Fréttablaðið - 20.12.2019, Síða 10
Frá degi til dags
Halldór
ÚTGÁFUFÉLAG: Torg ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Helgi Magnússon FORSTJÓRI OG ÚTGEFANDI: Jóhanna Helga Viðarsdóttir RITSTJÓRAR: Davíð Stefánsson david@frettabladid.is, Jón Þórisson jon@frettabladid.is,
MARKAÐURINN: Hörður Ægisson hordur@frettabladid.is FRÉTTABLAÐIÐ.IS: Sunna Karen Sigurþórsdóttir sunnak@frettabladid.is.
Fréttablaðið kemur út í 80.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslun um á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum
án endurgjalds. ISSN 1670-3871 FRÉTTABLAÐIÐ Kalkofnsvegur 2, 101 Reykjavík Sími: 550 5000, ritstjorn@frettabladid.is HELGARBLAÐ: Kristjana Björg Guðbrandsdóttir kristjanabjorg@frettabladid.is MENNING: Kolbrún Bergþórsdóttir kolbrunb@frettabladid.is
LJÓSMYNDIR: Anton Brink anton@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Sæmundur Freyr Árnason sfa@frettabladid.is
Hörður
Ægisson
hordur@frettabladid.is
Embættis-
mönnum
hefur verið
það einum
eftirlátið að
nýta allar
sínar
heimildir til
að hækka
eiginfjár-
kröfur á
fjármála-
geirann.
Þjóðgarður-
inn yrði
stærsti
þjóðgarður í
Evrópu,
myndi
styrkja
ímynd
Íslands og
marka
vatnaskil í
náttúru-
vernd.
Á hálendi Íslands ægir saman beljandi jökulám, fágætum gróðurvinjum, svörtum sandauðnum og sérstæðum jarðmyndunum sem finnast
hvergi annars staðar í heiminum á einu og sama
svæðinu. Þar er líka að finna ein stærstu óbyggðu víð-
erni Evrópu.
Miðhálendi Íslands er einstakt og í sameiginlegri
eign þjóðarinnar. Vegna þessa hefur verið bent á að
miðhálendið eigi að verða þjóðgarður allra lands-
manna. Þingflokkar, tvær fyrri ríkisstjórnir og fjöl-
margir hagsmunaaðilar hafa komið að þróun hug-
myndar um slíkan þjóðgarð á undanförnum árum.
Núverandi ríkisstjórn tók þetta stórbrotna mál síðan
upp með afgerandi hætti í stefnuyfirlýsingu sinni:
Þjóðgarður skyldi stofnaður á miðhálendi Íslands.
Við færumst nú stöðugt nær því marki að koma
þjóðgarðinum á fót – með öllum þeim tækifærum sem
munu fylgja. Í þessari viku voru drög að lagafrumvarpi
um stofnun Hálendisþjóðgarðs sett í Samráðsgátt
stjórnvalda og ég stefni á að leggja frumvarpið fram
á Alþingi næsta vor. Frumvarpið byggir á umfangs-
mikilli vinnu nefndar sem skipuð var vorið 2018 en í
henni áttu sæti m.a. fulltrúar allra flokka á Alþingi og
fulltrúar frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga. Nefndin
bar hugmyndir sínar undir sveitarstjórnir og fjöl-
marga hagaðila, auk þess að halda fundi vítt og breitt
um landið og setja verkefni sín jafnóðum í samráðs-
gátt.
Þjóðgarðar hafa mikið aðdráttarafl. Það býður upp
á ótal möguleika til náttúruverndar og skilar um leið
efnahagslegum ávinningi. Hálendisþjóðgarður myndi
verða stuðningur við byggðirnar í jaðri hans og ýta
undir atvinnusköpun. Í rannsókn sem Hagfræðistofn-
un HÍ vann að minni beiðni kom í ljós að fyrir hverja
krónu sem ríkið leggur til friðlýstra svæða skila sér 23
krónur til baka. Helmingur fjármagnsins verður eftir
inni á friðlýstu svæðunum eða í næsta nágrenni þeirra.
Stærsta tækifærið felst þó í því að vernda víðerni og
náttúru miðhálendisins. Þjóðgarðurinn yrði stærsti
þjóðgarður í Evrópu, myndi styrkja ímynd Íslands og
marka vatnaskil í náttúruvernd.
Tækifærin á hálendinu
Guðmundur Ingi
Guðbrandsson
umhverfis-
og auðlinda-
ráðherra
PRENTUN.IS
mánudaga-föstudaga 7.30 -17.30
laugardaga 8.00 -16.00
sunnudaga 9.00 -16.00
Austurströnd 14 • Hringbraut 35
....................................................Sími: 561 1433
www.bjornsbakari.is
PRENTUN.IS
TARTALETTUR
Íslenskar hátíðar
................................................
Stundum gleymist að það er ekki markmið í sjálfu sér að vera með sem lægsta vexti. Of lágir vextir, eins og við sjáum á evrusvæðinu, eru til marks um veikleika í hagkerfinu. Ólíkt því sem Íslend-ingar hafa átt að venjast erum við hins vegar nú
í þeirri stöðu þegar kreppir að í efnahagslífinu að geta
lækkað vextina myndarlega – þótt ávallt sé deilt um
hversu langt eigi að ganga – til að örva fjárfestingu og ýta
undir eftirspurn. Að geta beitt vaxtatækinu með þeim
hætti án þess að þurfa að óttast hið þekkta stef gengis-
veikingar og verðbólguskots í kjölfarið er nýlunda fyrir
Seðlabankann. Eftir að hafa verið gagnrýndur fyrir óskýr
svör og skort á leiðsögn til markaðsaðila á vaxtaákvörð-
unarfundi fyrr í þessum mánuði hefur Ásgeir Jónsson
seðlabankastjóri nú stigið fram og sagt að hann muni
lækka vexti enn frekar – þeir hafa verið lækkaðir um 1,5
prósentur frá því í vor – ef þörf krefur. Því ber að fagna.
