Fréttablaðið - 07.12.2019, Síða 102
Listaverkið Í næstu viku fara jólasveinarnir að láta á sér kræla í byggð og kæta börnin.
Konráð
á ferð og flugi
og félagar
381
Getur þú
fundið hvað
a
fimmhyrnin
gur er
ekki eins og
neinn annar
?
?
?
?
A
E
H
K
N
B
F
I
L
O
D
G
J
M
P
„Þessi gáta er snúin,“
sagði Kata hugsi.
„Hér stendur, allir
fimmhyrningarnir eru
pör nema einn. Finndu
þann sem er ekki eins og
neinn annar.“
„Við reynum samt,“
sagði Lísaloppa.
„Auðvitað,“ sagði Kata.
„Alltaf að reyna.“
Lausn á gátunni
SVAR: O?
Júlía Dís Gylfadóttir er tólf ára
og það þýðir að hún færði sig úr
Laugarnesskólanum í Laugalækjar-
skólann í byrjun hausts.
Hvernig er að vera í unglinga-
skóla? Það er svolítið öðruvísi og
bara skemmtilegt á annan hátt.
Hver eru eftirlætisfögin þín í
skólanum? Stærðfræði, danska og
íþróttir.
Hefur þú verið í Danmörku? Já, ég
var í Danmörku í fimm ár þegar ég
var lítil og lærði dálítið í málinu þá.
Eruð þið byrjuð að undirbúa jólin
í skólanum? Já, við vorum einmitt
að skreyta stofuna okkar áðan.
Í alvöru? Gerðuð þið skrautið
sjálf ? Já, við notuðum endurunn-
inn pappír og bjuggum til skraut
úr honum. Gerðum mikið af músa-
stigum sem við festum saman og
svo jólatré og jólakodda sem við
hengdum út í glugga.
Hvað finnst þér mest gaman að
gera utan skólans? Að teikna, lesa
og dansa. Ég er búin að æfa dans frá
því ég var þriggja ára.
Fer maður kannski bráðum að sjá
þig í sjónvarpinu? Ég hef dansað
fjórum sinnum í sjónvarpinu og er
að fara í tökur næsta þriðjudag fyrir
Jólastundina okkar. Hún er alltaf
sýnd á jóladag.
Hvað langar þig að verða þegar
þú verður stór? Leikari og dans-
ari. Ég var á söngleikjanámskeiði í
haust. Svo er ég líka að æfa á f lautu.
Hvað er það ævintýralegasta sem
þú hefur gert? Einu sinni höfð-
um við pabbi og mamma og systur
mínar dvalið á eyju rétt fyrir utan
Ítalíu og vorum að fara til baka.
Þurftum að taka skip til að komast
til Ítalíu, f ljúga þaðan til London og
taka vél til Íslands.
Vorum búin að panta leigubíl
til að komast niður á höfn en bíl-
stjórinn svaf yfir sig og kom ekki.
Loksins svaraði hann í síma og hann
varð að hringja og fá skipið til að
bíða eftir okkur.
En af því að skipinu seinkaði
þá vorum við alveg að missa af
f lugvélinni og urðum að hlaupa í
gegnum alla f lugstöðina. Það rétt
slapp.
Svo þurftum við að bíða rosa-
lega lengi á f lugvellinum í London,
örugglega tíu klukkutíma.
Þá hefur verið gott að koma heim.
Nú trítlar hundur inn í eldhús til
okkar. Þetta er Bóas. Við systurnar
fengum hann í jólagjöf árið 2017 frá
mömmu og pabba, hann er rúm-
lega tveggja ára. Okkur langaði svo í
hund, sérstaklega af þessari tegund.
Ég og tíu ára systir mín skiptumst á
að fara með hann hring á morgnana
og svo þegar við komum heim úr
skólanum.
Hver er eftirlætisárstíðin þín?
Sumarið. En líka veturnir þegar
snjórinn er nýkominn, eins og núna.
Alveg að missa af
skipi og flugvél
Júlía Dís viðrar systrahundinn Bóas í snjónum. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK
ÉG HEF DANSAÐ
FJÓRUM SINNUM Í
SJÓNVARPINU OG ER AÐ FARA Í
TÖKUR NÆSTA ÞRIÐJUDAG
FYRIR JÓLASTUNDINA OKKAR.
7 . D E S E M B E R 2 0 1 9 L A U G A R D A G U R50 H E L G I N ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð
KRAKKAR