Fréttablaðið - 07.12.2019, Page 31

Fréttablaðið - 07.12.2019, Page 31
Opið alla virka daga frá kl. 8.30 - 18 og á laugardögum frá kl. 11 - 16 fram að jólum. Öll tilboð gilda út desember 2019 eða meðan birgðir endast. Jól 2019 Jólabæklingur Smith & Norland er kominn út. Glæsilegar vörur á sérstöku jólaverði. Þvottavél, iQ 300 WM 14N1B8DN Vindur upp í 1400 sn./mín. Kolalaus, hljóðlátur og sparneytinn mótor með 10 ára ábyrgð. Fullt verð: 104.900 kr. Jólaverð: 83.900 kr. Tekur mest 8 Orkuflokkur ábyrgð á iQdrive mótornum 10 ára Þurrkari, iQ 300 WT 45RVB8DN Gufuþétting, enginn barki. Fullt verð: 129.900 kr. Jólaverð: 99.900 kr. Tekur mest 8 Orkuflokkur N Ý T T Ryksuga, Serie 2 BZGL 2X100 Lítil og nett en öflug. Snúra: 8 m. Hljóð: 80 dB. Fullt verð: 19.900 kr. Jólaverð: 14.900 kr. N Ý T T Espressó-kaffivél, EQ.500 TQ 505R09 Hraðvirk upphitun. Kaffikvörn úr keramík. Snertiskjár. Þrýstingur: 15 bör. Fullt verð: 169.900 kr. Jólaverð: 139.900 kr. Stadler Form Lofthreinsitæki Roger little Eyðir ólykt, ryki, frjókornum og öðrum örverum í híbýlum okkar. Herbergisstærð: Allt að 35 m2. Fullt verð: 39.900 kr. Jólaverð: 29.900 kr. Molekyl Borðlampi 68909-15 Hæð: 25 sm. Fullt verð: 7.900 kr. Jólaverð: 5.900 kr. VIÐ HÖFUM HAFT SVO- KALLAÐA GRÆNA EFNA- FRÆÐI AÐ LEIÐARLJÓSI, ÞAÐ ER EKKI AUÐVELD- ASTA LEIÐIN EN SÚ EINA SEM KOM TIL GREINA Í OKKAR HUGA. að efni sem þörungar í Bláa lóninu framleiða hafi áhrif á ónæmiskerfið og minnki bólgur Psóríasis-sjúkl- inga. Framundan eru enn frekari rannsóknir á bólguhemjandi virkni þörunganna. Framtíðin á eftir að leiða í ljós hvort fyrirtækið komi til með að framleiða lyf sem gagnast fólki með húðsjúkdóma. „Fyrstu árin unnum við að því að rannsaka þessar sögur sem fólk sagði af bata sínum. Það greindi til dæmis frá því að það skipti máli að bera kísilinn á húðina og lýstu því að húðin yrði mýkri og greri hraðar. Við rekum meðferðarstöð fyrir psóríasis-sjúklinga og fólk vildi geta tekið kísilinn með sér heim. Læknisstarfsemin ýtti undir vöruþróunina. Áskorun okkar var þessi: Hvernig ætluðum við að koma óspilltum áhrifum náttúru- auðlindarinnar heim til fólks? Við ákváðum að vera trú upprunanum og halda í hreinleikann. Við höfum ekki haggast í þeirri afstöðu okkar öll þessi ár. Umhverfisvæn nýjung Framleiðsluferli okkar líkja eftir þeim aðstæðum þar sem kísill og þörungar verða til í náttúrunni. Örþörungar sem koma úr jarðsjó Bláa Lónsins eru mikilvæg lífvirk efni í Bláa Lóns snyrtivörunum. Þeir hafa frá upphafi verið ræktaðir í ljóstillífunarkerfum þar sem þeir binda koldíoxíð og breyta honum í lífmassa og súrefni. Þörungarnir eru fóðraðir á koldíoxíðríku jarð- varmagasi sem annars færi út í andrúmsloftið. Rannsóknir Bláa Lónsin leiddu til þess að hægt er að nota jarðvarmagas óbreytt og án hreinsunar sem er byltingarkennd og hrein umhverfisvæn nýjung,“ segir Ása frá. „Við unnum með stórum dreif- ingaraðila og vörunum var dreift í gegnum apótek í Þýskalandi á upphafsárum okkar. Þannig komumst við í tengsl við þarlenda vísindamenn og húðlækna sem hafa unnið með okkur síðan þá að lífvirknirannsóknum á vörum okkar. Þessir samstarfsaðilar hafa sérhæft sig í öldrun húðarinnar og áhrifum umhverfisins á hana. Það hefur vakið sérstakan áhuga þeirra hvernig Bláa Lóns þörungarnir virka gegn öldrun húðar og vernda kollagenforða hennar. Kollagen er burðarefnið í húðinni okkar og það minnkar um 1% á ári frá tvítugsaldri. Því meira sem við erum í sólinni því meira brotnar það niður. Þýsku samstarfsaðilarnir hafa skoðað hvernig þörungarnir örva nýmyndun á kollageni og verji húðina fyrir niðurbroti á kollageni sem verður fyrir tilstuðlan sólar- innar. Þetta var upphaflega skoðað í frumulíkönum og það komu mjög spennandi niðurstöður úr þeim rannsóknum. Í kjölfarið var ákveðið að taka þetta lengra og þróa vöru með þör- ungum og fara í klínískar prófanir. Byggt á niðurstöðum rannsókn- anna fengum við einkaleyfi á nýt- ingu á þörungunum í snyrtivörur og lyf. Afrakstur þessa rannsókna eru meðal annars ný andlitsolía, Algae Bioactive Concentrate, sem vinnur gegn öldrunareinkennum húðar.“ Brautryðjandi Örþörungarnir eru ræktaðir á jarð- varmagasi og jarðsjó. Það er líka mikið sjónarspil að horfa á þá renna í upplýstum glerpípum í setrinu. „Við erum að nýta staðbundna strauma frá jarðvarmavinnslu: jarðsjó, gufu, gas og endurnýjanlega raforku. Þetta er eini staðurinn þar sem örþörungar eru ræktaðir með þessum hætti til notkunar í snyrti- vörur. Jarðgasið inniheldur mjög hátt hlutfall koldíoxíðs og hentar því vel í þessa vinnslu,“ útskýrir Ása. „Þegar við vorum að byrja var engin græn bylting en þrátt fyrir það hefur sjálf bærni alltaf verið í orðabókinni okkar og við höfum haft að markmiði að bera virðingu fyrir náttúrunni, vernda auðlind- irnar og efniviðinn og sporna gegn sóun. Við höfum haft svokallaða græna efnafræði að leiðarljósi, það er ekki auðveldasta leiðin en sú eina sem kom til greina í okkar huga“, segir Ása. „Við hefðum getað valið aðrar leiðir sem hefðu kostað minna og verið f ljótlegri. Til dæmis með því að nota efnavörur sem fella kísilinn út en við vildum leyfa þessu að ger- ast á náttúrulegan hátt og vernda gæðin og hreinleikann. Enda er það svo að kísillinn er einn besti andlits- hreinsir sem þú getur fengið. Hann hefur svo mikla upptökueiginleika, og ef við hefðum farið aðra leið þá værum við hrædd um að missa þá eiginleika. Hann hreinsar óhrein- indi húðar og sýna rannsóknir að kísillinn styrkir efsta varnarlagið og jafnar áferð húðar.“ Ása segir að vísindamenn við setrið vinni með hópi vísinda- manna við háskóla og rannsóknar- setur víða um heim. „Rannsókn- irnar fara yfir svo mörg og ólík svið, og höfum við því lagt upp úr því að starfa með sérfræðingum innanlands og erlendis. Við höfum átt gott samstarf við háskólana hér heima. Það má til gamans geta þess að nýlega útkskrifuðust tveir dokt- orsnemar við læknadeild HÍ sem unnu verkefni sín í samvinnu við Landspítalann og Bláa Lónið. Einn- ig hefur fjöldi meistaranema unnið að lokaverkefnum sínum hér.“ H E L G I N ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð 31L A U G A R D A G U R 7 . D E S E M B E R 2 0 1 9
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.