Fréttablaðið - 20.12.2019, Síða 20
Jóhann Gunnar, eða Jói, eins og hann er oftast kallaður, á skemmtilegan feril að baki á
ýmsum sviðum. Hann var í upp-
hafi danskennari með mikinn
áhuga á matargerð. Það varð til
þess að hann fór að starfa sem
staðarhaldari eða bötler, meðal
annars á Bessastöðum í tæp tíu ár
í tíð Ólafs Ragnars Grímssonar og
Dorritar. Eiginkona hans, Kristín
Ólafsdóttir, Kiddý, starfaði með
honum á Bessastöðum og vinnur
þar núna í afleysingum sem ráðs-
maður. Þau hjónin starfa mikið
saman, meðal annars í veiðihúsum
á sumrin. Þau eiga þrjár upp-
komnar dætur, fimm barnabörn
og bíða eftir því sjötta sem á að
koma í heiminn á hverri stundu.
„Það verður jólabarnið,“ segir Jói.
Hefðirnar á jólum
Jói og Kiddý halda fast í hefðir
þegar kemur að jólum þótt hann
hafi gaman af því að prófa ýmsar
nýjungar í matargerðinni fyrir lax-
veiðimenn. Þau horfa til gamalla
daga þegar jólamaturinn er borinn
á borð. „Við erum alltaf með
möndlugraut með karamellusósu
í forrétt, rjúpur í aðalrétt og ís að
hætti mömmu Kiddýjar í eftirrétt.
Sumir í fjölskyldunni hafa viljað
færa möndlugrautinn til hádegis
þar sem hann er saðsamur. Ég hef
hins vegar viljað halda í hefðina.
Líklegast var grauturinn hafður
í forrétt í gamla daga vegna þess
að það var ekki nægur matur á
heimilinu,“ segir Jói. Rjúpurnar
eru komnar í hús en Jói segist
ekki veiða þær þótt hann hafi oft
langað til þess. „Við Kiddý höfum
alveg rætt um að fara á skotnám-
skeið en það hefur ekki orðið úr
því enn,“ bætir hann við. „Þar sem
við erum að vinna í veiðihúsunum
í Selá og Hofsá sjáum við oft bæði
gæsir og rjúpur. Það væri gaman
að lengja tímabilið okkar og fara í
skotveiði.“
Einfaldleiki er bestur
Eldamennska er aðaláhugamálið
hans og hefur alltaf verið. „Ég legg
yfirleitt mikið upp úr meðlæti
þegar ég er með veislur. Hjá okkur
á jólunum er hins vegar allt ein-
falt. Við búum til rauðkál, einnig
gerum við jólasalat með eplum,
þeyttum rjóma og heimagerðum
rauðbeðum. Móðir mín býr til
rauðbeður frá grunni sem eru
mjög góðar og við notum í salatið.
Við Kiddý vinnum saman í eld-
húsinu allan aðfangadag, dekkum
fallega upp jólaborðið og dúllum
okkur við matargerðina. Síðan
förum við í messu í Bessastaða-
kirkju kl. 17.“
Jói segir að amma hans hafi
ávallt verið með möndlugraut og
möndlugjöfin var alltaf konfekt-
kassi. „Við höfum valið að vera
með spil þótt ég hafi verið alinn
upp við að það væri bannað að
spila á jólum og á föstudaginn
langa. Reyndar vorum við
stundum með DVD bíómyndir
á meðan þær voru vinsælar en
höfum tekið spilið upp aftur,“
segir hann. Þau hjónin voru búin
að skreyta allt heimilið fyrsta
sunnudag í aðventu og hafa notið
daganna síðan. „Það er svo gott að
fá fallegu ljósin í skammdeginu.
Svo er mikil laufabrauðshefð hjá
okkur og fjölskyldan er búin að
gera og steikja um 260 kökur. Við
gerum kökurnar frá grunni eftir
gamalli uppskrift frá langömmu
minni, sem amma og mamma,
löguðu aðeins til. Það er mikil fjöl-
skyldustemming yfir þessu.“
Aðkast vegna klæðnaðar
Það er ekki bara nóg að gera í
jólastússi hjá Jóa þessa dagana því
þættirnir Allir geta dansað eru nú
í beinni útsendingu á föstudags-
kvöldum. „Það er alltaf eitthvert
stúss í kringum fatnað og skó fyrir
þættina. Lífið væri svo leiðinlegt ef
maður væri alltaf í svörtum skóm.
Það er erfitt að finna líf legan og
skemmtilegan fatnað hér á landi
svo ég hef augun opin þegar ég fer
til New York sem ég geri árlega. Ég
tek mér alltaf góðan tíma í að velja
réttu dressin,“ segir hann. „Þetta
eru eiginlega svona nammibúðir
fyrir mig í New York því úrvalið
er svo fjölbreytt. Því miður hafa
íslenskir karlmenn verið hálf-
hræddir við skrautleg eða litrík
föt. Ég vona að það sé að breytast
smátt og smátt. Ég er farinn að sjá
f leiri karlmenn í skemmtilegum
jökkum,“ segir Jói sem hefur
orðið fyrir aðkasti vegna fata-
vals. „Það virðast ekki allir hafa
umburðarlyndi fyrir því að aðrir
séu óhræddir að klæðast öðru en
svörtu og fólk stimplað hitt og
þetta, allt eftir því hvernig það
klæðir sig. En ég hef fengið frábær
viðbrögð við þáttunum og fólk
hefur gengið að mér út í búð og
þakkað fyrir. Það er ánægjulegt,“
segir hann.
Kiddý og Jói ætla að halda upp á
tuttugu ára brúðkaupsafmæli sitt á
nýársdag. Í mars ætla þau að skella
sér til Dúbaí með vinafólki en sú
ferð hefur verið lengi á dagskrá.
Bóndadóttir með blæju
„Mig langar að gefa lesendum upp-
skrift að eftirrétti sem hefur fylgt
fjölskyldunni, ég fékk hana frá
ömmu minni, Halldóru Ingimars-
dóttur sem var fædd árið 1920 en
hún fékk hana frá móður sinni,
Oddnýju Friðrikku Árnadóttur
frá Þórshöfn. Ég held að þessi
réttur hafi verið mikið gerður
á N-Austurlandi. Hann nefnist
Bóndadóttir með blæju og var
vinsæll hér á landi um aldamótin
1900 og er sennilega upprunninn
Danmörku. Í réttinum er rúgbrauð
og þeyttur rjómi. Bóndadóttir
með blæju var alltaf borinn fram
á jólum hjá ömmum mínum,“
útskýrir Jói. „Ég hef ekki verið með
þennan rétt á jólum en geri hann
oft þegar ég er með veislur,“ segir
hann.
500 g rifið rúgbrauð
50 g smjör
50 g sykur
200 g þurrkuð epli
½ l rjómi
Rúgbrauðið er rifið og jafnvel
þurrkað í ofni (ekki nauðsynlegt
en verður stökkara). Smjörið brætt
á pönnu, brauðið og sykurinn
sett út á pönnuna og brúnað.
Þetta er svo sett á fat eða í skál og
Elín
Albertsdóttir
elin@frettabladid.is
Jói og Kiddý steiktu um 260 laufabrauðskökur með fjölskyldunni. Það er árlegur viðburður hjá þeim.
Bóndadóttir með blæju er gamaldags eftirréttur með rúgbrauði sem Jói ólst upp við hjá ömmu sinni. Þessi réttur
var vinsæll um aldamótin 1900 og er sagður koma frá Danmörku. Jói gefur lesendum uppskriftina að réttinum.
Fólk er kynningarblað sem býður auglýsendum
að kynna vörur og þjónustu í formi viðtala og
umfjallana. Í blaðinu er einnig hefðbundið rit-
stjórnarefni. Blaðið fylgir Fréttablaðinu daglega.
Umsjónarmenn efnis: Elín Albertsdóttir, elin@frettabladid.is, s. 550 5761 | Hjördís Erna
Þorgeirsdóttir | hjordiserna@frettabladid.is s. 550 5767 | Oddur Freyr Þorsteinsson, oddurfreyr@
frettabladid.is s. 550 57686 | Sandra Guðrún Guðmundsdóttir, sandragudrun@frettabladid.is, s.
550 5762 | Þórdís Lilja Gunnarsdóttir, thordisg@frettabladid.is, s. 550 5768
Útgefandi:
Torg ehf
Ábyrgðarmaður:
Jóhanna Helga Viðarsdóttir
Sölumenn: Arnar Magnússon, arnarm@frettabladid.is, s. 550 5652, Atli
Bergmann, atli@frettabladid.is, s. 550 5657, Jón Ívar Vilhelmsson, jonivar@
frettabladid.is, s. 550 5654, Jóhann Waage, johannwaage@frettabladid.is,
s. 550 5656, Ruth Bergsdóttir, ruth@frettabladid.is, s. 694 4103,
Það virðast ekki
allir hafa umburð-
arlyndi fyrir því að aðrir
séu óhræddir að klæðast
öðru en svörtu og fólk
stimplað hitt og þetta,
allt eftir því hvernig það
klæðir sig.
Framhald af forsíðu ➛
kælt. Mjög mikilvægt er að hræra
í brauðmolunum á meðan þeir
kólna til að þetta verði ekki að
köggli.
Ef notuð eru þurrkuð epli eru
þau látin liggja í svolitlu vatni
yfir nótt, passa að hafa það ekki
of mikið. Síðan er sykri bætt út í
og þetta soðið, þar til úr verður
næstum mauk sem á að vera
svolítið þykkt. Ef fólk er að flýta
sér, þá er vel hægt að kaupa gott
eplamauk í krukku og bæta út í
það svolitlum kanil eða vanillu og
sykri ef þurfa þykir.
Á botninn setjum við fyrst rúg-
brauð, síðan lag af eplamaukinu,
svo aftur rúgbrauð og eplamauk,
og jafnvel einu sinni enn, allt eftir
því hvað eftirrétturinn á að vera
stór. Ofan á þetta er svo settur
þeyttur rjómi og rifsberjahlaup.
Amma raspaði líka stundum
súkkulaði yfir rjómann og setti
svo rifsberjahlaup ofan á það.
Þegar ég geri þennan eftirrétt,
þá nota ég ekki þurrkuð epli í dag,
heldur græn epli sem ég afhýði og
sker í bita. Steiki þau svo á pönnu,
upp úr smjöri, sykri og kanel. Það
þarf að minnsta kosti eitt epli á
mann í þennan eftirrétt. Ég leyfi
þessu að malla svolítið lengi þann-
ig að úr verði nánast mauk, en vil
þó mjög gjarnan hafa einhverja
smá bita í þessu. Það er líka gott að
setja smá möndluflögur út í eplin
ef sá gállinn er á manni.
„Ömmur mínar notuðu þurrkuð
epli líklegast vegna þess hversu
erfitt var að fá ferska ávexti á
þessum tíma,“ segir Jói en þetta er
skemmtilegur gamall eftirréttur
sem allir verða að prófa.
2 KYNNINGARBLAÐ FÓLK 2 0 . D E S E M B E R 2 0 1 9 F Ö S T U DAG U R