Fréttablaðið - 07.12.2019, Síða 38
„Ég var búin að ganga með þá
hugmynd lengi að skrifa barnabók
sem foreldrar gætu lesið og upplifað
í gegnum hana þessi heilbrigðu,
tengslamyndandi samskipti sem
ég tala svo mikið fyrir í mínu starfi.
Í sögunni er fjallað um það hvern-
ig er hægt að viðurkenna stórar til-
finningar barna á sama tíma og sett
eru skýr mörk.
Allar tilfinningar eiga rétt á sér
og tjáning þeirra á að fá samkennd
og skilning. En það er ekki það
sama og að leyfa alla hegðun og til-
finningar,“ segir Kristín Maríella og
segir þetta algengan misskilning
sem komi upp varðandi uppeld-
isaðferðirnar og það megi ekki segja
nei. Við erum ekki ströng, refsum
ekki og sendum ekki í skammar-
krókinn. En við erum heldur ekki
foreldrið sem er hrætt við að setja
mörk. Heldur snýst þetta um að vera
óhræddur við að setja skýr mörk af
ró og yfirvegun.
Þetta krefst stórrar hugarfars-
breytingar og er nýtt fyrir mörgum.
Að bjóða tilfinningar velkomnar á
sama tíma og hegðun er sett mörk.
Því þar sem tilfinningar eru viður-
kenndar, samþykktar og börnum
leyft að klára sínar tilfinningaöldur
fær barnið að þroskast og öðlast
stjórn á tilfinningum sínum.
Mér fannst vanta bók eins og
þessa fyrir foreldra, hún er í raun
tækifæri fyrir þá til þess að sjá
samskiptamynstur og máta sig við
það. Og það er áhrifaríkt bæði fyrir
foreldri og barn að segja upphátt
setningar sem viðurkenna tilfinn-
ingalíf barna.“
Ekki okkar að dæma
Við lestur bókarinnar er farið í
gegnum andstæða póla á tilfinn-
ingarófinu. „Það sem skiptir mig
svo miklu máli er að það er fjallað
um þessar tilfinningar, gleði og grát,
á algjörlega hlutlausan hátt. Það er
ekki okkar að dæma hvaða tilfinn-
ing á rétt á sér og ég tel mikilvæga
vitundarvakningu að fræða um til-
finningalegt heilbrigði. Að foreldrar
átti sig á því að það skiptir máli að
geta setið í tilfinningum sínum án
þess að upplifa skömm eða hræðslu.
E f v ið æt lu m að a f neit a
mennskum parti af okkur og forð-
ast tilfinningar sem koma upp og
eru sjálfsagður hluti tilverunnar
þá lendum við í vandræðum. Því
hvað gerist? Við skiljum ekki hvað
tilfinningar eru, kunnum ekki að
nefna þær og vinna úr þeim. Erum
mögulega hrædd við þær, skömm-
umst okkar og förum að bæla þær
niður.
Það er svo mikið frelsi fólgið í
því að líta á allar tilfinningar sem
heilbrigðar. Líðan barnanna okkar
gefur vísbendingar. Mikil van-
líðan er vísbending um að það sé
eitthvað í umhverfi barnsins sem
þarfnast athugunar. Við foreldrar
þurfum að læra að hlusta, skilja og
setja í samhengi. Og leyfa tilfinn-
ingum að líða hjá, dæma þær ekki
því allar tilfinningar eiga rétt á sér.
Það er grunnurinn að því að barnið
læri seinna að stjórna tilfinningum
sínum.“
Kristín Maríella þakkar eigin-
manni sínum að bókin kom út
að lokum. „Ég er með svo mikinn
athyglisbrest og því var framleiðsl-
an á herðum eiginmanns míns. Við
gáfum bókina út bæði á íslensku
og ensku og þetta er þrekvirki sem
maðurinn minn fær fullt af krediti
fyrir.“
Greind með athyglisbrest
Kristín Maríella er greind með
athyglisbrest og hefur stundað
mikla sjálfsvinnu til að njóta
jákvæðra afleiðinga fremur en nei-
kvæðra. „Það eru margar hliðar á
athyglisbresti, ég hef til dæmis mjög
slæmt tímaskyn. Ég segi oft sögu af
fyrirlestri sem ég hélt þar sem ég
missti allt skyn á tíma. Ég var á kafi
í því að kynna glærurnar og tala út
frá þeim þar til að það kom að glæru
þar sem ég tilkynnti hlé á fyrirlestr-
inum. Þá leit ég yfir salinn og sagði:
Jæja, og nú tökum við hlé. Ég fann
hvernig orkan breyttist í herberginu
og sá að þátttakendur voru með
spurnarsvip á andlitinu. Ég skildi af
hverju þegar ég leit á klukkuna því
klukkan var að verða sjö og aðeins
tíu mínútur eftir af námskeiðinu.“
Hvernig kom athyglisbresturinn
fram í barnæsku? Nú er stundum
sagt að hann fari fremur leynt hjá
stúlkum.
