Fréttablaðið - 07.12.2019, Page 46

Fréttablaðið - 07.12.2019, Page 46
Oddur Freyr Þorsteinsson oddurfreyr@frettabladid.is Það verður sífellt algengara að fólk slasi sig því það er svo upptekið við snjallsímann sinn. Samhliða aukinni notkun snjallsíma hefur slíkum slysum fjölgað mjög hratt. Þetta er niðurstaða nýrrar rannsóknar sem birtist í ritrýndu læknisfræðitímariti sem fjallar um háls- og höfuðmeiðsli. Þetta er líklega í fyrsta sinn sem gerð er rannsókn til að átta sig á hlutverki snjallsíma í slíkum meiðslum, en aðrar rannsóknir hafa bent á fjölgun slysa sem verða því að fólk sem er á gangi er annars hugar. Yfirleitt eru slík slys ekki alvarleg, en stundum slasast fólk í andliti eða verður fyrir alvar- legum höfuðmeiðslum sem geta haft langtímaáhrif. Dr. Boris Paskhover er lýta- læknir sem starfar við læknadeild Rutgers-háskóla í New Jersey í Bandaríkjunum. Hann hjálpar fólki eftir slík meiðsli og er aðal- höfundur rannsóknarinnar. Hann byrjaði að kanna tölfræð- ina bakvið slys sem tengjast snjall- símum eftir að hafa hitt sjúklinga sem voru kjálkabrotnir og með meiðsli í andliti og sögðu honum að þeir hefðu dottið á meðan þeir voru að stara á símann og ekki að fylgjast með umhverfi sínu. „Ég held að fólk geri sér ekki grein fyrir því hvað við mann- eskjur erum viðkvæmar,“ sagði læknirinn í samtalið við frétta- stofu NBC. „Við erum þrautseig, en líka viðkvæm. Ef maður dettur getur maður slasast ansi illa.“ Sífellt fleiri slasast vegna síma Niðurstöður nýrrar rannsóknar sýndu að samhliða notkun snjallsíma hafi orðið mikil aukning á meiðslum sem orsakast af því að fólk fylgist ekki með þegar það er á gangi. Rannsakendur segja að það þurfi að auka almannavitund um að það sé ekki bara í akstri sem það geti verið hættulegt að láta símann trufla sig. NODICPHOTOS/GETTY Aukning með iPhone Í rannsókninni var leitað að meiðslum á höfði og hálsi sem tengdust farsímum í stórri rafrænni slysaskrá. Þar var upplýsingum frá bráðamóttökum um hundrað bandarískra spítala safnað saman. Á tímabilinu frá janúar 1998 til desember 2017 leitaði 2.501 sjúklingur aðstoðar vegna slíkra slysa. Rannsakendur áætla að það þýði að um 76 þúsund manns í öllum Bandaríkjunum hafi þurft að leita sér hjálpar vegna svona slysa á sama tímabili. Meiðslin voru tiltölulega sjaldgæf þar til það varð skörp aukning árið 2007, árið sem fyrsti iPhone-síminn kom á markað. Eftir það jukust þau hratt næstu árin og náðu hámarki árið 2016. Ungt fólk meiddist oftast Tæplega 40 prósent af sjúkling- unum voru farsímanotendur á aldr- inum 13 til 29 ára og þessi aldurs- hópur varð fyrir flestum meiðslum sem urðu vegna truflunar frá síma. Í þriðjungi slysanna meiddist fólk á höfði, í þriðjungi meiddist fólk í andliti og í um 12 prósentum af slysum meiddist fólk á hálsi. Mörg meiðslanna urðu þegar fólk datt á meðan það var að horfa á símann og ekki að fylgjast með umhverfi sínu. Börn undir 13 ára aldri voru líklegri til að verða fyrir meiðslum af völdum símans sjálfs, til dæmis ef þau urðu óvart fyrir tæki sem foreldri þeirra hélt á. Paskhover segir að það komi líka fyrir að fólk sé að leika sér í símanum og hann renni úr höndunum á þeim, lendi á andlitinu og nefbrjóti þau. Algengustu meiðslin voru skurðir á andliti, en það gerðist í 26 prósentum tilfella. Rannsak- endur taka fram að örmyndun eftir slíka áverka geti leitt til kvíða og minnkað sjálfstraust þeirra sem verða fyrir þessum meiðslum. Fjórðungur sjúklinga fékk mar- bletti og hrufl. Getur verið banvænt Í næstum fimmtungi tilvika, eða 18 prósentum, urðu meiðsli á innri líffærum. Þau hættulegustu urðu á höfði, en þá var yfirleitt um alvar- lega heilaáverka að ræða, sem Pask- hover segir að séu verstu meiðslin. „Heilinn er mjúkur og ég hef séð sjúklinga láta lífið bara vegna þess að þeir duttu,“ segir hann. „Ef þú stendur upprétt(ur), dettur og lendir á höfðinu geturðu fengið alvarlega heilaáverka.“ Flestir sjúklinganna sem rann- sóknin náði til fengu meðferð og voru svo útskrifaðir af sjúkrahúsi, eða látnir fara án þess að þurfa neina meðferð. Engu að síður segja rannsakendur að niðurstöður rannsóknarinnar bendi til að það þurfi að auka almannavitund um að það sé ekki bara í akstri sem það geti verið hættulegt að láta símann trufla sig. Paskhover segir að það sem megi læra af rannsókninni sé að maður eigi ekki að dreifa athygli sinni. Hann segir að það sé kannski sök sér að svara texta- skilaboðum á gangi, en að fólk eigi ekki að vera að lesa greinar í símanum sínum gangandi. Sumir hafa líka viðrað hug- myndir um að gera það ólöglegt að vera í símanum á meðan gengið er yfir götu. Á tímabilinu frá janúar 1998 til desember 2017 leitaði 2.501 sjúklingur aðstoð- ar vegna slíkra slysa. Rannsakendur áætla að það þýði að um 76 þús- und manns í öllum Bandaríkjunum hafi þurft að leita sér hjálpar vegna svona slysa á sama tímabili. Eftir að iPhone kom á markað varð mikil aukning á slysum vegna fólks sem er í símanum á gangi, horfir ekki í kringum sig og meiðir sjálft sig eða aðra. 4 KYNNINGARBLAÐ FÓLK 7 . D E S E M B E R 2 0 1 9 L AU G A R DAG U R
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.