Fréttablaðið - 07.12.2019, Qupperneq 24
Þau Aron Einar og Kristbjörg með sonum sínum á heimili sínu í Katar. Flutningurinn hefur verið viðbrigði fyrir fjölskylduna.
Hjónin Aron Einar Gu n na r s son og Kristbjörg Jónas-dóttir eiga að baki langan og farsælan feril á sviði íþrótta.
Blaðamaður sló á þráðinn til þeirra
hjóna á heimili þeirra í Katar, forvit-
inn um líf á framandi slóðum, bak-
grunn þeirra og framtíðarverkefni.
Hjónin eiga það sameiginlegt
að hafa haft brennandi áhuga á
íþróttum frá unga aldri. Lífið snerist
um íþróttir og Aron Einar var ekki
nema sautján ára þegar hann hélt
utan á vit atvinnumennsku í fót-
bolta.
„Ég er alinn upp á Akureyri og tók
þátt í f lestöllum íþróttum sem ég
komst í og það snerist allt um það.
Eftir að hafa kláraði fyrsta árið í
Menntaskólanum á Akureyri, fékk
ég tækifæri í atvinnumennsku og
f lutti til Hollands þar sem ég lék
fyrir AZ Alkmar næstu tvö árin,“
segir Aron Einar.
Kristbjörg iðkaði meðal annars
frjálsar íþróttir, fimleika og fót-
bolta. „Ég er alin upp á Álftanesi og
er það svona mitt „heima“ en bjó
líka í nokkur ár úti á landi í litlum
bæ sem heitir Stöðvarfjörður þegar
ég var lítil. Ég hef alltaf verið á bóla-
kafi í íþróttum, hvort sem það voru
frjálsar, fimleikar eða fótbolti,“ segir
Kristbjörg af hógværð. Hún er ein
fremsta íþróttakona okkar Íslend-
inga í fitness og hefur unnið til þó
nokkurra verðlauna bæði heima og
erlendis.
Kristbjörg hefur lagt fitnessskóna
á hilluna en hefur skapað sér gott
orð sem einkaþjálfari og heldur
úti vinsælum Instagram-reikning
þar sem hún deilir ýmsum fróðleik
tengdum hreyfingu, mataræði og
öllu því sem viðkemur heilbrigðum
lífsstíl í bland við að veita áhuga-
sömum innsýn í lífið í Katar.
„Ég spái ekki í útlitinu þegar ég
þjálfa, heldur því að verða heil-
brigðari, sterkari og liðugri. Það
sem mér finnst mikilvægt að komi
frá mér sem þjálfara er þessi gullni
meðalvegur. Þú þarft ekki að æfa
mörgum sinnum í viku og fara
eftir ströngu mataræði, þetta þarf
ekki að vera f lókið, ef þú kemst
ekki í ræktina þá er fínt að fara út
að labba. Það sem skiptir máli er að
gefa sér tíma og hlúa að sér. Það er
það sem ég legg áherslu á; heilbrigði
og vellíðan.“
Hún er þekkt fyrir að vera alþýð-
leg og heldur ekki úti glansmynd af
sjálfri sér á samfélagsmiðlum.
„Ég vil tengjast mínum fylgj-
endum persónulega og mér finnst
nauðsynlegt að fólk sýni ekki alltaf
bara hvað allt sé frábært. Þess vegna
hef ég reynt að tala um það opinber-
lega þegar ég er uppgefin eða á erf-
iðan dag. Lífið er ekki alltaf dans á
rósum en erfiðleikarnir ganga alltaf
yfir. Mér finnst alveg magnað að ég
hafi aldrei fengið nein leiðinleg við-
brögð eða neikvæðni í minn garð.
Mér finnst gott að geta gefið eitt-
hvað af mér og það er frábært ef ég
get hjálpað einhverjum,“ segir Krist-
björg.
„Fólk heldur að þetta líf atvinnu-
manna úti í heimi sé glæst ævin-
týralíf en glansmyndir eru skað-
legar. Við verðum að geta talað um
lífið eins og það er og ég er að glíma
við það sama og allir aðrir.“
Kristbjörg missti nána vinkonu
sína, Fanneyju Eiríksdóttur, á árinu.
„Ég er alls ekki búin að vinna úr
því að hafa misst hana. Ég er ekki
búin að átta mig á því að hún sé
dáin. Þetta er svo óraunverulegt, ég
sakna hennar svo mikið. Ég talaði
við hana á hverjum degi á Facebook
og finnst stundum eins og hún gæti
þess vegna slegið á þráðinn til mín
og birst á spjallinu. Það er búið að
vera svo mikið í gangi síðasta ár, ég
hef ekki haft tíma til að meðtaka
hlutina.“
Foreldrahlutverkið vinna
Kristbjörg hefur einmitt reglu-
lega sagt frá foreldrahlutverkinu á
Instagram-síðunni og viðurkennt
að það geti verið erfitt að vera ein
með strákana þegar Aron er á ferða-
lögum vegna vinnunnar. Þau segja
foreldrahlutverkið mjög gefandi en
krefjandi á sama tíma.
„Maður þarf að þroskast svo-
lítið mikið og það breyttist ýmis-
legt þegar við vorum komin með
tvo gaura svona eins og gengur og
gerist en okkur finnst þetta passa
við okkur. Hérna úti í Katar búum
við í mjög fjölskylduvænu hverfi
þar sem öryggisgæslan og annað er
alveg tipp topp. Núna er gott veður
fyrir Oliver til þess að fara út að
leika sér og það er svona það sem
maður var vanur að geta gert þegar
maður var yngri. Maður fékk að
fara út að leika sér og það er svona
stemmingin yfir þessu hérna finnst
mér. Foreldrahlutverkið er frábært
og ég er hrikalega stoltur af þeim.
Þetta gefur manni svo mikið,“ segir
Aron sem er greinilega hreykinn af
drengjunum.
„Þetta er virkilega krefjandi en á
sama tíma mjög gefandi. Það er ynd-
islegt að fá að upplifað það að vera
foreldri en það er alveg hægt að segja
að þetta sé vinna,“ segir Kristbjörg.
Fjarri stórfjölskyldunni
Þau Aron og Kristbjörg gengu í það
heilaga árið 2017 og fékk brúðkaup-
ið talsverða athygli bæði í íslenskum
og erlendum fjölmiðlum, enda eitt
þekktasta par landsins.
Saman hafa þau gengið í gegnum
ýmislegt, bæði tap og sæta sigra
innan vallar sem utan, allt frá því að
þau kynntust fyrir sjö árum í gegn-
um sameiginlega vini. Kristbjörg
lagði svo land undir fót og fluttist til
Cardiff 2013 þar sem Aron gegndi
veigamiklu hlutverki í liðinu frá
árinu 2011 og þar til í lok síðasta árs.
Þau hjón eiga saman tvo drengi,
þá Óliver og Tristan og aðspurð um
hvernig fótboltalífið samræmist
fjölskyldulífinu segja þau þetta allt
saman hafa sína kosti og galla eins
og bara allt annað.
„Auðvitað fylgir þessu fullt af fríð-
indum en sömuleiðis gallar eins og
tíð ferðalög sem dæmi. Því að vera
atvinnumaður í fótbolta fylgir mikil
pressa og þeir þurfa alltaf að vera í
standi. Við áttum ekki börn þegar
ég f lutti út til Arons á sínum tíma
þannig að ég hef kynnst þessu á
báða vegu. Þetta er vissulega öðru-
vísi en við erum búin að venjast vel
og við reynum að gera það besta úr
því,“ segir Kristbjörg. Hún viður-
kennir þó að það geti tekið á að hafa
stórfjölskylduna ekki nær en raun
ber vitni.
Lífið er ekki alltaf dans á rósum
Hjónin Aron Einar Gunnarsson, fyrirliði íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu, og Kristbjörg Jónasdóttir einka-
þjálfari fluttu fyrr á þessu ári til Katar. Þau segja frá aðlögun að lífi á framandi slóðum og sýn sinni á lífið.
Aníta Estíva Harðardóttir
anita@frettabladid.is
7 . D E S E M B E R 2 0 1 9 L A U G A R D A G U R24 H E L G I N ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð