Fréttablaðið - 07.12.2019, Side 52
Stofnun Árna Magnússonar
í íslenskum fræðum óskar eftir að ráða
starfsmann í bókhald og almenn
afgreiðslustörf á skrifstofu stofnunarinnar.
Um er að ræða 75% tímabundið starf í eitt ár vegna
fæðingarorlofs frá og með 1. febrúar 2020. Við leitum að
jákvæðum og ábyrgum starfsmanni sem hefur áhuga á
að veita starfsmönnum og viðskiptavinum stofnunar-
innar framúrskarandi þjónustu. Helstu verkefni eru
bókhald, móttaka viðskiptavina, símsvörun og almenn
skrifstofustörf ásamt öðrum tilfallandi verkefnum.
Nánari upplýsingar um starfsemi stofnunarinnar má
finna á heimasíðunni www.arnastofnun.is
Menntunar- og hæfniskröfur:
• Menntun sem nýtist í starfi.
• Reynsla og þekking á bókhaldi er nauðsynleg.
• Þekking á Oracle nauðsynleg.
• Ábyrgð, vandvirkni og nákvæmni.
• Hæfni í mannlegum samskiptum.
• Jákvæðni og þjónustulund.
• Góð tölvukunnátta er nauðsynleg.
• Gott vald á íslensku.
• Kunnátta í ensku og einu Norðurlandamáli
er nauðsynleg.
Laun samkvæmt gildandi kjarasamningi sem
fjármálaráðherra og SFR- stéttarfélag í almanna-
þjónustu hafa gert.
Við ráðningar í störf hjá Árnastofnun er tekið mið af
jafnréttisstefnu stofnunarinnar.
Karlar jafnt sem konur eru hvattir til að sækja um
auglýst starf.
Umsóknir skulu berast til Stofnunar Árna Magnússonar í
íslenskum fræðum á netfangið umsoknir@arnastofnun.is
eigi síðar en 7. janúar 2020.
Nánari upplýsingar veitir Sigurborg Stefánsdóttir
fjármálastjóri í síma 525 4010.
Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um
ráðningu liggur fyrir.
Ráðgjafar okkar búa
yfir víðtækri þekkingu
á atvinnulífinu og
veita trausta og
persónulega ráðgjöf.
capacent.is
Við gætum verið
með næsta starfsmann
mánaðarins á skrá
P
ip
ar
\T
BW
A
\
SÍ
A
EMBÆTTI REKTORS HÁSKÓLA
ÍSLANDS ER LAUST TIL UMSÓKNAR
Rektor er forseti háskólaráðs. Hann er yfirmaður
stjórnsýslu háskólans og æðsti fulltrúi hans og
talsmaður gagnvart mönnum og stofnunum innan
háskólans og utan hans. Hann stýrir starfsemi
háskólans og hefur frumkvæði að því að háskólaráð
marki sér heildarstefnu í málefnum háskólans. Hann
ber ábyrgð á framkvæmd stefnu háskólans og
tengslum háskólans við innlenda og erlenda
samstarfsaðila. Rektor ber ábyrgð á og hefur eftirlit
með allri starfsemi háskólans, þ.m.t. ráðningar- og
fjármálum einstakra fræðasviða og stofnana. Hann
ber ábyrgð á gerð starfs- og rekstraráætlana og að
þær séu samþykktar af háskólaráði. Á milli funda
háskólaráðs fer rektor með ákvörðunarvald í öllum
málum háskólans.
Um laun og önnur starfskjör rektors fer samkvæmt
ákvörðun fjármála- og efnahagsráðherra, sbr. 39. gr.
a. laga um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins, nr.
70/1996.
Mennta- og menningarmálaráðherra skipar
háskólarektor til fimm ára samkvæmt tilnefningu
háskólaráðs, sbr. 8. gr. laga um opinbera háskóla.
Tilnefning háskólaráðs fer fram að undangengnum
kosningum í háskólanum, sbr. 6. gr. reglna
háskólans. Miðað er við að rektorskjör fari fram
18.–20. febrúar næstkomandi. Skipunartímabil
rektors er fimm ár, frá 1. júlí 2020.
Embættisgengir eru þeir einir sem hafa
prófessorshæfi á viðurkenndu fræðasviði Háskóla
Íslands, leiðtogahæfileika og skýra og metnaðarfulla
framtíðarsýn fyrir háskólann, ríka samskiptahæfni og
víðtæka reynslu af stjórnun og stefnumótun.
Háskólaráð ákvarðar hvaða umsækjendur uppfylla
skilyrði um embættisgengi, sbr. 2. tl. 6. gr. reglna
háskólans. Einungis þeir sem þegar hafa fengið
formlegan hæfnisdóm sem prófessor við
viðurkenndan háskóla áður en umsóknarfrestur
rennur út teljast uppfylla skilyrði um prófessorshæfi.
Umsóknir skulu hafa borist starfs-
mannasviði, Aðalbyggingu Háskóla
Íslands, Sæmundargötu 2, 102 Reykjavík,
eigi síðar en 3. janúar 2020.
Í samræmi við 1. mgr. 8. gr. laga nr. 85/2008 um opinbera háskóla og 6. gr. reglna
nr. 569/2009 fyrir Háskóla Íslands, auglýsir háskólaráð Háskóla Íslands hér með
laust til umsóknar embætti rektors Háskóla Íslands.
Ráðgjafar okkar búa
yfir víðtækri þekkingu
á atvinnulífinu og
veita trausta og
persónulega ráðgjöf.
capacent.is
Við gætum verið
með næsta starfsmann
mánaðarins á skrá
4 ATVINNUAUGLÝSINGAR 7 . D E S E M B E R 2 0 1 9 L AU G A R DAG U R