Fréttablaðið - 07.12.2019, Síða 36

Fréttablaðið - 07.12.2019, Síða 36
Kristín Maríella Frið-jónsdóttir býr ásamt eiginmanni sínum og tveimur börnum á Balí en er í stuttu stoppi á Íslandi til að fylgja eftir útgáfu fyrstu barna- bókar sinnar, Stundum græt ég/ Stundum hlæ ég. Hún hefur síðustu ár helgað sig uppeldisaðferð sem byggir meðal annars á því að bera virðingu fyrir tilfinningum barna, RIE, Respectful Parenting, eða virð- ingarríkt tengslauppeldi. Hlátur og grátur mætast Bókin er fagurlega myndskreytt af Unu Lorenzen og eiginmaður Kristínar Maríellu, Orri Helgason, á ríkan þátt í útgáfu bókarinnar og má kalla það þrekvirki að gefa hana út bæði á íslensku og ensku frá heimili þeirra á Balí. Uppsetning bókarinnar er táknræn, tvær sögur mætast í miðri bók. Hlátur og grátur mætast og fjallað er um tilfinning- arnar á hlutlausan hátt. „Þetta er í fyrsta sinn sem ég er ein heila nótt frá börnunum mínum,“ segir Kristín Maríella sem hittir blaðamann á Kaffi Laugalæk. Þar er þétt setið og hún segist njóta þess að vera á Íslandi. „Það er svo gaman að fá smjörþef af jólastemningunni og mér finnst gott fyrir bæði mig og börnin að brjóta aðeins upp rútín- una. Eldri dóttir mín átti reyndar sex ára afmæli í gær og mér fannst auðvitað leiðinlegt að missa af því . En ég er búin að lofa að koma með jólin með mér frá Íslandi til Bali til fjölskyldunnar,“ segir hún. Fjölskyldan hefur fest rætur á Balí. Þar áður bjuggu þau í nærri fimm ár í stórborginni Singapúr. Hvernig kom það til að þið fluttuð hinum megin á hnöttinn? „Við ætluðum fyrst að dvelja í Singapúr í eitt ár á meðan maðurinn minn stundaði meistaranám í staf- rænni stjórnun við Hyper Island, sænskan háskóla sem er með starf- Vill skömmina burt úr lífi barna Kristín Maríella Friðjónsdóttir segir frá óhefðbundnu lífi fjölskyldu sinnar í Singapúr og á Balí og virðingarríkum uppeldis aðferðum. Hún er greind með athyglisbrest og líðan hennar í barnæsku er á meðal þess sem drífur hana áfram í að leiðbeina foreldrum um hvernig þeir geta stuðlað að heilbrigðu tilfinningalífi barna sinna. Það sem heillar okkur er einstakt mannlífið sem markast af hindúatrú íbúanna sem er mikill hluti af daglegu lífi þeirra,“ segir Kristín Maríella um lífið á Balí. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR semi úti um allan heim. Þegar við f luttum út var eldri stelpan okkar aðeins sex mánaða. En okkur fannst það henta vel og mikils virði að fá að vera heima með hana í eitt til tvö ár á meðan Orri stundaði námið. Þetta var æðislegt nám og Orra var f ljót- lega boðin vinna sem kennari við skólann. Og þar sem okkur leið vel í borginni þá var það algjör draumur. Við höfðum ekki búið lengi í borg- inni þegar við vissum að við vildum vera lengur. Við bjuggum fyrsta árið í Singa- púr í pínulítilli stúdíóíbúð og hug- leiddum meira að segja að leigja með öðru fólki. Þetta er nefnilega dýrasta borg í heimi og því lifðum við klassísku námsmannalífi, borð- uðum hafragraut, pasta og núðlur og lifðum spart. Fólk var duglegt að hughreysta okkur, við myndum einhvern tímann líta aftur til þessa tíma og sjá hann í rósrauðum bjarma. Okkur fannst það nú ólík- legt! En, svo gerðist það nýlega að við litum um öxl og finnst þetta hafa verið dásamlegur tími. Við áttum eitt hjól og hjóluðum á því út í búð og svona,“ segir Kristín