Fréttablaðið - 20.12.2019, Page 4

Fréttablaðið - 20.12.2019, Page 4
Allar nýjustu fréttir og blað dagsins eru fáanleg á www.frettabladid.is 1 Sjö til kynningar um köngu lær með rauðum díl á að eins ör­ fáum vikum Náttúrufræðistofnun hefur fengið óvenju margar til­ kynningar á undanförnum vikum um köngulær í vínberjapokum. 2 Seinka jólunum til að gleðja ókunnuga Eigendur Orange Café bjóða einstæðingum að upp­ lifa ekta jól á aðfangadagskvöld. 3 Bandaríkjaforseti formlega á kærður til em bættis missis Donald J. Trump er þriðji forsetinn sem er ákærður til embættis­ missis (e. impeached). 4 Búið að bera kennsl á hin myrtu í Maniit soq en morð­ inginn gengur enn laus Lögreglan hefur ekki enn fundið morðingj­ ann sem myrti tvo einstaklinga í grænlenska þorpinu Maniitsoq í fyrrinótt. 5 Tveir ein stæðir feður flytja úr for eldra húsum í leigu í búð fyrir jólin Lyklar voru af hentir að nýjum leigu í búðum ætluðum tekju lágum ein stak lingum og fjöl­ skyldum í Hafnar firði í dag. PERSÓNUVERND Persónuvernd hefur hafið frumkvæðisathugun á eftirlits­ myndavélum við grunnskóla í Hafn­ arfirði. Bæjaryfirvöld segja farið að lögum og reglum. Í erindi frá 4. desember vísaði Per­ sónuvernd í fjölmiðlaumfjöllun um að Hafnarfjarðarbær hafi á liðnum tveimur árum sett upp eftirlits­ myndavélar við grunnskóla. Mynda­ vélum yrði komið fyrir við síðasta grunnskólann fyrir áramót. Á næsta ári yrði byrjað að setja upp eftirlits­ myndavélar við leikskóla. Persónuvernd sendi Hafnar­ fjarðar bæ spurningalista. Þar var meðal annars spurt að því hvar myndavélunum væri komið fyrir, hvers konar rými væru vöktuð og hvort vöktunin næði út fyrir skóla­ lóðirnar. Einnig var spurt við hvaða laga­ heimild myndavélaeftirlitið styddist og hvernig það samræmdist ákvæð­ um um rafræna vöktun í lögum um persónuvernd. „Rafræn vöktun er ávallt háð því skilyrði að hún fari fram í málefna­ legum tilgangi. Rafræn vöktun svæðis þar sem takmarkaður hópur fólks fer um að jafnaði er jafnframt háð því skilyrði að hennar sé sérstök þörf vegna eðlis þeirrar starfsemi sem þar fer fram,“ er eitt ákvæðanna sem Persónuvernd vísaði til. Bréf Persónuverndar var lagt fyrir bæjarráð Hafnarfjarðar í gær. Fréttablaðið hefur undir höndum svar bæjarins sem undirritað er af Rósu Guðbjartsdóttur bæjarstjóra og dagsett er í fyrradag. Þetta svarbréf var þó ekki lagt fyrir bæjarráðið í gær. „Við höfum uppfyllt öll skilyrði laga og reglna hvað eftirlitsmynda­ vélar varðar,“ segir Sigríður Krist­ insdóttir bæjarlögmaður við Frétta­ blaðið. „Skólastjórnendur telja að skóla­ samfélagið styðji slíka öryggisvörslu með lögbundnum skilyrðum og hafa talið að slíkt myndi auki öryggi í skólastarfinu,“ segir í svarbréfi bæjarins. Vöktunin snúist um að vernda eigur nemenda, sveitarfélags­ ins og starfsmanna og tryggja öryggi nemenda, starfsfólks og annarra að mörkum skólalóðanna. „Myndavélar innandyra snúa aðeins að fáum grunnskólum sveitar­ félagsins,“ segir í svari bæjarins. „Hvað varðar vélar innanhúss í núverandi framkvæmd þá skal vöktun þeirra beinast að svæði við útgang/inngang og þá eftir atvikum að þeim verðmætum sem þar er að finna svo sem föt og skór. Auk almannarýmis ef sérstök ástæða er til með hliðsjón af öryggi og að tryggja verðmæti.“ Þá segir Hafnarfjarðarbær að ekki hafi verið formlega ákveðið að að setja upp öryggismyndavélar við leik­ skóla á næsta ári. „Þess skal þó getið að stefnt er á að setja upp eftirlit utanhúss utan vistunartíma við einn leikskól­ ann sökum skemmda og slæmrar umgengni þegar leikskólanum er lokað,“ segir í bréfi Hafnarfjarðar­ bæjar. gar@frettabladid.is Eftirlitsmyndavélarnar sagðar vernda skólafólk í Hafnarfirði Hafnarfjarðarbær segir uppsetningu eftirlitsmyndavéla við grunnskóla bæjarins í samræmi við lög og reglur. Ekki hafi verið formlega ákveðið að setja einnig upp vélar við leikskóla. Þetta kemur fram í svari bæjarins til Persónuverndar sem hóf skoðun á málinu eftir fjölmiðlaumfjöllun fyrr í þessum mánuði. Skólastjórnendur telja að skólasam- félagið styðji slíka öryggis- vörslu með lögbundnum skilyrðum og hafa talið að slíkt myndi auki öryggi í skólastarfinu. Úr svarbréfi Rósu Guðbjartsdóttur, bæjarstjóra Hafnarfjarðar, til Persónuverndar Eftirlitsmyndavélar við Lækjarskóla og aðra skóla í Hafnarfirði auka öryggi segja bæjaryfirvöld. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN mánudaga-föstudaga 7.30 -17.30 laugardaga 8.00 -16.00 sunnudaga 9.00 -16.00 Austurströnd 14 • Hringbraut 35 ....................................................Sími: 561 1433 www.bjornsbakari.is PREN TU N .IS TARTALETTUR Íslenskar hátíðar ................................................ Fyrir jól og áramót Fléttubrauð, skrautrúnstykki, súpurúnstykkifín og gróf snittubrauð, fín og gróf samlokubrauð, partýbrauð 15 og 30 kúla GLEÐILEG JÓL Pantið í verslunum okkar eða hringið í síma 561 1433 HEILBRIGÐISMÁL Fella á niður komugjöld sjúklinga í áföngum og auka niðurgreiðslur sjúkratrygg­ inga vegna tannlæknaþjónustu og lyfja. Þetta eru meðal þeirra aðgerða sem kynntar voru í gær í því skyni að lækka greiðsluþátt­ töku í heilbrigðiskerfinu. Alls verður 1,1 milljarði króna ráðstafað til verkefnanna næstu tvö árin. Hluti aðgerðanna kemur til framkvæmda strax um áramótin en samkvæmt ríkisfjármálaáætlun á að verja 3,5 milljörðum króna í að lækka greiðsluþátttöku til ársins 2024. „Lækkun greiðsluþátttöku sjúklinga er afgerandi þáttur í því að jafna aðgengi fólks að heilbrigð­ isþjónustu og sporna við heilsu­ farslegum ójöfnuði af félagslegum og fjárhagslegum ástæðum,“ segir Svandís Svavarsdóttir heilbrigðis­ ráðherra. „Markmiðið er að greiðsluþátt­ takan verði á pari við það sem best gerist á Norðurlöndunum,“ segir Svandís. Meðal annarra aðgerða sem ráðast verður í er fjölgun á léttum súrefnis síum fyrir lungnasjúkl­ inga, þá verður nýr búnaður fyrir sykursjúka tekinn í notkun og settar verða rýmri reglur um ferða­ kostnað sjúklinga og aðstandenda þeirra. – sar Rúmur milljarður í lægri greiðsluþátttöku Lækkun greiðslu- þátttöku sjúklinga er afgerandi þáttur í því að jafna aðgengi fólks að heilbrigðis- þjónustu. Svandís Svavars­ dóttir heilbrigðis­ ráðherra VI N N U M AR K AÐ U R Heildarlaun félagsmanna í VR voru að meðaltali 666 þúsund krónur á mánuði í sept­ ember síðastliðnum. Þetta sýna nið­ urstöður launarannsóknar félagsins. Höfðu laun hækkað að meðaltali um 2,1 prósent frá því í febrúar þegar síðasta rannsókn var gerð. Miðgildi heildarlauna reyndist 615 þúsund krónur á mánuði og hafði hækkað um 2,5 prósent frá því í febrúar. Launarannsókn VR byggir á skráningum um 13 þúsund félags­ manna í launareiknivél. Hæstu meðallaunin voru í upp­ lýsingatækni, hugbúnaðargerð og tölvusölu og þjónustu eða 804 þúsund á mánuði. Lægst meðallaun voru hins vegar í verslun með lyf, hjúkrunar­ og snyrtivörur þar sem þau voru 562 þúsund á mánuði. – sar Meðallaun í VR 666.000 krónur UMHVERFISMÁL Umhverfisstofnun hefur gefið út skýrslu þar sem greint er frá niðurstöðum á mælingum á efnainnihaldi svifryks um síðustu áramót. Í skýrslunni kemur fram að veruleg aukning hafi orðið á hlut­ falli ýmissa innihaldsefna svifryks um áramótin. Þau efni sem hækki hvað mest séu einkennandi fyrir mengun frá flugeldum en komi ekki frá öðrum uppsprettum svo sem ára­ mótabrennum. Ryk sem þetta er sagt bæði vara­ samt og heilsuspillandi og þá sér í lagi fyrir börn og aldraða. Mengun frá flugeldum er sögð raunverulegt vandamál hér á landi og er fólk hvatt til hófsemi í notkun á flugeldum um komandi áramót. Tekið er fram á vef stofnunarinnar að flugeldar séu „aldrei umhverfis­ vænir eða skaðlausir og því er mikil­ vægt að minnka verulega magn flug­ elda sem skotið er upp um áramót þar sem þeim fylgir ávallt mikið svif­ ryk“. Sýnum var safnað á mælistöð við Grensásveg í Reykjavík og Dals­ mára í Kópavogi. Á báðum stöðum mátti sjá mikla aukningu svifryks um áramótin 2018­2019 ásamt því að efnainnihald þess breyttist. Þann fyrsta janúar mældist svif­ ryk við Grensásveg 81,5 mikró­ grömm á rúmmetra miðað við 5,1 þann 27. desember. Í Dal smára mældist svifryk 114,9 mikró grömm á rúmmetra á nýársdag en 1,0 þann 27. desember. – bdj Aukið svifryk mælist um áramót Flugeldar valda mikilli og skaðlegri loftmengun. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM 2 0 . D E S E M B E R 2 0 1 9 F Ö S T U D A G U R4 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.