Fréttablaðið - 07.12.2019, Side 53

Fréttablaðið - 07.12.2019, Side 53
Dómsmálaráðuneytið auglýsir laust til umsóknar embætti sýslumannsins í Vestmannaeyjum. Sýslumenn fara með framkvæmdarvald og stjórnsýslu ríkisins í héraði, hver í sínu umdæmi, eftir því sem lög og reglugerðir eða önnur stjórnvaldsfyrirmæli kveða á um. Þar á meðal fara þeir með innheimtu opinberra gjalda, að því leyti sem hún er ekki falin öðrum. Sýslumenn bera faglega, fjárhagslega og stjórnunarlega ábyrgð á rekstri embætta sinna í samræmi við lög og önnur stjórnvaldsfyrirmæli. Auk hefðbundinna verkefna sýslumannsembætta annast Sýslumaðurinn í Vestmannaeyjum m.a. löggildingu skjalaþýðenda og dómtúlka og sérverkefni samkvæmt samningi við dómsmálaráðuneytið, auk nýrra verkefna er ráðuneytið mun fela Sýslumanni, með hliðsjón af umfangi stjórnunar embættisins. Umsækjendur skulu fullnægja skilyrðum 2. mgr. 3. gr. laga nr. 50/2014, um framkvæmdavald og stjórnsýslu ríkisins í héraði. Aðrar hæfniskröfur eru: • Góð þekking og/eða reynsla af störfum innan stjórnsýslunnar æskileg • Góð þekking og yfirsýn yfir verkefni sýslumanna æskileg • Rekstrarþekking og/eða reynsla er æskileg • Reynsla af stjórnun með mannaforráð er kostur • Reynsla af stefnumótun og árangursmiðaðri stjórnun er kostur • Mjög góð forystu-, samvinnu- og samskiptahæfni • Fagmennska, frumkvæði, drifkraftur og jákvæðni • Mjög gott vald á íslensku og ensku og færni til að tjá sig í ræðu og riti • Þekking á einu Norðurlandamáli æskileg Dómsmálaráðherra skipar í embættið frá 1. mars 2020 til fimm ára. Um laun forstöðumanns fer eftir 39. gr. a. laga nr. 70/1996, um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins, með síðari breytingum, sjá nánar á slóðinni www.stjornarradid.is/stjornendur. Nánari upplýsingar veitir Berglind Bára Sigurjónsdóttir skrifstofustjóri í síma 545 9000. Umsóknum skal skila rafrænt á starf@dmr.is. Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um skipun liggur fyrir. Umsóknarfrestur er til 31. desember nk. Með umsókn skal fylgja ítarleg starfsferilsskrá, starfsheiti og kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og hvernig viðkomandi uppfyllir hæfniskröfur fyrir starfið. Umsækjandi skal í kynningarbréfi gera skýra grein fyrir hæfni sinni í samræmi við þær hæfniskröfur sem fram koma í 2. mgr. 3. gr. laga nr. 50/2014 og auglýsing- unni auk annarra upplýsinga sem varpað geta ljósi á faglega eiginleika og færni umsækjanda sem máli skipta fyrir störf sýslumanns. Embætti sýslumannsins í Vestmannaeyjum laust til umsóknar Auglýst eru laus til umsóknar tvö störf sérfræðinga á skrifstofu mennta- og vísindamála. Nánari upplýsingar er að finna á vef ráðuneytisins, menntamalaraduneyti.is. Umsóknarfrestur er til og með 30. desember 2019 Laus störf sérfræðinga Starfsfólk Borgarholtsskóli Kennari í forritun: 50 % starf á vorönn 2020. Skilyrði er að umsækjandi hafi háskólagráðu í forritun eða öðrum raungreinum og búi yfir góðri kunnáttu í margmiðlun. Um framtíðarstarf gæti verið að ræða. Laun eru í samræmi við kjarasamning KÍ og stofnanasamning Borgarholtsskóla. Þroskaþjálfi: 50-75% starf frá janúar 2020. Þroskaþjálfi starfar náið með umsjónarkennurum og felst starfið m. a. í aðstoð við nemendur í kennslustundum og við athafnir daglegs lífs. Sakavottorð fylgi umsókn. Upplýsingar um starf kennara í forritun veitir Kristján Ari Ara- son, sviðsstjóri bóknáms, krisara@bhs.is, s: 820-2930. Upplýsingar um starf þroskaþjálfa veitir Hrönn Harðardóttir, sviðsstjóri sérnámsbrautar, hronn@bhs.is, s: 864-1138 Á heimasíðu skólans, www.bhs.is, eru upplýsingar um skólann og starfsemi hans. Umsóknir ásamt fylgigögnum sendist í tölvupósti til Ársæls Guðmundssonar, skólameistara, arsaell@bhs.is fyrir 30. desember 2019. Úrskurðarnefnd velferðarmála óskar eftir að ráða ritara til starfa í 75% starf. Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst. SKRIFSTOFUSTARF Helstu verkefni: Skráning mála í málaskrá og önnur dagleg umsýsla gagna, símavarsla, móttaka í afgreiðslu og önnur tilfallandi verkefni skrifstofunnar. Menntunar- og hæfniskröfur: • Stúdentspróf er skilyrði eða sambærileg menntun sem nýtist í starfi • Reynsla af skrifstofustörfum • Góð almenn tölvukunnátta • Góð færni í íslensku og ensku • Metnaður, nákvæmni og sjálfstæð vinnubrögð • Jákvæðni og lipurð í samskiptum Úrskurðarnefnd velferðarmála er sjálfstæð stofnun. Hlutverk nefndarinnar er að úrskurða í kærumálum vegna stjórnvaldsákvarðana eftir því sem mælt er fyrir um í lögum sem kveða á um málskot til nefndarinnar. Upplýsingar um úrskurðarnefnd velferðarmála er að finna á heimasíðu nefndarinnar www.urvel.is Umsókn skal fylgja ferilsskrá með upplýsingum um menntun og fyrri störf. Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu liggur fyrir. Laun samkvæmt gildandi kjarasamningi sem fjármála- og efnahagsráðherra og SFR hafa gert. Umsóknin getur gilt í 6 mánuði. Umsóknir óskast fylltar út á hagvangur.is Umsóknarfrestur er til og með 30. desember 2019. ATVINNUAUGLÝSINGAR 5 L AU G A R DAG U R 7 . D E S E M B E R 2 0 1 9
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.