„Athyglisbrestur er oft þannig
að þú ert með sterkan fókus á því
sem þú hefur áhuga á og getur verið
framúrskarandi í því en svo vantar
upp á aðra þætti í þínu lífi.
Ég er svona sjö hundruð prósent
manneskja þegar ég er að fást við
það sem brennur á mér. Verkefni
mitt í lífinu er að finna jafnvægi,
þegar maður er með athyglisbrest
fer maður krókaleiðir að hlutum
sem aðrir fara beinni leið að. Og
það er ekki í boði að vera með full-
komnunaráráttu þegar maður er
með athyglisbrest. Því maður væri
þá reglulega að falla saman yfir mis-
tökum.
Viðkvæmni og athyglisbrestur
Mér finnst óspennandi markmið
að ætla sér að vera fullkominn og
finnst maður ekki geta verið góð
fyrirmynd með það að markmiði.
Ég hef ekki áhuga á því að vera full-
komin en hef mikinn áhuga á því
að vera heil í því sem ég fæst við. Að
hugsa og framkvæma af heilum hug.
Foreldri sem gerir mistök og lærir
af þeim er miklu betri fyrirmynd,“
segir Kristín Maríella.
„Ég er með klassískan athyglis-
brest, gat verið framúrskarandi en
síðan bara stundum alls ekki. Fólk
klóraði sér stundum í hausnum
yfir mér. Það vantaði ekki hæfi-
leikana en að nýta þá til fulls var
ekki alltaf gefið. Ég var sveimhugi
með mikið ímyndunarafl og mikil
jarðýta ef það var áhugi fyrir hendi
á viðfangsefninu. Líðan mín í æsku
er eitt af því sem drífur mig áfram
í þessari vegferð sem ég er á í dag.
Ég var nefnilega með mikið skap en
hef unnið mikið í mér og hef róast
með árunum. Fólk með athyglis-
brest upplifir sig oft sem viðkvæmt.
Það er hrifnæmt og skynjar djúpar
tilfinningar. Það sem gerist oft er
að þessi viðkvæmu börn fá frekar
skammir og hörku en stuðning.
Refsingu í stað skilnings, en þessi
viðkvæmu og orkumiklu börn
þurfa mest á stuðningi að halda.“
Kristín Maríella segir of marga for-
eldra hafa að leiðarljósi að þeirra
hlutverk sé að móta börn sín. „Við
erum ekki í því hlutverki. Við erum
ekki smiður sem fínpússar stól eftir
ákveðinni fyrirmynd. Mér finnst
betri líking að líkja foreldrum við
garðyrkjumann. Sem ræktar rós,
ef hún dafnar ekki eða blómstrar
þá stekkur hann ekki inn í skúr
og reynir að spreyja hana rauða
eða líma blöðin á. Hann skoðar
umhverfið. Er nógu góð næring í
jarðveginum? Nýtur hún sólar?
Hann hugar að öllum þeim þáttum
sem hann veit að stuðla að því að
rósin vaxi og dafni,“ segir hún og
bendir á að ef foreldrar veldu eitt-
hvað eitt til að breyta í uppeldi
barna sinna væri það að reyna að
fjarlægja skömmina úr uppeldisað-
ferðum sínum.
Burt með skömmina
„Flest okkar upplifðu mikla skömm
fyrir hegðun í æsku. Það að kenna
lexíu með því að velta skömm á
barnið þegar það á erfitt er rótgróin
hegðun í mörgum okkar. Þá erum
við að reyna að stýra því með sárs-
auka, erum að lýsa vonbrigðum
og reiði í garð barnsins. Með því
erum við að hafna því og búa til
tengslarof. Það er rangt að til þess
að kenna barni eitthvað þurfum
við að valda því sársauka.
Ef það er eitthvað sem gjörbreytir
líðan og hegðun barns þá er það
að upplifa tilfinningalegt öryggi
með foreldrum sínum. Skömmin
hefur ekkert upp á sig, hefur ekk-
ert jákvætt í för með sér. Ég tengi
sérstaklega við þetta og vil hjálpa
foreldrum að sjá lengra. Að það er
alltaf eitthvað sem drífur áfram
hegðun og vekur tilfinningar. Börn
standa sig vel ef þau geta það. “
ATHYGLISBRESTUR ER OFT
ÞANNIG AÐ ÞÚ ERT MEÐ
STERKAN FÓKUS Á ÞVÍ SEM
ÞÚ HEFUR ÁHUGA Á. ÉG ER
SVONA SJÖ HUNDRUÐ PRÓ
SENT MANNESKJA ÞEGAR
ÉG ER AÐ FÁST VIÐ ÞAÐ
SEM BRENNUR Á MÉR.
Skömmin hefur
ekkert upp á
sig, hefur ekkert
jákvætt í för
með sér.
7 . D E S E M B E R 2 0 1 9 L A U G A R D A G U R38 H E L G I N ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð