Fréttablaðið


Fréttablaðið - 20.12.2019, Qupperneq 1

Fréttablaðið - 20.12.2019, Qupperneq 1
— M E S T L E S N A DAG B L A Ð Á Í S L A N D I * —2 9 7 . T Ö L U B L A Ð 1 9 . Á R G A N G U R F Ö S T U D A G U R 2 0 . D E S E M B E R 2 0 1 9 Allt frá jakkafötum til jólaepla Kringlunni - michelsen.is Glæsilegar jólagjafir í jólaskapi LENGRI OPNUNARTÍMI Í NETTÓ OPIÐ Í ÖLLUM NETTÓ VERSLUNUM TIL 23 Í KVÖLD OPIÐ ALLAN SÓLARHRINGINN Í NETTÓ GRANDA OG MJÓDD ÖRYGGISMÁL „Það þarf að gæta meðalhófs en það er ekki endilega óeðlilegt að nota öryggismyndavélar í skólum,“ segir Hrefna Sigurjóns- dóttir, framkvæmdastjóri foreldra- samtakanna Heimilis og skóla. Persónuvernd skoðar nú uppsetn- ingu á eftirlitsmyndavélum í grunn- skólum í Hafnarfirði. Bæjaryfirvöld segja farið að lögum og reglum. Málið hafi verið rætt á fundum með skólastjórum. „Skólastjórnendur telja að skóla- samfélagið styðji slíka öryggisvörslu með lögbundnum skilyrðum og hafa talið að slíkt myndi auka öryggi í skólastarfinu,“ segir í svari bæjarins til Persónuverndar. Hrefna segir að Heimili og skóli hafi sent frá sér ályktun í október varðandi öryggismál í skólum eftir að óviðkomandi maður hafi komið inn í Austurbæjarskóla í Reykja- vík, villt á sér heimildir og brotið þar kynferðislega á barni. Eftirlits- myndavélar hafi þá verið ræddar á vettvangi samtakanna en ekkert um þær þó ratað inn í ályktunina. „Við erum ekki að tala um að það eigi að vera eitthvert stórabróðurs- samfélag þar sem börnin eru undir stöðugu eftirliti, þau verða líka að fá að leika frjáls. Á hinn bóginn er slíkt kannski ekki óeðlilegt í opinberum byggingum eins og skólum þar sem eru líka ákveðin verðmæti,“ segir Hrefna. Að sögn Hrefnu er ekki æskilegt að börnin séu undir stöðugu eftir- liti. „Ég efast um að nokkur vilji hafa myndavél beint að sér allan daginn,“ segir hún. Hins vegar sé slíkt eftirlits- kerfi skiljanlegt í stórum stofnunum þar sem séu verðmæti og uppfylla þurfi ákveðna öryggisskyldu. Þá sé hægt að skoða upptökur ef eitthvað beri út af. „Það skiptir máli hvar myndavélar eru staðsettar, hversu margar þær eru og hvað þær eru að taka upp. Og það þarf að vera mjög skýrt hvernig nota á efnið og í hvaða tilgangi,“ segir Hrefna Sigurjónsdóttir. – gar / sjá síðu 4 Myndavélar í skólum þurfa skýran tilgang Bæjaryfirvöld í Hafnarfirði segja í svari til Persónuverndar eftirlitsmyndavélar í grunnskólum bæjarins studdar af skólasamfélaginu. Framkvæmdastjóri Heim- ilis og skóla segir að skýrt þurfi að vera í hvaða tilgangi myndefni sé tekið upp. Hrefna Sigurjónsdóttir, framkvæmda- stjóri Heimilis og skóla. Rúrik Gíslason. Örtröð myndaðist þegar jólaúthlutun fyrir fjölskyldur fór fram í Fjölskylduhjálp Íslands í gær. Fjölmörg fyrirtæki studdu við úthlutunina auk þess sem önnur, í ljósi vitundarvakningar varðandi matarsóun, gáfu vörur sem nálguðust brátt síðasta söludag. FRÉTTABLAÐIÐ SIGTRYGGUR ARI LÍFIÐ Knattspyrnumaðurinn Rúrik Gíslason hannar bol með 66°Norð- ur og rennur allur ágóði af sölu hans til SOS Barnaþorpa. Rúrik hefur lengi haft áhuga á tísku en hefur ekki hannað áður. Hann segir sam- starfið við 66°Norður hafa gengið vel og að hann sé að rækta lista- manninn í sjálfum sér. Hannar bol í góðgerðarskyni Fyrir einu og hálfu ári höfðu Barnaþorp SOS samband við Rúrik og báðu hann um að gerast velgjörð- arsendiherra fyrir samtökin. Hann þurfti ekki hugsa sig tvisvar um. „Mig langaði svo mikið að leggja mitt af mörkum, ekki bara monta mig af því að vera velgjörðarsendi- herra og gera svo ekki rassgat. Mig langaði að gera eitthvað sem myndi vekja athygli á samtökunum. Þá fékk ég þessa hugmynd, að hanna bol og selja til styrktar samtök- unum,“ segir Rúrik. – ssþ / sjá síðu 44

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.