Fréttablaðið - 07.12.2019, Síða 44
Fólk er kynningarblað sem býður auglýsendum
að kynna vörur og þjónustu í formi viðtala og
umfjallana. Í blaðinu er einnig hefðbundið rit-
stjórnarefni. Blaðið fylgir Fréttablaðinu daglega.
Umsjónarmenn efnis: Elín Albertsdóttir, elin@frettabladid.is, s. 550 5761 | Hjördís Erna
Þorgeirsdóttir | hjordiserna@frettabladid.is s. 550 5767 | Oddur Freyr Þorsteinsson, oddurfreyr@
frettabladid.is s. 550 57686 | Sandra Guðrún Guðmundsdóttir, sandragudrun@frettabladid.is, s.
550 5762 | Þórdís Lilja Gunnarsdóttir, thordisg@frettabladid.is, s. 550 5768
Útgefandi:
Torg ehf
Ábyrgðarmaður:
Jóhanna Helga Viðarsdóttir
Sölumenn: Arnar Magnússon, arnarm@frettabladid.is, s. 550 5652, Atli
Bergmann, atli@frettabladid.is, s. 550 5657, Jón Ívar Vilhelmsson, jonivar@
frettabladid.is, s. 550 5654, Jóhann Waage, johannwaage@frettabladid.is,
s. 550 5656, Ruth Bergsdóttir, ruth@frettabladid.is, s. 694 4103,
Í Ístex hf. er ullarvinnslu-fyrirtæki sem hefur starfað samfellt frá árinu 1896, fyrst
undir nafni Álafoss. Ístex tók við
starfseminni árið 1991. Sigurður
Sævar Gunnarsson er fram-
kvæmdastjóri Ístex. Sigurður
segir að íslenska ullin sé einstakt
hráefni. „Okkar hlutverk hjá
Ístex er að tengja saman ull frá
íslenskum bændum til neytand-
ans sem vill vinna úr einstöku
náttúrulegu efni. Eitthvað sem
er bæði skemmtilegt, nytsamt og
gefandi,“ segir Sigurður og bætir
við: „Lopa og lopapeysur þekkja
allir Íslendingar, hins vegar eru
ekki eins margir sem þekkja alla
þá vinnu sem felst í að þróa þráð
úr ull. Ferill sem liggur frá bónda,
felur í sér þvott og spuna sem
að lokum verða meistaraverk í
höndum hönnuða og handverks-
fólks víða um heim,“ greinir hann
frá.
„Eitt af okkar skemmtilegu en
krefjandi verkefnum er að gefa út
Lopabækur. Síðustu tvö ár hefur
Védís Jónsdóttir hannað f líkur
og ritstýrt bókunum. Það er alltaf
jafn gaman að sjá fólk á förnum
vegi í hönnun úr Lopabókunum
okkar. Þá hefur Védís verið að
skapa nýja línu í værðarvoðum
sem verða til á næsta ári og auka
fjölbreytni í þeim vöruf lokki.“
Metnaður í þróun
Sigurður segir að hjá Ístex hafi
verið lagður metnaður og mikil
vinna í þróunarmál undanfarin
ár og mörg verkefni séu þegar
farin að bera ávöxt. „Hér njótum
við þess að hafa reynt starfsfólk,
þar af eru margir sem hafa ára-
tuga reynslu í ullargeiranum. Þá
höfum við bætt við okkur textíl-
verkfræðingum og verkefnastjóra
nýrra markaða til að ýta þessum
nýjungum áfram. Við höfum haft
að leiðarljósi tvö meginmarkmið
til að þjónusta viðskiptavini
okkar sem best. Það fyrra er að
vera enn umhverfisvænni. Mikil
vinna hefur farið í að þróa og gera
litun umhverfisvænni. Vinna
er hafin við að taka upp OEKO-
Tex 100 staðalinn sem staðfestir
að vörur okkar innihaldi engin
skaðleg efni. Við gerum þá kröfu
til allra okkar birgja að efnin frá
þeim uppfylli þennan staðal.
Hins vegar er um að ræða yfir
4.500 uppskriftir þannig að það
tekur tíma að fá allar vörur vott-
aðar. Við erum nú þegar búin að
fá þessa vottun fyrir ullarþvotta-
stöðina okkar á Blönduósi. Þann-
ig að öll ull frá okkur hefur hlotið
þessa viðurkenningu. Nokkuð
sem okkar viðskiptavinir geta
strax nýtt sér,“ útskýrir Sigurður.
Ull er gull
„Hitt markmiðið í okkar þróunar-
vinnu er að búa til tækifæri fyrir
ull sem við nýtum ekki nú þegar
í handprjónaband, líkt og mislita
ull. Sængurnar Embla og Iðunn
sem við bjóðum á lopidraumur. is
eru skemmtileg dæmi um slíkt.
Þær hafa einmitt hlotið OEKO-Tex
stimpilinn. Við
erum þakklát
fyrir þær frá-
bæru viðtökur
sem sængurnar
hafa fengið,“
segir Sigurður og
bætir við að mörg
önnur spenn-
andi verkefni séu
í þróunarferli
og nálægt því að
komast á kopp-
inn. „Lopi-Loft er
einangrunarefni
í f líkur sem fata-
framleiðendur
hafa verið að
skoða í sína framleiðslu. Lopi-Fur
sem er ullarefni sem líkist gæru,
en hentar viðskiptavinum sem
vilja náttúrulegt efni af lifandi
skepnu. Olíuskiljur í skip og ofin
efni í hljóðeinangrun og fatnað.
Þá eru ótalin verkefni allt frá lista-
verkum til ofinna ullarefna fyrir
fataframleiðslu. Við hvetjum alla
þá sem hafa góðar hugmyndir um
úrvinnslu íslensku ullarinnar að
hafa samband við okkur,“ segir
Sigurður og bætir við að ull sé gull.
Sjá upplýsingar um sængurnar á
lopidraumur.is
Ístex er eina ullarverksmiðjan
sinnar tegundar á landinu.
Ullin er unnin þegar hún kemur frá
bændum. Hér stendur Sigurður við
öfluga vinnsluvél.
Ístex vinnur ýmsar vörur úr íslenskri ull.
Sigurður Sævar segir að íslenska ullin sé afar verðmæt og í raun einstök. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR
Framhald af forsíðu ➛
Ullarteppin frá Ístex eru frábær jólagjöf.
Íslensk ullarsæng
er kjörin jólagjöf.
2 KYNNINGARBLAÐ FÓLK 7 . D E S E M B E R 2 0 1 9 L AU G A R DAG U R