Fréttablaðið - 07.12.2019, Page 30

Fréttablaðið - 07.12.2019, Page 30
Það stirnir á hrímað hraunið í Svartsengi í morgunbirtunni. Á leið í Rannsóknar -og þró-unarsetur Bláa Lónsins sem er staðsett í hraun- inu eru blaðamanni og ljósmynd- ara ljós þau lífsgæði sem hljóta að felast í því að starfa í þessu fallega umhverfi. Það kemur líka seinna í ljós að þeir vísindamenn sem starfa á setrinu kunna vel að meta að keyra til vinnu og eiga þennan tíma með sjálfum sér á brautinni. Þó ekki sé alltaf stillt og ægifagurt útsýni eins og einmitt þennan dag. Setrið er lágreist og látlaus bygg- ing í miðri dramatískri náttúrunni og fáa grunar það metnaðarfulla vísindastarf sem þar fer fram og teygir sig um allan heim. Áratuga rannsóknir Inni í setrinu rannsaka vísinda- menn örþörunga (blágrænþör- unga), kísil og virk efni úr jarðsjón- um sem kemur af yfir 2000 metra dýpi úr jarðhitasvæðinu í Svarts- engi. Þeir hafa þróað sjálf bærar og náttúrulegar aðferðir til að rækta bæði þörunga og vinna sölt og kísil. Blágrænþörungar eru á meðal elstu lífvera jarðar og hafa rannsóknir leitt í ljós virkni þeirra gegn öldrun húðar. Þótt niðurstöður rannsókna séu mjög athyglisverðar eru vís- indamenn, á Íslandi og úti í heimi, þess fullvissir að yfirborðið hafi bara rétt verið gárað. Leyndardóm- ar blágrænþörunga sem eiga hlut í þróun lífs á jörðu eru enn miklir. Það er aldarfjórðungur síðan Ása Brynjólfsdóttir, rannsókna- og þróunarstjóri Bláa Lónsins, þá nýútskrifaður lyfjafræðingur frá Háskóla Íslands, hóf störf hjá fyrirtækinu sem þá var nýstofnað af Grími Sæmundsen lækni. Hún hafði unnið lokaverkefni á sviði náttúruefna og fannst þetta áhuga- vert verkefni. Sterk sýn og eldmóður „Það var ekkert hér á þessum tíma. Bara gamli baðstaðurinn og hraunið eins langt og augað eygði. Ég þekkti ekki Grím áður en ég fór að vinna hjá Bláa Lóninu. Orðrómur um lækningarmátt jarðsjávarins í Bláa lóninu hafði vakið áhuga hans og því vildi hann rannsaka lónið og lífríki þess. Mér fannst þetta mjög spennandi og það er í raun magnað nú þegar ég hugsa aftur til þessa tíma hvað Grímur hafði sterka sýn og eldmóð. Því það var ekkert aug- ljóst þá að þetta myndi ganga vel,“ segir Ása og kímir. Hélt fólk að það yrði ekkert úr þessu?„Já, ég hugsa það. Ég fór hins vegar beint í að stýra rannsóknum og vöruþróun. Grímur hafði þá sýn að áherslan ætti að vera á öf lugt rannsóknarstarf. Og þannig hefur það verið alla tíð. Vísindarann- sóknir og þróunarstarf eru stoðir fyrirtækisins og hafa ásamt lækn- ingastarfsemi átt mikinn þátt í að koma því á þann stað sem það er í dag.“ Ása hófst handa við þróun fyrstu vörunnar sem notuð var í húðlækningarmeðferðir lónsins. Fyrsta varan kom á markað árið 1995, kísilmaski sem inniheldur einstök efni jarðsjávarins. „Þetta er enn ein af okkar mest seldu vörum, hvíti kísillinn sem menn voru áður vissir um að gerðu þeim gott og er nú sannað. Fólk tók kísilinn úr botni lónsins og bar hann á sig. Nú getum við með betri hætti nálgast kísilinn og framleiðum hann með náttúrulegum hætti.“ Rækta örþörunga Rannsóknarstarf Gríms og Ásu vatt upp á sig. Í dag eru stundaðar fjöldi rannsókna á lækningamætti jarð- sjávarins, lífvirkni innihaldsefna og vistkerfisrannsóknir. Lækn- ingamátturinn var staðfestur með klínískum rannsóknum og nýjar rannsóknir gefa vísbendingar um Leyndardómar þörunganna Vísindamenn telja að þótt niðurstöður rannsókna á þörungum í Bláa lóninu séu mjög athyglisverðar hafi yfirborðið bara rétt verið gárað. Ása Brynjólfsdóttir rannsókna- og þróunarstjóri Bláa Lónsins segir frá starfi vísindamanna í hrauninu í Svartsengi. Það er mikið sjónarspil að horfa á þörungana renna í glerpípum í setrinu. Þeir eru ræktaðir með jarðgasi frá HS-Orku. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR Kristjana Björg Guðbrandsdóttir kristjana@frettabladid.is ÞAÐ VAR EKKERT HÉR Á ÞESSUM TÍMA. BARA GAMLI BAÐSTAÐURINN OG HRAUNIÐ EINS LANGT OG AUGAÐ EYGÐI. 7 . D E S E M B E R 2 0 1 9 L A U G A R D A G U R30 H E L G I N ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.