Fréttablaðið - 07.12.2019, Page 32
Mig hefur alltaf langað að verða leikkona og það er eiginlega það eina sem ég hef alltaf verið viss
um bara alveg frá því að ég var lítil,“
segir Þórdís Björk Þorfinnsdóttir
leikkona. „Ég var uppskrift af óþol-
andi barni sem elskaði að láta horfa
á sig og fá athygli,“ bætir hún við og
hlær.
Þórdís sleit barnsskónum í Foss-
voginum og er yngst þriggja systk-
ina. „Ég er alveg langyngst. Bjössi
bróðir er tólf árum eldri en ég og
Bragi tíu árum eldri,“ segir hún.
„Ég er algjört örverpi þannig að ég
var dekurrassgat sem fékk mikla
athygli heima.“
Eftir að hafa gengið í Fossvogs-
skóla, Réttó og Versló ákvað Þórdís
að sækja um í Leiklistardeild Lista-
háskóla Íslands. Henni gekk vel í
inntökuprófunum en komst þó ekki
inn. „Ég komst í lokahópinn þegar
ég sótti fyrst um og komst svo ekki
inn. Það var alveg smá högg og fékk
mig til að hugsa um það af hverju
þetta væri það sem mig dreymdi um
að gera. Sem er mjög gott og jafnvel
nauðsynlegt þegar maður velur sér
starfsframa,“ segir hún og bætir við
að fram að þessu hafi hún átt frekar
áfallalaust líf.
Gafst ekki upp
Þórdís segist hafa upplifað mikla
höfnun þegar hún komst ekki inn í
leiklistarnámið. „Ég er heppin með
það að þetta var í fyrsta skipti sem ég
fékk einhverja svona alvöru höfnun,“
segir hún. „Það er náttúrulega mjög
mikil höfnun í þessum bransa svo
eftir á að hyggja er ég mjög ánægð
með að ég hafi ekki komist inn í
fyrsta skipti. Þarna fékk ég heilt ár
þar sem ég gat hugsað af hverju ég
vildi gera þetta og ræktað aðra hluti.“
Þórdís var ákveðin í því að sækja
um aftur í leiklistardeildina að ári
liðnu og segir hún að höfnunin hafi
hvatt hana enn frekar til þess að
sækjast eftir því sem hana hafði allt-
af dreymt um. „Ég hafði alltaf verið
mikið í myndlist og á þessu ári fór
ég í Myndlistaskólann í Reykjavík
og svo setti ég upp sýningu með vin-
konum mínum í Gaflaraleikhúsinu.
Þetta var ótrúlega gott og lærdóms-
ríkt ferli,“ segir Þórdís.
Að árinu liðnu fór hún aftur í
prufur og komst inn. „Það kom
aldrei neitt annað til greina en að
reyna aftur. Ég vissi að ef ég myndi
ekki gera það þá yrði ég ekki sátt við
sjálfa mig,“ segir hún.
Upplifði mikinn kvíða
Þórdís var virkilega spennt fyrir
náminu og naut sín vel. „Ég var
komin í draumanámið mitt og var
í frábærum bekk með bestu vinum
mínum og mér var búið að ganga
mjög vel. Svo verð ég ófrísk og ég
bara varð að eignast þetta barn. Það
var einhvern veginn allt sem sagði
mér að gera það,“ segir hún.
„Ég var ekki með barnsföður
mínum sem gerði það enn þá erfið-
ara því ég vissi bara að ég væri að
fara að gera þetta ein að miklu leyti
þó að hann hafi alveg verið eitt-
hvað til staðar. Þetta var mjög erfið
ákvörðun og ég man að ég hugsaði
hvað það væri mikið að taka mér ár
frá náminu, vera ein ólétt og koma
svo aftur og þurfa að fara í nýjan
bekk og vera með barn,“ segir Þór-
dís.
„Ég var mjög kvíðin yfir þessu.
Þjáðist af miklum kvíða alla með-
gönguna og leið bara mjög illa,“
segir hún.
Þórdís hafði verið lengi með
barnsföður sínum áður en hún varð
ólétt og upplifði hún aftur mikla
höfnun þegar leiðir þeirra skildi.
„Þarna er ég bæði ólétt og í ástarsorg
og búin að upplifa mikla höfnun frá
barnsföður mínum,“ segir hún.
„Það er bara mjög erfitt að vera
einn og óléttur. Þessi tími mótaði
mig mikið og ég var berskjölduð,“
útskýrir Þórdís.
„Ég var því búin að vera að takast
á við mína galla og mitt líf í náminu
og svo kemur það upp að ég verð
ófrísk. Þá breyttist allt og kvíðinn
tók yfir. Á tímabili leið mér þannig
að ég kæmist ekki í gegnum með-
gönguna, svo mikill var kvíðinn,“
segir Þórdís.
Allt breyttist
Rúmum níu mánuðum síðar eignað-
ist Þórdís son sinn, Bjart Esteban, og
segir hún að það hafi breytt sér að
verða móðir. „Það er kannski ótrú-
lega klisja en þetta hlutverk breytir
manni svakalega mikið og mér
finnst ég vera önnur manneskja í
dag,“ segir Þórdís.
„Svo er það líka þannig að þegar
maður er búinn að ganga í gegnum
svona mikla erfiðleika þá finnst
manni eins og maður sé ósigrandi
og það er mjög góð tilfinning,“ segir
hún og stoltið leynir sér ekki í rödd-
inni.
Þórdís naut þess að vera heima
með Bjart en kvíðinn hvarf þó ekki
að fullu. „Ég upplifði það eftir að
hann fæddist að ég varð hrædd um
að tengjast honum ekki,“ segir hún.
„Ég þurfti að fara snemma að vinna
aftur því ég var ein með strákinn og
þurfti að eiga pening. Svo þurfti ég
að ferðast mikið bæði með Reykja-
víkurdætrum og vegna verkefna í
skólanum,“ segir hún.
„Þarna var ég líka komin með
manneskju í líf mitt sem mér leið
eins og hægt væri að taka frá mér,“
segir hún. „Mér fannst mjög erfitt
þegar hann fór til pabba síns og
svona en við erum að reyna að finna
tempó sem hentar okkur í þessum
nýju hlutverkum.“
Þórdís tengdist þó Bjarti og nýtur
þess að vera móðir. Hún reynir að
verja tíma sínum í að gera eitthvað
sem ræktar hjá henni góðar tilfinn-
ingar og líður best ef hún er dugleg
að hreyfa sig. „Svo hjálpar það mér
mikið að drekka ekki áfengi því að
það er eins og eitur þegar maður er
með kvíða og svo hefur það ekki góð
áhrif á röddina mína,“ segir hún.
Varð Disney prinsessa
Þórdís notar röddina mikið við
vinnu sína. Hún er nú við æfingar
á söngleiknum Vorið vaknar í Sam-
komuhúsinu á Akureyri þar sem
hún leikur aðalhlutverkið, f lytur
tónlist með Reykjavíkurdætrum
og þar að auki vinnur hún mikið
við talsetningar. Landsmenn geta
hlýtt á rödd hennar í bíóhúsum
landsins um þessar mundir þar sem
hún talar og syngur hlutverk Önnu
prinsessu í Frozen.
„Ég byrjaði eiginlega í talsetn-
ingum fyrir algjöra tilviljun,“ segir
Þórdís. „Ég var stödd í stúdíói hjá
vini mínum og hann fer að tala
um að ég geti nú alveg sungið og að
hann sé að prufa fyrir hlutverk í bíó-
mynd, svo býður hann mér að koma
í prufu.“
Þórdís fer í prufuna án þess að
vita fyrir hvaða hlutverk sé verið að
prufa. ,,Svo kemur í ljós að hlutverk-
ið er Anna í Frozen. Eftir prufurnar
hér er prufan send út til Disney, þeir
samþykkja og ég fékk hlutverkið,“
útskýrir hún.
Ég gerði mér ekki grein fyrir
því hversu stór myndin yrði en úr
varð að hún varð bara eins og Lion
King er fyrir mína kynslóð. Eftir
að ég talaði fyrir Önnu fór boltinn
að rúlla og nú tala ég fyrir hina
ýmsu karaktera,“ segir Þórdís en
hún hefur meðal annars talað fyrir
Poppy í kvikmyndinni Trolls auk
þess að tala fyrir hin ýmsu hlutverk
í barnaefni sem sýnt er á sjónvarps-
stöðvum landsins.
„Mér f innst þetta ótrúlega
skemmtilegt og ég nýt þess að fara í
vinnuna og nota röddina mína, sem
er jú stærsta verkfæri leikara, til að
glæða alls konar karaktera lífi,“
segir Þórdís og hlær.
„Ég horfði sjálf á allar þessar Dis-
neymyndir þegar ég var lítil og lang-
aði að vera eins og margar prinsess-
urnar svo það gerir það að verkum
að það er enn skemmtilegra að fá að
vera Anna,“ segir hún.
„Svo er Anna svo ótrúlega nett
týpa og mér finnst hún geggjaður
karakter. Það eru einhvern veginn
allir með Elsu í liði og ég er ekki
alveg nógu ánægð með það,“ segir
hún og hlær. „Anna fórnar sér
fyrir systur sína og reddar öllu, við
megum ekki gleyma því,“ segir Þór-
dís að lokum.
Góð tilfinning
að upplifa sig
ósigrandi
Þórdísi Björk Þorfinnsdóttir vissi alltaf að
hana langaði að verða leikkona. Hún fór í
leiklistarnám en líf hennar breyttist þegar
hún varð ólétt og upplifði mikinn kvíða.
Þórdís hefur talsett mikið magn barnaefnis
og talar meðal annars fyrir Önnu í Frozen.
Þórdís fer með aðalhlutverkið í Broadway-söngleiknum Vorið vaknar sem frumsýndur verður í Samkomuhúsinu á Akureyri í lok janúar. Þar leikur hún Weldu Bergmann. FRÉTTABLAÐIÐ/AUÐUNN
ÞARNA ER ÉG BÆÐI ÓLÉTT
OG Í ÁSTARSORG OG
BÚIN AÐ UPPLIFA MIKLA
HÖFNUN FRÁ BARNSFÖÐUR
MÍNUM.
Birna Dröfn
Jónasdóttir
birnadrofn@frettabladid.is
7 . D E S E M B E R 2 0 1 9 L A U G A R D A G U R32 H E L G I N ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð