Fréttablaðið - 20.12.2019, Page 8
MEXÍKÓ Mexíkóskir eiturlyfja-
hringir við Kaliforníuf lóa hafa
á undanförnum árum fært út
kvíarnar og smyglað verðmætum
sundmögum til Kína. Sundmagar
totoaba-fisksins eru sagðir hafa sér-
stakan lækningamátt þar í landi, og
getur kílóverðið verið allt frá 2 til 10
milljóna króna. Totoaba-fiskurinn
er í mikilli útrýmingarhættu en auk
fisksins sjálfs festast kaliforníuhnís-
ur í netunum, en þær eru minnstu
hvalir veraldar. Aðeins um 15 dýr
eru eftir í heiminum.
Totoaba er stór fiskur, tveggja
metra langur og 100 kíló að þyngd,
og lif ir eingöngu í Kaliforníu-
f lóa. Hann var áður veiddur með
spjótum en árið 1975 var hann frið-
aður af mexíkóskum yfirvöldum
vegna ofveiði. Kínverjar hafa ásælst
totoaba vegna sundmagans. Eftir að
velmegun jókst þar í landi og fiskun-
um fækkaði hefur verðið á svörtum
mörkuðum hækkað ár frá ári.
Eiturlyfjahringirnir á svæðinu
hafa fært sér þessa eftirspurn í
nyt og fengið fátæka sjómenn í
þorpum flóans til að veiða fyrir sig.
Sjómennirnir leggja netin og selja
hringjunum sundmagana á um 600
þúsund krónur kílóið. Kínverskir
svartamarkaðsbraskarar, búsettir í
Mexíkó, kaupa hins vegar af hringj-
unum fyrir margfalda þá upphæð.
Mexíkóski herinn reynir af veik-
um mætti að berjast gegn þessum
veiðum og hefur fengið aðgerða-
sinnasamtökin Sea Shepherd með
sér í lið. Samtökin hafa verið með
skip staðsett í f lóanum til þess að
eyðileggja netin og alla sundmaga
sem þau komast yfir.
Hringirnir eru hins vegar bæði
fjársterkir og vel vopnaðir, og víla
ekki fyrir sér að múta hermönnum,
tollgæslumönnum og lögreglu-
mönnum til að koma afurð sinni
áleiðis. Þar að auki reiða sjómenn-
irnir og fjölskyldur þeirra sig á við-
skiptin og hefur slegið í brýnu á
milli þeirra og hersins.
Eftirspurn Kínverja eftir afurðum
dýra í útrýmingarhættu hefur haft
voveiflegar afleiðingar fyrir heim-
inn og líffræðilegan fjölbreytileika.
Nærtækasta dæmið er útdauði
mandarínhöfrungsins árið 2006,
f ljótahöfrungs sem lifði í Yangtze-
ánni. Þegar mandarínhöfrungur-
inn dó út varð kaliforníuhnísan
formlega að minnsta hval veraldar.
Vegna totoaba-veiðanna er hún nú
á barmi útrýmingar.
Sjávarlíffræðingurinn Cynthia
Smith hjá Sjávarspendýrastofnun
Bandaríkjanna í San Diego gerði
tilraun til að bjarga kaliforníu-
hnísunni. Settar voru upp kvíar og
hnísur settar í þær til að forða þeim
frá netunum í Kaliforníuflóa. Það
gekk hins vegar ekki sem skyldi því
að hnísurnar gátu ekki lifað í kví-
unum og drápust. Var því snarlega
hætt við verkefnið.
Árið 1997 voru 600 kaliforníu-
hnísur til í heiminum, árið 2014
voru þær innan við 100 og í dag er
talið að þær séu í kringum 15 tals-
ins. Enn er vonast til þess að hægt
verði að bjarga tegundinni, en ann-
ars mun ekki líða á löngu þar til hún
deyr út. kristinnhaukur@frettabladid.is
Eiturlyfjahringir ógna
minnsta hval heims
Kaliforníuhnísan er á barmi útrýmingar og totoaba-fiskstofninum er ógnað
vegna ofveiði á vegum mexíkóskra eiturlyfjahringja. Þeir ásælast sundmaga
totoaba-fisksins sem seldir eru fyrir milljónir á svörtum markaði til Kína.
Vaquita-hvalurinn festist í neti totoaba-veiðimanna. NORDICPHOTOS/GETTY
Vaquita er minnsti
hvalur heimsins. Aðeins eru
um 15 dýr eftir í heiminum.
B L Ö N D U Ó S „Björg unar félag ið
Blanda hefur unnið þrekvirki síð-
astliðna viku við að aðstoða íbúa og
stofnanir sveitarfélagsins sem og í
nágrannasveitarfélögum, við mjög
erfiðar aðstæður,“ segir sveitarstjórn
Blönduóss sem í þakkarskyni styrkir
Blöndu um eina milljón króna.
