Fréttablaðið - 20.12.2019, Page 6

Fréttablaðið - 20.12.2019, Page 6
Minnihluti nefndarinn- ar vildi að hámarkið yrði 20 prósent. Afgreiðslutímar á www.kronan.is 9-22 Í DAG OPIÐ OPIÐ 9-20 á Hvolsvelli, Reyðarfirði, Vestmannaeyjum og Þorlákshöfn. FISKELDI Gunnar Davíðsson starfar sem deildarstjóri fyrir fylkisstjórn- ina í Troms í Noregi, næstnyrsta fylki landsins. Þar hefur fiskeldi aukist jafnt og þétt undanfarin fimmtán ár og er nú á meðal tíu stærstu atvinnuveganna í fylkinu. Fylkisstjórnin sér um leyfisveitingu fyrir fiskeldisstöðvarnar og þekkir Gunnar, sem hefur búið í Noregi síðan 1983, vel til í þeim efnum. Fiskeldi í Noregi hófst í kringum 1970 og varð að stórum iðnaði um tíu árum síðar. Langmest er ræktað af laxi en einnig regnbogasilungi. Í dag eru rúmlega 1,3 milljónir tonna af fiski ræktuð í Noregi, sem er um helmingur heimsframleiðslunnar. Að sögn Gunnars fór Troms frekar seint af stað en iðnaðurinn hefur þróast mikið og í dag er hann orð- inn stærsta atvinnugreinin í mörg- um minni sveitarfélögum fylkisins. Á síðasta áratug hefur eldisfram- leiðslan tvöfaldast, úr 110 þúsund tonnum upp í tæplega 200 þúsund. Að mati Gunnars er svæðið að tölu- verðu leyti samanburðarhæft við bæði Vestfirði og Austfirði á Íslandi. Gunnar segir að fiskeldið þjóni mikilvægu hlutverki hvað byggða- stefnu varðar. „Áhrif fiskeldisins á svæðið eru mikil. Með því koma störf sem ekki er hægt að f lytja í bæina eða suður eftir, störf sem þarf að fylla á í þeim byggðarlögum þar sem eldið er,“ segir Gunnar. Bæði störf sem þarfnast framhalds- menntunar, svo sem sjávarlíffræð- inga og dýralækna, og önnur. „Síðan hefur þetta mikil efnahagsleg áhrif fyrir þau fyrirtæki sem þjónusta eldið, svo sem fraktflutninga, köf- unarþjónustu, bátaþjónustu, við- gerðir og fleira. Hvert starf í eldinu skapar þrjú eða fjögur störf í nær- umhverfinu.“ Hvað Ísland varðar telur Gunn- ar mikilvægt að hlúa að fiskeldinu til þess að greinin geti komið undir sig fótunum. Norðmenn spila stóra rullu í íslenska eldinu og eru nú fjögur norsk fyrirtæki sem starfa hér. Fiskeldi hefur langt í frá verið óumdeilt á Íslandi, sérstaklega á meðal laxveiðimanna sem telja eldið ógna hreinleika villta laxa- stofnsins. Gunnar segir að líkt og hér séu alltaf einhverjir sem finni eldinu allt til foráttu í Noregi. „Engin atvinnu- þróun verður án þess að það kosti eitthvað í samfélaginu. Okkar reynsla er að fiskeldi sé þó sú grein sem skapi hvað minnsta truf lun í kringum sig,“ segir hann. „Þó að talið sé að eldið sé til óþurftar fyrir villtu laxveiðina, þá er samt sem áður staðreyndin sú að gotstærð allra villilaxastofna er sú sama og fyrir 30 til 40 árum. Ef áhrif eldisins eru einhver þá eru þau að minnsta kosti ekki mikil þegar á heildina er litið.“ Í Troms eru fiskar ræktaðir í sjókvíum og landeldi enn ekki hafið. „Fyrsta landeldisstöðin er rétt að byrja og verður væntanlega komin í gagnið á næsta ári.“ kristinnhaukur@frettabladid.is Fiskeldi veldur lítilli truflun í umhverfinu Gunnar Davíðsson, deildarstjóri Tromsfylkis í Noregi, telur rétt að hlúa að fiskeldinu hér til að það dafni og skapi störf. Reynslan í Noregi sé mjög góð og umhverfisáhrif hverfandi. Fiskeldi hafi mikilvægu byggðahlutverki að gegna. Laxeldi í Harstad í Noregi. Gunnar Davíðsson segir að uppbygging fiskeldis í Tromsfylki hafi orðið til góðs fyrir byggðina. Áhrif eldisins á svæðið séu mikil. Með því koma mikilvæg störf fyrir byggðarlögin. NORDICPHOTOS/GETTY VIÐSKIPTI Vel heppnað skuldabréfa- útboð Landsnets í Bandaríkjunum bendir til að nú sé kjörið tækifæri til innviðafjárfestinga, einnig hljóti fyrirtæki og almenningur að njóta þessa í lægra raforkuverði. „Þetta eru mjög góð tíðindi, bæði fyrir Landsnet og þá sem eru í við- skiptum við þá. Þetta bendir til að fjármagnskostnaður þeirra sé að lækka, jafnvel umtalsvert,“ segir Ingólfur Bender, aðalhagfræðingur Samtaka iðnaðarins. Hin nýju lán Landsnets eru á talsvert betri kjörum en fyrri lán fyrirtækisins, 3,79 prósenta meðal- vextir samanborið við 4,56 pró- senta meðalvexti í fyrra útboði. Alls er um að ræða 100 milljónir Bandaríkjadala, eða 12,3 milljarða króna. Um 70 prósent fjármagnsins verður notað til að greiða stofnlán frá Landsvirkjun en afgangurinn fer í nýfjárfestingar í innviðum. „Ástæðurnar sem liggja að baki betri vaxtakjörum eru í fyrsta lagi að grunnvextir hafa lækkað erlendis. Einnig erum að sjá að staða ríkisfjármála hérna heima hefur batnað verulega sem skilar sér í lægra vaxtaálagi, sama má segja um stöðu hagkerfisins frá því síðast þegar Landsnet fór í skulda- bréfaútboð,“ segir Ingólfur. „Það er fagnaðarefni að sjá að Landsnet sé að fá þetta miklu betri vaxtakjör en áður og við ættum að sjá það koma fram í lægra raforkuverði.“ Með skuldabréfaútgáfunni náði Landsnet einnig að afla fjár til fjár- festinga á næsta ári, en dreifikerfi raforku hefur verið í deiglunni síðustu daga í kjölfar óveðursins. Ingólfur segir vaxtaumhverfið mjög hagstætt til að fara í innviðafram- kvæmdir, en auknar innviðafram- kvæmdir eru einnig til þess fallnar að kippa landinu upp úr efnahags- lægðinni. „Það eru sögulega lágir vextir sem er þá kjörið tækifæri fyrir ríki og sveitarfélög til að gera átak í að vinna upp uppsafnaða þörf í innviðaframkvæmdum.“ – ab Viðrar vel til innviðaframkvæmda Dreifikerfi raforku á Íslandi hefur verið í deiglunni.FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM Hvert starf í eldinu skapar þrjú eða fjögur störf í nærumhverf- inu. Gunnar Davíðsson, deildarstjóri Tromsfylkis N E Y TE N D U R Hámark svextir á neytendalánum voru lækkaðir úr 50 prósentum árlega í 35 prósent, auk stýrivaxta. Lög þess efnis voru samþykkt á Alþingi á síðasta degi þingsins fyrir jólafrí. Um er að ræða breytingartillögu meirihluta efna- hags- og viðskiptanefndar á frum- varpi iðnaðar- og nýsköpunarráð- herra sem ætlað var að sporna við ólöglegri starfsemi smálánafyrir- tækja. Í frumvarpi ráðherra var miðað við að hámarkið yrði áfram fimm- tíu prósent auk stýrivaxta Seðla- bankans. Minnihluti nefndarinnar vildi að hámarkið yrði tuttugu prósent. Oddný Harðardóttir, þingmaður og fulltrúi Samfylkingarinnar í nefnd- inni, segir að horft hafi verið til norrænna fyrirmynda við að finna réttu töluna. „Yfirdráttur er um 11 prósent, sama á við um dráttarvexti Seðlabankans. Fimmtíu prósent vextir á ári eru okurvextir, tutt- ugu prósent eru háir vextir. Þrjátíu og fimm prósent vextir eru mun skárri,“ segir Oddný. Bryndís Haraldsdóttir, þingmað- ur Sjálfstæðisf lokksins og fram- sögumaður nefndarinnar í málinu, segir að nefndin hafi ákveðið að lækka hámarkið út frá umsögnum sem bárust. Lækkun niður í 20 pró- sent hefði þó verið of stórt stökk í einu. „Við erum að færa okkur í þá átt sem við sjáum á hinum Norður- löndunum. Þetta er 20 prósent í Finnlandi, hærra í Svíþjóð og svo eru Danir að horfa til 20 prósenta. Við þorðum ekki að fara svo lágt að þessu sinni þannig að 35 prósent var niðurstaðan,“ segir Bryndís. Brynhildur Pétursdóttir, fram- k væmdast jór i Ney tendasam- takanna, sem hafa verið í öf lugri baráttu við smálánafyrirtæki og innheimtufyrirtæki þeirra, segir þessa breytingu til bóta. „Þetta er mjög jákvætt skref í rétta átt. Við höfum hins vegar áhyggjur af því að málsmeðferðar- tími þessara mála er alltof hægur og jafnvel þó að skýr ákvæði séu í lögum þá hefur smálánafyrirtækj- unum tekist að snúa fram hjá öllum lögum,“ segir Brynhildur. Bætir hún við að næsta skref samtakanna sé að beita sér fyrir því að taka á eftir- liti með innheimtufyrirtækjunum sem falla utan við eftirlit Fjármála- eftirlitsins. – ab Hámarksvextir 35 prósent Við erum að færa okkur í þá átt sem við sjáum á hinum Norður- löndunum. Bryndís Haralds- dóttir, þingmaður Sjálfstæðis- flokksins 2 0 . D E S E M B E R 2 0 1 9 F Ö S T U D A G U R6 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.