Fréttablaðið - 07.12.2019, Síða 20

Fréttablaðið - 07.12.2019, Síða 20
KARLAR KONUR LAU. 7. DESEMBER 1 6 .0 0 LAU. 7. DESEMBER 1 6 .0 0 LAU. 7. DESEMBER 1 7 .3 0 LAU. 7. DESEMBER 1 8 .0 0 LAU. 7. DESEMBER 1 4 .0 0 LAU. 7. DESEMBER 1 4 .0 0 LAU. 7. DESEMBER 1 6 .0 0 SUN. 8. DESEMBER 1 7 .3 0 MÁN. 9. DESEMBER 1 9 .3 0 OLÍS-DEILDINNI NÆSTU LEIKIR Í LAU. 7. DESEMBER 1 6 .0 0 KOMDU Á VÖLLINN #O lís de ild in Tímasetningar geta breyst vegna veðurs. Sjá nánar á olis.is/deildin 7 . D E S E M B E R 2 0 1 9 L A U G A R D A G U R20 S P O R T ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð SPORT Dauðavalsinn stiginn Í nóvember fóru þrír knattspyrnustjórar frá stórum knattspyrnuliðum. FC Bayern rak Niko Kovac í byrjun mánaðarins. Kovac stýrði liðinu í 65 leikjum, vann 45 þeirra og lyfti þremur titlum. Það dugði bara ekki þýska risanum. Norður-Lund- únaliðin Tottenham og Arsenal hentu sínum stjórum svo undir lok mánaðarins. Mauricio Pochettino var látinn taka pokann sinn þann 19. nóvember enda sjálfur Jose Mourinho á lausu. Poch- ettino tók við Tottenham árið 2014 og komst í úrslitaleik enska deildabikarsins árið 2015 auk þess sem liðið fór í úrslita- leik Meistaradeildarinnar á síðasta tíma- bili þar sem það tapaði fyrir Liverpool 2-0. Tíu dögum síðar rak Arsenal Unai Emery eftir sjö leiki í röð þar sem liðinu tókst ekki að sigra. Það gerðist síðast árið 1992. Þá fór Marco Silva á fimmtu- dag frá Everton enda liðið í fallsæti þrátt fyrir miklar fjárfestingar – misgáfulegar reyndar. Þá hafa Lyon og AC Milan einnig rekið sína stjóra. Sjóðheitir stórliðastjórastólar Með nánast botnlausa vasa af peningum nálgast pressan á árangur í fótboltanum suðumark. Nánast öll lið í Evrópu ætla sér að vinna Meistaradeildina og helst deildina heima fyrir líka. Allt annað og forríkir eigendur hika ekki við að láta stjórana fara. Diego Simeone Atletico Madrid Simeone hefur verið lengi við stjórnvölinn hjá Atletico Madrid eða síðan 2011. Það er langur tími í nútíma fótbolta. Fréttir undan- farið hafa bent til að Simeone sé líklegur til að yfirgefa Madrídarborg enda staða liðsins ekki ásættanleg, eða sjötta sætið, og aðeins 16 mörk skoruð. Fortíðin skiptir engu en Simeone er búinn að vinna La Liga einu sinni og Evrópudeildina tvisvar auk þess að komast í úrslitaleik Meistaradeildarinnar. Zinedine Zidane Real Madrid Seinni stjóratíð Zidane hefur ekki beint verið dans á rósum. Þó liðið sé jafnt Barce- lona í efsta sæti er það bara ekki nóg. Fótboltinn sem liðið spilar er ekki nógu fal- legur, leikmenn ekki nógu góðir og leikstíll- inn fyrir neðan virðingu Real Madrid. Þess má geta að Real hefur aðeins tapað einum leik í deildinni og er komið áfram í Meistara- deildinni. Ástandið hefur verið að skána en ekkert mikið meir. Ernesto Valverde Barcelona Einhvern veginn hefur Barcelona ekki hrist 4-0 ósigur gegn Liverpool af sér. Liðið náði aðeins í sjö stig af 15 mögulegum sem var versta byrjun liðsins í 25 ár. Það er þó á toppi F-riðils í Meistaradeildinni, og einnig á toppnum heima fyrir. En flestir stuðnings- menn vilja þjálfarann burt, enda leikstíllinn ansi frábrugðinn því sem menn eiga að venjast á Nývangi. Langir boltar fram og von um að Messi töfri fram úrslit. Lucien Favre Dortmund Það hefur gustað um Frakkann á hliðarlín- unni enda tímabilið á góðri leið með að fara í vaskinn þrátt fyrir mikla fjárfestingu inn í leikmannahópinn. Pressan er að nálgast suðumark þar á bæ. Meðhöndlun hans á einni stærstu stjörnu liðsins, Jadon Sancho, þykir einnig frekar undarleg. „Kæri Lucien, þú hefur traust okkar, en á endanum snýst fótbolti um úrslit,“ sagði framkvæmdastjóri Dortmund fyrir stuttu. Carlo Ancelotti Napoli Trúlega er hægt að skrifa bók um hvað er að gerast baksviðs hjá Napoli. Líklega mun Ancelotti fá nóg bráðum og segja upp. Liðið ætlaði sér langt og fjárfesti vel en er núna í sjöunda sæti. Forsetinn hefur sektað leik- menn um 25% af mánaðarlaunum þeirra því leikmenn sögðu nei takk við æfingabúðum í heila viku eftir tapleik. Leikmannasamtökin hafa blandað sér í málið. Þá er völlurinn hálfkláraður og í raun allt í bullinu. Ole Gunnar Solskjær Manchester United Solskjær virðist alltaf vera tveimur vondum úrslitum frá því að vera rekinn. Leikmenn virðast þó vera á bak við Norðmanninn en spilamennska liðsins er einfaldlega ekki nógu góð, hvað þá úrslitin og er liðið sjö stigum frá fallsæti. Liðið tekur á móti grönnum sínum í City um helgina þar sem sigurlíkur eru nánast engar. Fjölmargir titla- óðir stjórar eru á lausu og sæti Solskjær er alveg ylvolgt - því verður ekki neitað. Thomas Tuchel PSG Það er auðvitað ekkert grín að reyna að stýra liði sem hefur Neymar innan sinna raða. Draumur félagsins er að vinna Meist- aradeildina enda vinnur PSG deildina með yfirburðum. Innan raða liðsins eru tveir af dýrstu knattspyrnumönnum sögunnar. Þrátt fyrir það nær Thomas Tuchel ekki að komast lengra en í 16 liða úrslit og hann fær ekki fleiri sénsa á að koma liðinu lengra í keppninni en þetta tímabil – það þykir ljóst.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.