„Félagsmenn björgunarsveita
leggja mikið á sig, oft í mjög erfiðum
aðstæðum, til þess að tryggja öryggi
íbúa. Það á bæði við um beina aðstoð
við íbúa og ekki síst aðstoð við Rarik
og Landsnet við að koma á rafmagni,
sem og Heilbrigðisstofnun Norður-
lands við að koma starfsfólki, sjúkl-
ingum og aðstandendum að og frá
stofnuninni.“
Með styrknum er sagt fylgt for-
dæmi Húnaþings vestra sem styrkt
haf i Björgunarsveitina Húna.
„Blönduósbær skorar jafnframt á
önnur sveitarfélög, RARIK, Lands-
net, HSN og f leiri að styrkja með
beinum hætti björgunarsveitir sem
voru þeim innan handar í óveðrinu
síðastliðna viku, við mjög erfiðar
aðstæður.“ – gar
Sveitarstjórn Blönduóss styrkir björgunarsveitina
Björgunarstörf. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR
BOSE
NC 700 ÞRÁÐLAUS HEYRNARTÓL
• Allt að 20 klst. rafhlöðuending
• Google Assistant
• Útiloka umhverfishljóð
7942970100 7942970300 7942970400
52.895
EÐA 4.967 KR. Í 12 MÁNUÐI
Á 0% VÖXTUM - ALLS 59.606 KR. - ÁHK 24.15%
ný vara
heyrnartólin á elko.is
þú færð öll bestu
land allt
sendum um KJARAMÁL Breytist viðhorf viðsemj-enda BSRB í yfirstandandi kjara-
viðræðum ekki snarlega á nýju ári
má búast við að félagið fari að huga
að aðgerðum snemma á næsta ári.
Þetta kemur fram í pistli Sonju Ýrar
Þorbergsdóttur, formanns BSRB,
þar sem hún fer yfir árið.
Þar lýsir hún yfir vonbrigðum
með hversu hægt kjaraviðræður
hafi gengið en samningar aðildar-
félaga BSRB hafa verið lausir frá
byrjun apríl.
„Tíminn er runninn frá okkur.
Við getum ekki beðið samningslaus,
viku eftir viku, mánuð eftir mánuð.
Viðsemjendur geta ekki sýnt okkar
félagsmönnum þá vanvirðingu að
draga samningaviðræður von úr
viti,“ segir í pistlinum.
Sonja segir að full samstaða sé
innan BSRB um að ekki verði gengið
til samninga nema fólk geti lifað af
launum sínum, vinnuvikan verði
stytt, tekið verði skref til að minnka
launamun opinbera og almenna
markaðarins og samið verði um
bætt starfsumhverfi og launaþró-
unartryggingu. – sar
BSRB farið að huga að aðgerðum
Samningar aðildarfélaga BSRB hafa verið lausir frá aprílbyrjun. Formaður-
inn hefur lýst yfir vonbrigðum með stöðuna. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK
STJÓRNMÁL Vladímír Pútín Rúss-
landsforseti hefur gagnrýnt niður-
stöðu fulltrúadeildar Bandaríkja-
þings um að ákæra Donald J.
Trump, forseta Bandaríkjanna, til
embættismissis (e. impeach).
Fulltrúadeildin greiddi í gær
atkvæði um tvær ákærur gegn
Trump. Misbeitingu á valdi og
hindrun á framgangi þingsins. Í
fulltrúadeildinni sitja 435 þing-
menn og greiddu 427 þeirra atkvæði
um fyrri ákæruna, 230 með og 197
á móti. Allir Demókratar fyrir utan
tvo kusu með og allir Repúblíkanar
kusu á móti ákærunni.
Sami fjöldi þingmanna greiddi
atkvæði um seinni ákæruna og
greiddu þá 230 með og 198 á móti.
Allir Demókratar fyrir utan þrjá
greiddu atkvæði með og allir Repú-
blíkanar á móti.
Eftir áramót verður málið tekið
fyrir í öldungadeild Bandaríkja-
þingsins þar sem ekki er talið lík-
legt að Trump verði dæmdur og er
ástæðan sú að þar eru Repúblíkanar
í meirihluta. Donald Trump er þriðji
forsetinn í tæplega 250 ára sögu
Bandaríkjanna til að vera ákærður
til embættismissis.
Pútín sagði á blaðamannafundi í
Moskvu í gær að ásakanirnar gegn
Trump væru úr lausu lofti gripnar.
Hann sagðist hafa trú á því að
Bandaríkjaforseti myndi lifa máls-
meðferðina af og að ákærurnar
væru leið Demókrata til þess að
bæta upp fyrir tap þeirra í forseta-
kosningunum árið 2016.
Á fundinum gaf Pútín í skyn að
lítið mál væri að fella úr gildi lög
sem takmarka setu hans í emb-
ætti forseta. Samkvæmt núverandi
lögum getur sami maður einungis
verið tvö kjörtímabil í embætti en
valdatíð Pútíns lýkur 2024.
– bdj, oæg
Gagnrýnir niðurstöðu
bandaríska þingsins
Pútín segist hafa trú á því að Trump lifi málaferlin af. NORDICPHOTOS/GETTY
2 0 . D E S E M B E R 2 0 1 9 F Ö S T U D A G U R8 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð