarfærni til að geta tekist á við lífið og frekara nám. Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna hvetja til að allir nái lesskilningi á öðru hæfniþrepi. Árangurinn í náttúruvísindum er svipaður og síðast en batnar lítillega í stærðfræði. Þorsteinn Sæberg, formaður Skólastjórafélags Íslands, sagði í samtali við Fréttablaðið að Íslendingar hefðu gott af því að sjá stöðu sína í samfélagi þjóðanna. Ef horft væri til baka hefðu Íslendingar í mörg ár ekki verið á þeirri leið sem æskileg sé í niðurstöðum PISA. Eftir síðustu könnun hefði verið lögð sérstök áhersla á lesskilning en það hefði ekki skilað sér í árangi. Í öðru lagi eru þær niðurstöður alvarlegar sem liggja í miklum mun árangurs á höfuðborgarsvæðinu og landsbyggðinni, þar sem nemendur standa sig verr á öllum sviðum PISA. Það hlýtur að kalla á sérstakar aðgerðir og skoðun. Þetta ætti líka að vera ákall um að styrkja minni sveitarfélögin með sameiningum. Í þriðja lagi eru þetta alvarleg skilaboð um stöðu nýbúa. Niðurstöður fyrir börn innflytjenda eru með þeim hætti að gera verður stórátak í að ná til þess hóps. Forstjóri Menntamálastofnunar bendir rétti- lega á að með PISA sé verið að mæla getu ungs fólks til að búa sig undir að verða lýðræðissinnaðir borgarar. Við hljótum að taka undir með formanni Skóla- stjórafélags Íslands þegar hann segir niðurstöðurnar kalla á nýjar leiðir. PISA mæli vissulega skólastarf en einnig málsamfélag. Allt samfélagið, skólarnir, heim- ilin, fjölmiðlar og ráðamenn, þarf að vinna saman að því að efla lesskilning íslenskra barna. PISA-sjokkið 7 . D E S E M B E R 2 0 1 9 L A U G A R D A G U R18 S K O Ð U N ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð SKOÐUN
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.