Mar- íella og hlær að minningunni. Borgin í garðinum Hvað er það sem er svona heillandi við Singapúr? „Singapúr er algjör suðupottur og þangað streymir að fólk frá Vestur- löndum sem býr þar til skamms tíma, annaðhvort til að stunda nám eða taka að sér stjórnunarstöður. Borgin er skipulögð með þetta í huga, enska er opinbert tungumál í borginni. Hún er þægileg, hrein, barnvæn og örugg. Og hún er mjög græn, það er það helsta sem ég elska við þessa borg. Stefna borgaryfir- valda er ekki að byggja garða inni í borg heldur borgina í garðinn. Það er auðvitað auðvelt því hún er við miðbaug. En svo er líka ótrúlega mikil og metnaðarfull barnamenn- ing í borginni,“ segir Kristín Mar- íella sem segir þó miklar andstæður einkenna menningu borgarinnar. „Fólk vinnur mikið og það eru reknir leikskólar í borginni sem bjóða upp á vistun frá klukkan 7 á morgnana til klukkan 7 á kvöldin, það er auðvitað alltof langur dagur fyrir börn og maður sér foreldra leika við börn sín í myrkrinu á leik- völlum. Þetta er framandi fyrir aðra að sjá og upplifa,“ segir Kristín Mar- íella. „En fyrir þá sem þurfa ekki að vera langdvölum frá börnum sínum vegna vinnu er mikið að sækja til borgarinnar í menningu og metn- aðarfullum viðburðum fyrir börn.“ Nærandi orka á Balí Kristín Maríella og Orri fóru að leiða hugann að því að flytja til Balí eftir þriggja ára búsetu í Singapúr. „Það er mjög stutt á milli Balí og Singapúr, aðeins tveggja klukku- stunda flug. Við fórum oft þangað í frí og heilluðumst af orkunni á eyjunni. Að flytja til Balí gerist hins vegar ekki einn, tveir og þrír. Það er ekki hægt að finna sér atvinnu á Balí, heldur þarf maður að vera með tekjur annars staðar frá. Við settum okkur metnaðarfull mark- mið og stefndum að því að láta þetta ganga upp. Ég með mitt fyrirtæki sem byggist á fræðslu um RIE og Orri í starfi sínu fyrir Hyper Island. Hann náði því í gegn að fá að vinna fyrir skólann frá Balí og við tókum stökkið eftir að hafa búið í nærri fimm ár í Singapúr,“ segir hún til marks um skipulagðan metnað og langtímamarkmið þeirra hjóna. „Okkur finnst nærandi og sterk orka á Balí en ég held að Íslendingar eigi svolítið skakka mynd af Balí í huga sér. Að hún sé eins konar para- dísareyja með hvítum ströndum og tærum sjó. Það finnast strandir á eyjunni með hvítum sandi en f lestar þeirra eru svartar. Bærinn sem við búum í er strandbær, svo- lítið grófur. Það sem heillar okkur er einstakt mannlífið sem markast af hindúatrú íbúanna sem er mikill hluti af daglegu lífi þeirra.“ Áhrifaríkur kvöldlestur Kristín Maríella rekur bloggsíðuna Respectful mom og samnefnda Instagram-síðu. Þar fjallar hún um virðingarríkt uppeldi við miklar vinsældir. Hún hefur haldið fjölda fyrirlestra og námskeið um upp- eldi og hefur sett af stað samfélags- miðlaherferðinni #viðurkennumtil- finningar og #stundumgrætég sem tengist bókinni. Í gegnum verkefnið hvetur hún ásamt völdum þekktum Íslendingum fólk til vitundarvakn- ingar um mikilvægi þess að tjá til- finningar sínar og viðurkenna þær. FÓLK VINNUR MIKIÐ OG ÞAÐ ERU REKNIR LEIK SKÓLAR Í BORGINNI SEM BJÓÐA UPP Á VISTUN FRÁ KLUKKAN 7 Á MORGN- ANA TIL KLUKKAN 7 Á KVÖLDIN, Kristjana Björg Guðbrandsdóttir kristjana@frettabladid.is 7 . D E S E M B E R 2 0 1 9 L A U G A R D A G U R36 H E L G I N ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.