Fréttablaðið - 20.12.2019, Síða 11

Fréttablaðið - 20.12.2019, Síða 11
Í DAG Þórlindur Kjartansson Björgvin Franz Gí sla so n Stína Ágústsd ót tir Sigurður Flosa so n KK STJÓRNANDI & KYNNIR: Sigurður Flosason NÝÁRSTÓNLEIKAR Í ELDBORG 5. JANÚAR KL. 20.00 Ekki veit ég hvað er eiginlega í gangi með æsku þessa lands. Um daginn var ég að klæða mig inni í klefa eftir sundferð og varð óviljandi vitni að samtali tveggja ungra manna, líklega á bilinu átján til tuttugu ára. Þessir ungu menn virtust báðir vera býsna vel á sig komnir, hávaxnir, íþróttamannslegir og snaggara­ legir í hreyfingum. Þeir voru klæddir í samræmi við nýjustu tísku og almennt séð frekar snyrtilegir til fara og myndarlegir. Í stuttu máli sagt þá voru þeir alls ekki lúðalegir eða hallæris­ legir og virkuðu hvorki vitlausir né leiðinlegir. Ef mér hefur ekki förlast dómgreindin þá myndi ég ætla að þeir hafi báðir verið þeirrar gerðar að það hefði ekki verið algjör tímasóun fyrir þá að skella sér öðru hverju út á lífið. Þeir hlökkuðu til jólafrísins, og ég taldi mig vita hvað þeir hefðu í hyggju. Jólaplön En, boj­ó­boj. Það var nú eitthvað annað en ég hélt. Mér snarbrá að heyra á samtal þeirra um raun­ veruleg áform sín yfir jólahátíð­ ina. Það var um það bil svona: Náungi 1: Ég er orðinn rosalega spenntur fyrir jólunum. Náungi 2: Já, maður. Það verður hrikalega næs. Náungi 1: Akkúrat. Mamma er búinn að redda fullt af púslum og ég held að ég verði bara öll jólin heima að púsla. Náungi 2: Já, það er hrikalega gaman að púsla. Náungi 1: Alveg geðveikt. Við púslum alltaf alveg brjálæðislega mikið á jólunum. Það er bara með því skemmtilegasta sem ég geri. Náungi 2: Einmitt. Já, ég hlakka líka rosalega til jólanna. Ætla bara að hafa það alveg hrikalega rólegt og næs. Náungi 1: Nákvæmlega. Bara algjör afslöppun. Það verður geð­ veikt. Ha? Heyrði ég rétt? Ég var í hálfgerðu losti og þurfti að hafa mig allan við til að það væri ekki augljóst að ég lægi stjarfur á hleri. Var þetta samtal einhvers konar háþróuð kaldhæðni? Var þetta einhvers konar rósamál, þar sem „púsla hjá mömmu“ þýddi eitt­ hvað svipað eins og að „skreppa í Tómstundabúðina“ þýddi þegar ég og vinir mínir töluðum saman á þessum aldri? En það vottaði hvorki fyrir kaldhæðni eða leikaraskap í þessu samtali. Þeir útlistuðu meira að segja alls konar tegundir af púslum sem þeir hafa gaman af að því að glíma við—þannig að ég gat ekki annað en ályktað sem svo að samtalið væri fullkom­ lega einlægt og heiðarlegt. Ungu mennirnir hlökkuðu raunveru­ lega og af innlifun til þess að leika sér um jólin með foreldrum sínum og fjölskyldu. Dagamunur Þegar haldnar eru veislur eða hátíðir þá er stundum talað um að „gera sér dagamun“. Í því felst að hátíðisdagarnir séu að ein­ hverju leyti frábrugðnir því sem er hversdagslegt. Þegar ég ólst upp fólst þessi „dagamunur“ meðal annars í því að á aðfangadag var sýnt barnaefni í sjónvarpinu fyrir hádegi. Þá fólst dagamunurinn í Trúverðugur jólaboðskapur í sundklefanum því að hafa aðeins meira stuð og meiri litadýrð. Nú er ekki óalgengt að horft sé daglega á barnaefni, jafnvel á morgnana áður en farið er í skólann, og enn meira um helgar og í fríum. Foreldrarnir hanga líka yfir sínum eigin skjáum þegar færi gefast. Nú til dags er það ekki endilega meira stuð sem vantar til þess að halda góða hátíð. Það er meira en nóg stuð í hversdeginum og það var einmitt stuðleysið sem ungu mennirnir tveir virtust hlakka til. Trúverðugir boðberar Jólin geta verið fallegur tími þótt hjá mörgum fylgi þeim kvíði og stress. Óhóf legur metnaður í skreytingum, gjafainnkaupum, mat og—einkum og sér í lagi— drykk, er örugg leið til þess að stefna jólakyrrðinni í hættu. Og það kveður meira að segja svo rammt við að jólastressið sjálft er stundum sett í rómantískt ljós, að það sé nú bara hluti af hátíðarhaldinu að það séu tekin nokkur frekjuköst yfir gjöfunum, æðisköst yfir jólaboðaskyldum og grátköst yfir stressi, kvíða og fullkomnunaráráttu. „Það er svo dýrt að halda þessi jól.“ En góðar jólaminningar snúast örugglega hjá f lestum mun meira um almenna stemningu, vel­ líðan, frið og afslöppun heldur en óaðfinnanlega framreiddan veislumat, dýrar gjafir eða full­ kominn klæðnað. Þeir töluðu heldur ekki um neitt slíkt ungu mennirnir í sundklefanum. Matur, drykkur, gjafir og spari­ legur klæðnaður voru ekki nefnd í samhengi við mikla og einlæga jólatilhlökkun þessara hálf­full­ orðnu manna; það voru bara rólegheitastundirnar við að leysa úr f lóknum púsluspilum með mömmu sinni. Oft hefur maður frétt eitthvað svona píp um „hinn sanna tilgang jólanna“ í væmnum jólalögum, bíómyndum, prédikunum og dag­ blaðapistlum. En að frétta þetta frá tveimur frekar töffaralegum ungmennum í sundlauginni ljær boðskapnum einhvern veginn umtalsvert meiri trúverðugleika. Gleðileg jól. S K O Ð U N ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð 11F Ö S T U D A G U R 2 0 . D E S E M B E R 2 0 1 9

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.