Það eru samt takmörk fyrir því hversu miklu peninga-
stefnan getur áorkað ein og sér. Auk þess að beita ríkis-
fjármálunum, eins og hefur verið gert með lækkun tekju-
skatts og að reka ríkissjóð með halla, ættu stjórnvöld að
horfa til aðgerða sem bæta samkeppnishæfni fjármála-
fyrirtækja og um leið efla útlánagetu þeirra til að þjón-
usta fyrirtæki og heimili. Þar væri nærtækast að draga úr
opinberum álögum, sem eru margfalt meiri en þekkjast
í öðrum Evrópuríkjum með því að lækka bankaskattinn
hraðar og meira en áform gera nú ráð fyrir og eins að
falla frá boðaðri hækkun sveiflujöfnunaraukans ofan á
eiginfjárkröfur bankanna í byrjun næsta árs.
Nú virðist ljóst að af því verður ekki. Í viðtali við Við-
skiptaMoggann í vikunni upplýsir seðlabankastjóri að
kerfisáhættunefnd, sem starfar undir fjármálastöðug-
leikaráði, telji að við núverandi aðstæður sé „rétt að
halda fast við þá ákvörðun sem var tekin fyrir ári að
hækka eiginfjáraukann“. Sú ákvörðun, sem glöggt má sjá
af ummælum Ásgeirs í viðtalinu að hann er ósammála,
er með ólíkindum. Embættismönnum hefur verið það
einum eftirlátið, án í raun nokkurrar umræðu, að nýta
allar sínar heimildir til að hækka eiginfjárkröfur á fjár-
málageirann til fulls án tillits til þess fórnarkostnaðar
sem það kann að hafa fyrir íslenskt efnahagslíf. Engin
haldbær rök eru fyrir því að íslenskir bankar þurfi að
binda um þrefalt meira eigið en aðrir evrópskir bankar.
Það er samt staðan – og enn á að ganga lengra.
Næsta ár verður að líkindum meira af því sama. Seðla-
bankinn mun þurfa að lækka vexti frekar til að reyna að
skapa aðstæður fyrir meiri fjárfestingu í atvinnulífinu.
Ekki er vanþörf á. Hefðbundin atvinnuvegafjárfesting
hefur dregist saman sex fjórðunga í röð og atvinnuleysi
hefur hækkað um 0,7 prósentur á milli ára og mælist nú
um 4,3 prósent. Erfitt er að sjá hvaðan viðsnúningurinn
á að koma – útflutningsatvinnuvegir eru ekki að vaxa
og ferðaþjónustan í varnarbaráttu – og því útlit fyrir að
efnahagsumsvifin verði borin uppi af einkaneyslu og
hinu opinbera. Ekki getur það talist æskileg samsetning
hagvaxtar. Á sama tíma er einkageirinn að leita allra
leiða til hagræðingar, sem við sjáum birtast í uppsögnum
í öllum atvinnugreinum, þá virðist ekkert lát, eins og það
sé nánast náttúrulögmál, á fjölgun opinberra starfs-
manna. Þetta er ekki gæfuleg staða til að skapa grunn að
raunverulegri verðmætasköpun til framtíðar.
Með ólíkindum
Jarðsprengjusvæði
Fyrirtæki og stofnanir dreifa
nú jólagjöfum til starfsmanna.
Þetta er jarðsprengjusvæði
fyrir aðhaldssama stjórnendur
enda auðvelt að skapa sér óvin-
sældir með vanhugsuðum eða
nánasarlegum gjöfum. Sá er hér
stingur niður penna vann einu
sinni hjá fyrirtæki sem rambaði
á barmi gjaldþrots. Gjöfin eitt
árið var inneign hjá verslun
sem einnig var í fjárhagslegu
öngstræti. Starfsmenn slíkra
fyrirtækja eru oft útsjónarsamir
með af brigðum og því skapaðist
skemmtilegt andrúmsloft í
versluninni sama kvöld og
gjöfunum var útdeilt. Þá mætti
stór hluti samstarfsmanna að
klára inneignarkortin í áður en
partíið væri endanlega blásið af.
Pólitísk klókindi
Ekkert lát virðist á deilum
Ásmundar Friðrikssonar og
Þórhildar Sunnu Ævarsdóttur
sem Björn Leví blandar sér
inn í við hvert tækifæri. Þegar
aksturspeningamálið virtist
loks vera að gleymast ákvað
Ásmundur að kynda aftur
upp í glæðum þess með því að
kvarta til Evrópuráðsins undan
Þórhildi Sunnu. Það skal ósagt
látið hvort græðir meira á því að
málið gleymist. Bentu gárungar
á að Ásmundur hefði íhugað að
keyra með kvörtunarbréfið til
Brussel en áttað sig síðan á því
að bíllinn stæði alltof lengi kyrr
um borð í Norrænu. Það telur
víst lítið. bjornth@frettabladis.is
2 0 . D E S E M B E R 2 0 1 9 F Ö S T U D A G U R10 S K O Ð U N ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð
SKOÐUN