Fréttablaðið - 07.12.2019, Síða 58
Skólastjóri Engjaskóla
Skóla- og frístundasvið
Vakin er athygli á stefnu Reykjavíkurborgar um jafnan hlut kynja í störfum og að vinnustaðir
borgarinnar endurspegli það margbreytilega samfélag sem borgin er.
Í öllu starfi skóla- og frístundasviðs er unnið að innleiðingu Menntastefnu Reykjavíkur
„Látum draumana rætast“ þar sem leiðarljósin eru virkni og þátttaka barna, aukið samstarf og fagmennska.
Skóla- og frístundasvið Reykjavíkurborgar auglýsir stöðu skólastjóra við Engjaskóla lausa til umsóknar.
Frá upphafi skólaársins 2020-2021 verður Engjaskóli annar
tveggja grunnskóla fyrir nemendur í 1. – 7. bekk í norðan-
verðum Grafarvogi. Auk Engjaskóla verður Borgarskóli fyrir
nemendur í 1. – 7. bekk og Víkurskóli verður unglingaskóli
fyrir nemendur í 8. – 10. bekk. Lögð er áhersla á að þessir
þrír skólar séu í nánu samstarfi um framkvæmd og þróun
skólastarfs. Nemendur úr Engjahverfi og Staðahverfi á
yngsta- og miðstigi munu sækja Engjaskóla. Gert er ráð
fyrir að innan skólans verði starfsrækt frístundaheimili og
félagsmiðstöð fyrir 10-12 ára nemendur. Skólinn er staðsettur
í fallegu umhverfi og framundan eru spennandi tímar við að
móta og þróa metnaðarfullt skólastarf í nýjum grunnskóla sem
byggir á gömlum merg.
Leitað er að metnaðarfullum einstaklingi sem býr yfir leið-
togahæfileikum og hefur víðtæka reynslu og þekkingu á
grunnskólastarfi.
Helstu verkefni og ábyrgð:
• Veita skólanum faglega forystu og móta framtíðarstefnu
hans í samstarfi við starfsfólk skólans, nemendur, foreldra
og aðra skóla í hverfinu, innan ramma laga og reglugerða
og í samræmi við aðalnámskrá grunnskóla og stefnu
Reykjavíkurborgar.
• Stýra og bera ábyrgð á rekstri og daglegri starfsemi
skólans.
• Bera ábyrgð á starfsmannamálum, s.s. ráðningum,
vinnutilhögun og starfsþróun.
• Bera ábyrgð á samstarfi aðila skólasamfélagsins.
Menntunar- og hæfniskröfur:
• Leyfi til að nota starfsheitið grunnskólakennari.
• Viðbótarmenntun í stjórnun eða kennslureynsla á
grunnskólastigi.
• Reynsla af faglegri forystu á sviði kennslu og þróunar í
skólastarfi.
• Stjórnunarhæfileikar.
• Færni í áætlanagerð og fjármálastjórnun.
• Færni til að leita nýrra leiða í skólastarfi og leiða framsækna
skólaþróun.
• Lipurð og hæfni í samskiptum.
Umsókn fylgi yfirlit yfir nám og fyrri störf, leyfisbréf til að nota starfsheitið grunnskólakennari, greinargerð um framtíðarsýn
umsækjanda á skólastarfið, upplýsingar um framsækin verkefni sem umsækjandi hefur leitt og annað er málið varðar.
Ráðið verður í stöðuna frá og með 1. ágúst 2020 en gert er ráð fyrir að viðkomandi komi að undirbúningi skólastarfsins
frá ársbyrjun. Umsóknarfrestur er til og með 23. desember 2019.
Laun eru samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og KÍ vegna Skólastjórafélags Íslands.
Umsækjendur eru beðnir að sækja um starfið á heimasíðu Reykjavíkurborgar, www.reykjavik.is/storf.
