Fréttablaðið - 07.12.2019, Blaðsíða 59
Umsóknarfrestur er til og með 15. desember 2019.
Þarf að geta hafið störf sem fyrst. Einungis er tekið á móti umsóknum á www.alfred.is/hekla
HEKLA leitar að reynslumiklum einstaklingi
í 100% stöðu bókara.
Yfir 130 manns
starfa hjá HEKLU hf.
Félagið er með umboð
fyrir Volkswagen, Audi,
Skoda og Mitsubishi
og er leiðandi fyrirtæki
í innflutningi, sölu og
þjónustu við nýjar og
notaðar bifreiðar.
Höfuðstöðvar HEKLU hf.
eru við Laugaveg
170-174 í Reykjavík
og umboðsmenn eru
um land allt.
Helstu verkefni
- Bókun fylgiskjala
- Ýmsar afstemmingar
- Vinnsla í uppáskriftakerfi
Við leitum eftir
- Skipulögðum og nákvæmum vinnubrögðum
- Góðri þjónustulund
- Ferladrifnum vinnubrögðum
- Liðshugsun
Hæfniskröfur
- Viðurkenning bókara er æskileg
- Þriggja til fimm ára starfsreynsla í bókhaldi
- Mjög góð þekking á Excel
- Góð almenn tölvukunnátta
- Íslenskukunnátta skilyrði
- Haldbær reynsla af Navision
- Reynsla af öðrum bókhaldskerfum
Bókari
Umsóknarfrestur
6. janúar 2020
EFLA hvetur konur jafnt sem
karla til að sækja um starfið
Umsókn, með upplýsingum um menntun og starfsreynslu, skal berast rafrænt í gegnum
vefsíðu EFLU, efla.is/laus-storf fyrir 6. janúar 2020. Öllum umsóknum verður svarað og
farið með þær sem trúnaðarmál.
EFLA leitar að öflugum starfsmanni í fagteymi skipulagsmála. Starfið felur í sér fjöl-
breytt aðal- og deiliskipulagsverkefni sem og umhverfis- og sérfræðivinnu í tengslum
við skipulagsáætlanir. Möguleikar eru á staðsetningu í Reykjavík eða á einum af starfs-
stöðvum EFLU á landsbyggðinni.
EFLA leitar að samgöngusérfræðingi. Starfið felur í sér fjölbreytt verkefni á sviði
umferðarskipulags, umferðartækni og umferðaröryggis með áherslu á alla ferðamáta.
Möguleikar eru á staðsetningu í Reykjavík eða á einum af starfsstöðvum EFLU á lands-
byggðinni.
EFLA vill fá til liðs við sig kraftmikið, jákvætt og metnaðarfullt starfsfólk sem skarar fram úr
á sínu sviði. Við vinnum fjölbreytt verkefni í teymum þvert á svið og svæði. Við bjóðum upp á
afbragðs starfsumhverfi, sveigjanlegan vinnutíma, frábært mötuneyti og góðan starfsanda.
Nánari upplýsingar
412 6000 eða job@efla.is
Hæfniskröfur
• Menntun sem nýtist í starfi, t.d
skipulagsfræði, arkitektúr, landfræði
eða umhverfis- og auðlindafræði
• Reynsla af skipulagsmálum æskileg
EFLA VERKFRÆÐISTOFA
412 6000 efla.is
• Þekking á vistvænu skipulagi og
áætlanagerð
• Þekking á landfræðilegum
upplýsingakerfum (GIS)
SKIPULAGSMÁL
SAMGÖNGUR
Spennandi tækifæri á Samfélagssviði
Hæfniskröfur
• Háskólapróf í samgönguverkfræði,
skipulagsfræði, byggingarverkfræði eða
byggingartæknifræði, með áherslu á
samgöngur
• Reynsla af samgönguverkefnum
æskileg
• Þekking á landfræðilegum
upplýsingakerfum (GIS)
HJÚKRUNARFORSTJÓRI
Reykhólahreppur auglýsir stöðu hjúkrunar-
forstjóra. Leitað er að kraftmiklum og met-
naðarfullum einstaklingi með faglega sýn í
öldrunarmálum. Um 100% starf er að ræða.
