Fréttablaðið


Fréttablaðið - 07.12.2019, Qupperneq 106

Fréttablaðið - 07.12.2019, Qupperneq 106
MÉR FINNST ÉG GETA LÆRT MARGT AF UGLU OG HÚN HEFUR STÆKKAÐ MIG SEM PERSÓNU. Ebba Katrín Finnsdóttir Leikritið Atómstöðin eftir Halldór Laxness, í leik-stjórn Halldórs Laxness Halldórssonar, sem sýnd er í Þjóðleikhúsinu hefur fengið afar góða dóma gagnrýnenda. Ebba Katrín Finns- dóttir hefur hlotið mikið lof fyrir túlkun sína á Uglu og Oddur Júlíus- son sem leikur unnusta hennar, feimnu lögguna, fær sömuleiðis mikið hrós. Ebba og Oddur, sem eru par í raunveruleikanum, leika þarna saman í fyrsta sinn á sviði. Þetta er einnig fyrsta hlutverk Ebbu í Þjóð- leikhúsinu en hún starfaði áður í Borgarleikhúsinu. Oddur hefur verið fastráðinn við Þjóðleikhúsið frá árinu 2013. Þau eru fyrst spurð hvernig þau hafi kynnst. „Við kynntumst í Þjóðleikhúsinu. Ég vann í bún- ingadeildinni og Oddur var þar eins og grár köttur,“ segir Ebba. „Ég var að leika í Fjarskalandi, var á háum stultum og gekk þannig um gangana í kentárabúningi og leit oft við hjá Ebbu. Það var skrýtið að reyna við stelpu þannig,“ segir Oddur. Þau segja heimilislífið að hluta til snúast um leiklist. „Þegar við erum bæði að vinna mjög mikið getur heimilislífið verið undirlagt af leiklist. Í þessu starfi tekur maður oft vinnuna með sér heim, það þarf að undirbúa texta fyrir næsta dag og síðan gefum við hvort öðru ráð og lesum texta hvort á móti öðru,“ segir Oddur. Höfðar til tilfinninga Atómstöðin gengur fyrir fullu húsi og þau eru spurð hvað geri það að verkum að leikritið fái svo góðar viðtökur. „Sagan er færð til nútímans og sett í samhengi við daginn í dag á afar áhugaverðan hátt. Þetta er hjartnæm saga sem auðvelt er að tengja við. Það er greinilega breiður hópur sem hrífst af henni, ungt fólk og eldra, allir finna eitthvað sem höfðar til þeirra,“ segir Oddur. „Sýningin er hæfilega framúr- stefnuleg og mjög myndræn. Tónlist er frábær og lýsingin sömuleiðis og það er margt í gangi á sama tíma. Hún höfðar líka mjög til tilfinning- anna,“ segir Ebba. Hún segir gríðar- lega gaman að leika Uglu. „Það er draumastaða að fá að fara í þetta ferðalag og verður ánægjulegra með hverri sýningu því maður er alltaf að uppgötva eitthvað nýtt. Ugla er frábær og það er gaman að leika per- sónu sem maður tengir sterkt við og trúir á. Mér finnst ég geta lært margt af Uglu og hún hefur stækkað mig sem persónu.“ Um hlutverk sitt sem feimna lögg- an segir Oddur: „Feimna löggan er einfeldningur sem vill vel, er fullur af vilja og metnaði sem hann veit ekki hvert hann á að beina. Það tók mig smá tíma að taka hann alvar- lega og njóta þess að vera hann.“ Frá drama til barna Ebba og Oddur leika aftur saman í Meistaranum og Margaritu sem er jólasýning Þjóðleikhússins og er nú í æfingu. Þar eru þau, ásamt Maríu Thelmu Smáradóttur, hluti af þríeyki sem er fylgdarlið Satans. Þau segja uppsetninguna vera risa- stóra í öllum skilningi. Eftir áramót bregður Oddur sér síðan í hlut- verk ræningjans Jónatans í Kardi- mommubænum. „Það er mikill heiður og ég er gríðarlega spenntur,“ segir hann. „Ef um hefði verið að ræða Kasper, Jasper og Jónínu, þá hefði ég kannski átt möguleika á hlutverki,“ skýtur Ebba inn í. Eftir áramót fer hún með hlutverk í Þitt eigið tímaferðalag. „Þannig að við förum bæði beint úr drama yfir í að huga að börnunum,“ segir hún. Hjartnæm saga sem auðvelt er að tengja við Oddur og Ebba Katrín kynnust í leikhúsinu og leika þar nú saman í Atómstöðinni. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI Ebba Katrín Finns- dóttir og Oddur Júlíusson leika par í Atómstöðinni og eru par í raun- veruleikanum. Leika næst saman í Meistaranum og Margaritu. Kolbrún Bergþórsdóttir kolbrunb@frettabladid.is Listvinafélag Hallgrímskirkju og Mótettukór Hallgríms-kirkju standa fyrir tvennum tónleikum um helgina. Viðfangs- efnið er eitt háleitasta verk tón- listarsög unnar, Messías ef tir Händel. Auk kórsins og Alþjóðlegu barokksveitarinnar í Hallgríms- kirkju koma fram fjórir einsöngv- arar, þau Herdís Anna Jónasdóttir sópran, David Erler kontratenór, Martin Vanberg tenór og Jóhann Kristinsson bassi. Herdís Anna er nýkomin frá því að syngja við jarðarför ömmu vinar síns og varla búin að þurrka tárin úr augnkrókunum þegar ég inni hana eftir næsta verkefni sem er handan við hornið. „Messías er stórt verk og mikilfenglegt,“ segir hún. „Ég byrjaði að læra hlutverkið í sumar og vona að ég standi klár á mínu en ekki gefst mikill tími til samæfinga með kór og hljómsveit.“ Messías er stórt verk og mikilfenglegt Herdís Anna Jónasdóttir sópransöngkona og Jóhann Kristinsson bassi með stjórnandann Hörð Áskelsson á milli sín. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK Herdís Anna kveðst hafa tekið þátt í f lutningi þessa stórvirkis áður. „Það var fyrir tuttugu árum á Ísafirði og það var í fyrsta skipti sem svona stórt kórverk var f lutt þar. Hátíðakór Tónlistarskólans söng, undir stjórn Beáta Joó, ég var í honum, svo kom Ingvar Jónasson víóluleikari, frændi minn, með hóp tónlistarfólks að sunnan. Guðrún Jónsdóttir söng hlutverkið sem ég er að syngja núna og Ingunn Ósk Sturludóttir var í althlutverkinu. Þær voru báðar að kenna mér söng á þessum tíma. Þetta var hrikalega skemmtilegt.“ Spurð hvort hún hafi unnið með þeim einsöngvurum áður sem koma fram með henni núna svarar Her- dís Anna: „Bara kontratenórnum. Ég hitti David Erler í vor, þá söng ég dúett með honum í Bachkantötu á kirkjulistahátíð. Mér skilst að þá hafi Hörður ákveðið að reyna að fá okkur aftur, honum líkaði svo vel við hljóðin í okkur!“ Messías verður f luttur tvívegis um helgina, í dag, laugardag, klukk- an 18.00 og á morgun, sunnudag, klukkan 16. Stjórnandi er Hörður Áskelsson og konsertmeistari Tuomo Suni. gun@frettabladid.is ÉG HITTI DAVID ERLER Í VOR, ÞÁ SÖNG ÉG DÚETT MEÐ HONUM Í BACH- KANTÖTU Á KIRKJULISTA- HÁTÍÐ. MÉR SKILST AÐ ÞÁ HAFI HÖRÐUR ÁKVEÐIÐ AÐ REYNA AÐ FÁ OKKUR AFTUR, HONUM LÍKAÐI SVO VEL VIÐ HLJÓÐIN Í OKKUR. 7 . D E S E M B E R 2 0 1 9 L A U G A R D A G U R54 M E N N I N G ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð MENNING
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.