Fréttablaðið - 07.12.2019, Side 48

Fréttablaðið - 07.12.2019, Side 48
Við erum svo djúpt sokknar í heim ljósmyndunar að við þurfum frekar oft að ákveða í sameiningu að tala ekki um ljósmynd- un í ákveðinn tíma. Okkur tekst það aldrei. Hjördís Erna Þorgeirsdóttir hjordiserna@frettabladid.is Við erum Dóra Dúna og Anna Maggý, við erum par og erum báðar ljós- myndarar. Dóra er á öðru ári í ljósmyndaskólanum og Anna Maggý er fyrrverandi nemandi í Ljósmyndaskólanum,“ segja þær Dóra og Anna. Þær segja sameigin- legan ljósmyndaáhugann gjarnan fyrirferðamikinn í sambandinu. „Við erum svo djúpt sokknar í heim ljósmyndunar að við þurfum frekar oft að ákveða í sameiningu að tala ekki um ljósmyndun í ákveðinn tíma. Okkur tekst það aldrei.“ Ljósmyndun ætti að vera metin til jafns við myndlist „Okkur langaði að koma saman samtímaljósmyndurum og setja upp markað, þar sem við seljum listina okkar,“ segir Dóra. „Við munum ekki eftir því að ljósmynd- arar hafi komið saman og sett upp markað til þess að selja list sína. Það eru svo oft myndlistarvið- burðir og markaðir, en minna um ljósmyndaviðburði.“ Dóra Dúna og Anna Maggý telja þetta listform ekki njóta nægilegr- ar virðingar hér á landi og segja mikilvægt að gera ljósmyndun hærra undir höfði en hingað til hefur verið gert. „Ljósmyndun á að vera jafn mikils metin og mynd- list. Listljósmyndun er myndlist. Enn í dag þarf að berjast fyrir því að ljósmyndun sé viðurkennd sem skapandi listform og erum við örlítið að taka slaginn!“ Þær segja þetta í þriðja skiptið sem markaðurinn er haldinn í Bíó Paradís en það er ekki nema ár síðan þær byrjuðu með þennan viðburð. „Við byrjuðum fyrir ári síðan með Ljósmyndamarkaðinn, í desember 2018.“ Hin fullkomna jólagjöf Markmiðið hafi meðal annars verið að gera ljósmyndun sem list- form aðgengilegri hérlendis ásamt því að gera almenningi kleift að eiga möguleika á að fjárfesta í verkum eftir efnilega og reyndari ljósmyndara. „Hér á Íslandi erum við örlítið eftir á varðandi hvernig við sjáum ljósmyndun. Okkur fannst því vera gríðarleg þörf fyrir að sýna fólki ljósmyndun í list- formi og bjóða fólki að kaupa verk á viðráðanlegu verði.“ Þær greina aukinn áhuga og ásókn með hverjum markaði og segja gjafir af þessu tagi tilvaldar í pakkann fyrir ástvini eða bara fyrir sjálfa/n sig. „Í hvert skipti sem við höldum markaðinn er meiri aðsókn og fólk virðist sífellt vera að átta sig betur á að það er engin gjöf betri en fallegt verk eða ljós- mynd. Hvort sem það fyrir mann sjálfan eða þá sem manni þykir vænt um.“ Ljóst er að það verður mikið úrval ólíkra ljósmynda á markað- inum en það er töluverður fjöldi ljósmyndara sem tekur þátt þetta árið. „Þetta eru 23 ljósmyndarar úr öllum áttum. Okkur finnst skipta máli að sýna fjölbreytileika og höfum við boðið þeim ljósmynd- urum að taka þátt sem okkur finnst vera klárir. Margir af þeim erum nemendur í ljósmyndaskól- anum eða fyrrverandi nemendur.“ Þær hvetja fólk til að mæta og auðga andann. „Þetta verður mikið glens og gaman. Endilega komið og virðið fyrir ykkur fjársjóði. List kætir og gleður, auk þess sem hún er upplögð í jólapakka!“ Ljósmyndamarkaðurinn er sem fyrr segir í Bíó Paradís í dag, á milli klukkan 16 og 20. Ljóslifandi fjársjóðir í Bíó Paradís Í dag er hægt að virða fyrir sér og festa kaup á ljósmyndum á ljós- myndamarkaði í Bíó Paradís. Dóra Dúna og Anna Maggý segja við- burðinn kjörið tækifæri til að kynnast þessu listformi, enda margir hæfi- leikaríkir ljósmyndarar hér á landi. Dóra Dúna og Anna Maggý eru afar samstiga í lífinu en þær eru par ásamt því að vera báðar ljósmyndarar. Ljósmyndamarkaðurinn verður í Bíó Paradís í dag á milli 16 og 20. Mozart við kertaljós Styrkt af Tónlistarsjóði Menntamálaráðuneytisins, Reykjvíkurborg, Hafnarfjarðarbæ, Kópavogsbæ og Garðabæ Miðasala við innganginn og á tix.is - Miðaverð kr. 3.500 / 2.500 Hafnarfjarðarkirkju fimmtudag 19. des. kl 21.00 Kópavogskirkju föstudag 20. des. kl 21.00 Garðakirkju laugardag 21. des. kl 21.00 Dómkirkjunni í Reykjavík sunnudag 22. des. kl 21.00 Camerarctica Mozart by candlelight Kammertónlist á aðventu 2019 6 KYNNINGARBLAÐ FÓLK 7 . D E S E M B E R 2 0 1 9 L AU G A R DAG U R
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.