Starfssvið:
• Fagleg ábyrgð á hjúkrunarþjónustu.
• Umsjón með rekstri og stjórnun heimilisins.
• Starfsmannamál og vaktaplönum.
• Hjúkrunarforstjóri er ábyrgur gagnvart stjórn Barmahlíðar.
Menntun, hæfni og reynsla:
• Háskólagráða í hjúkrunarfræði.
• Framhaldsmenntun og reynsla í geðhjúkrun æskileg.
• Þekking á RAI-mati.
• Hæfni í mannlegum samskiptum og góður samstarfsvilji.
Umsóknarfrestur er til og með 7. janúar n.k.
Hjúkrunar- og dvalarheimilið Barmahlíð er með 14 hjúkrunarrými
og 2 dvalarrými og þar starfa 14 starfsmenn. Lagt er upp með að
veita íbúum heimilisins ávallt bestu þjónustu á hverjum tíma og
vera jafnframt aðlaðandi starfsvettvangur.
Húsnæði fylgir starfinu.
Nánari upplýsingar veitir hjúkrunarforstjóri í síma: 694-2386 eða
sveitarstjóri í síma: 898-7460
Verkefnisstjóri
eftirlits byggingaráforma
A k u r e y r a r b æ r • G e i s l a g a t a 9 • S í m i 4 6 0 1 0 0 0 • a k u r e y r i . i s
Skipulagssvið Akureyrarbæjar auglýsir starf verkefnis-
stjóra eftirlits byggingaráforma laust til umsóknar og er
verkefnisstjóri jafnframt staðgengill byggingarfulltrúa.
Um er að ræða 100% dagvinnustarf og er æskilegt að
umsækjandi getið hafið störf sem fyrst.
Helstu verkefni skipulagssviðs eru skipulagsmál,
byggingareftirlit, lóða- og fasteignamál.
Helstu verkefni eru:
• Yfirferð aðaluppdrátta og annarra hönnunargagna sem
fylgja umsóknum um byggingarleyfi
• Samskipti við hönnuði, verktaka og íbúa um byggingarmál
• Annast úrvinnslu umsagna um rekstrarleyfi
• Yfirferð eignaskiptayfirlýsinga
• Staðgengill byggingarfulltrúa
• Ýmiss önnur verkefni á skipulagssviði sem snúa að
umsýslu byggingarmála
Menntunar- og/eða hæfniskröfur:
• Hafa löggildingu til að gera uppdrætti skv. a. eða c. lið 25.
gr. laga nr. 160/2010 um mannvirki
• Hafa a.m.k. eins árs starfsreynslu sem löggiltur hönnuður
að störfum við byggingarframkvæmdir, hönnun mann-
virkja, byggingareftirlit eða verkstjórn við byggingarfram-
kvæmdir
• Löggilding til að gera séruppdrætti er kostur
• Námskeið í gerð eignaskiptayfirlýsinga er kostur
• Þekking og reynsla af opinberri stjórnsýslu er kostur
• Góð samskipta- og samstarfshæfni
• Skipulagsfærni, nákvæmni og hæfileiki til að
vinna sjálfstætt
• Góð almenn tölvukunnátta er nauðsynleg
• Gerð er krafa um vammleysi, s.s. að vera með gott orðspor
og að framkoma og athafnir á vinnustað og utan hans
samrýmist starfinu
Nánari upplýsingar um starfið er að finna á heimasíðu
Akureyrarbæjar, www.akureyri.is þar sem sótt er um
rafrænt.
Umsóknarfrestur er til og með 30. desember 2019
ATVINNUAUGLÝSINGAR 11 L AU G A R DAG U R 7 . D E S E M B E R 2 0 1 9