Nánari upplýsingar veita Soffía Vagnsdóttir, skrifstofustjóri grunnskólahluta fagskrifstofu, og Ragnheiður E. Stefánsdóttir,
mannauðsstjóri, sími 411 1111. Netföng: soffia.vagnsdottir@reykjavik.is / ragnheidur.e.stefansdottir@reykjavik.is
Menntunar- og hæfniskröfur:
• Þroskaþjálfa, iðjuþjálfamenntun eða
önnur háskólamenntun sem nýtist í starfi
• Reynsla af starfi með fötluðum
• Góðir skipulagshæfileikar
• Hæfni í mannlegum samskiptum
Helstu verkefni og ábyrgðarsvið:
• Sér um stjórnun, áætlanagerð og rekstur
Öldunnar
• Ber ábyrgð á innra starfi,
starfsmannamálum og samskiptum við
aðstandendur og samstarfsaðila
• Ber ábyrgð á starfs-, þjónustu- og
rekstraráætlunum
• Veitir leiðsögn til starfsmanna og
leiðbeinenda
• Ber ábyrgð á samvinnu við ýmsar
stofnanir og sérfræðinga sem tengjast
Öldunni
Forstöðumaður Öldunnar, Borgarnesi
Borgarbyggð auglýsir lausa til umsóknar 100% stöðu
forstöðumanns Öldunnar, verndaðs vinnustaðar í
Borgarnesi. Um tímabundna ráðningu er að ræða með
möguleikum á framtíðarráðningu. Við leitum að
metnaðarfullum einstaklingi með brennandi áhuga á
málefnum fatlaðra.
Aldan starfar samkvæmt lögum um þjónustu við fatlað fólk
með langvarandi stuðningsþarfir nr. 38/2018, reglugerðum
þeim tengdum og sáttmála Sameinuðu þjóðanna um
réttindi fatlaðra. Þar er komið til móts við þörf fatlaðs fólks
á dagþjónustu, vinnu og hæfingu. Aldan rekur
dósamóttöku, verslun, saumastofu, kertagerð ofl. og sér
um pökkun, límmerkingar á alls kyns varningi fyrir
stofnanir og fyrirtæki ásamt öðrum tilfallandi verkefnum.
Upplýsingar veitir Inga Vildís Bjarnadóttir félagsmálastjóri,
sími 433-7100 á vildis@borgarbyggd.is
Umsóknir með upplýsingum um menntun og starfsferil
sendist Borgarbyggð á borgarbyggd@borgarbyggd.is
Umsóknarfrestur er til 1. janúar 2019.
Laun og starfskjör eru samkvæmt kjarasamningi Sambands
íslenskra sveitarfélaga og viðkomandi stéttarfélags.
BORGARBYGGÐ
[Cite your source here.]
JÁRNIÐNAÐARMAÐUR
Faxaflóahafnir sf óska eftir að ráða járniðnaðarmann til starfa.
Starfið felst í vinnu við ýmis viðhaldsverkefni við hafnirnar.
Starfsmaðurinn mun hafa starfsstöð í Bækistöð Faxaflóahafna
að Fiskislóð 12 í Reykjavík.
Umsókn, ásamt ferilskrá sendist til Faxaflóahafna sf.,
á netfangið olafur@faxafloahafnir.is , eigi síðar en
föstudaginn 10. maí n.k.
Nánari upplýsingar um starfið gefur
Jóhann P. Guðnason yfirverkstjóri í síma 525 8951
Hafnargæslumaður
við Grundartangahöfn
Faxaflóahafnir sf. óska eftir að ráða hafnar
gæslumann við Grundartangahöfn.
Starfið felst m.a. í aðgangsstjórnun og öryggis
gæslu á afgirtu svæði Grundartanga og almennri
hafnargæslu þar.
Viðvera starfsmanns er í vakthúsi Grundartanga
hafnar og unnið er allan sólarhringinn samvæmt
fyrirliggjandi vaktakerfi.
• Meginverkefni eru aðgangsstjórnun,
öryggisgæsla, eftirlit með farmverndarskjölum,
skráning á umferð og farmi og önnur tilfallandi
störf tengd starfssviði viðkomandi starfs.
• Hæfniskröfur eru gott líkamlegt og andlegt
ástand, góð íslensku, ensku, og almenn
tölvukunná ta. Starfsmaður skal sækja
námskeið Samgöngustofu um hafnargæslu.
Þar sem í gildi eru ákvæði laga um hafnavernd þá
er óskað eftir að umsækjandi leggi fram hreint
sakavottorð með umsókn sinni.
Umsókn ásamt ferilskrá sendist til Faxaflóahafna
sf., á netfangið olafur@faxafloahafnir.is, eigi
síðar en föstudaginn 20. desember n.k.
Nánari upplýsingar um starfið gefur
Bergsteinn Ísleifsson, öryggisfulltrúi
bergsteinn@faxafloahafnir.is
Faxaflóahafnir hafa staðist jafnlaunavottun og
hlotið Jafnlaunamerki Velferðarráðuneytis.
JÁRNIÐNAÐARMAÐUR
Faxaflóahafnir sf óska eftir að ráða járniðnaðarmann til starfa.
Starfið felst í vinnu við ýmis viðhaldsverkefni við hafnirnar.
Starfsmaðurinn mun hafa starfsstöð í Bækistöð Faxaflóahafna
að Fiskislóð 12 í Reykjavík.
Umsókn, ásamt ferilskrá sendist til Faxaflóahafna sf.,
á netfangið olafur@faxaflo f ir.i , eigi síðar en
föstudaginn 10. maí n.k.
Nánari upplýsingar um starfið gefur
Jóhann P. Guðnason yfirverkstjóri í síma 525 8951
GRINDAVÍKURBÆR
GRINDAVÍKURBÆR
Laus er til umsóknar staða
starfsmanns hjá Þjónustumiðstöð
Grindavíkurbæjar
Leitað er að metnaðarfullum og traustum einstaklingi sem
hefur áhuga á fjölbreyttum verkefnum.
Konur, jafnt sem karlar, eru hvattar til að sækja um starfið.
Starfshlutfall er 100%.
Verksvið og ábyrgð
• Viðhald fasteigna Grindavíkurbæjar.
• Viðhald gatna, veitna, og annarra eigna eignasjóðs.
• Afleysing á þjónustubifreiðum Grindavíkurbæjar.
• Þjónusta við stofnanir Grindavíkurbæjar.
• Tilfallandi vinnuvélavinna.
• Öll tilfallandi störf í Þjónustumiðstöð t.d. snjómokstur
o.s.frv.
Hæfniskröfur
• Reynsla af viðhaldsvinnu mannvirkja (skilyrði).
• Bílpróf er nauðsynlegt.
o D eða d1 ökuréttindi er kostur.
• Réttindi til farþegaflutninga (400 eða 450).
• Vinnuvélaréttindi eru kostur (J og I).
• Reynsla af vinnu með börnum og/eða unglingum kostur.
• Sjálfstæði í vinnubrögðum.
• Frumkvæði, metnaður og sjálfstæði í vinnubrögðum.
• Tölvukunnátta í outlook, word og excel.
• Lipurð í mannlegum samskiptum.
• Rík þjónustulund við íbúa bæjarins.
• Hreint sakavottorð er skilyrði.
Launakjör eru samkvæmt kjarasamningi viðkomandi
stéttarfélags við Sambands íslenskra sveitafélaga.
Umsóknarfrestur er til og með mánudeginum
16. desember nk.
Senda skal umsókn og starfsferilsskrá á
Sigurð R. Karlsson, yfirmann Þjónustumiðstöðvar á
Siggigh@grindavik.is, nánari upplýsingar í síma 660-7302
frá 07:00 til 17:00 og til 12:00 föstudaga.