Fréttablaðið - 20.12.2019, Side 24

Fréttablaðið - 20.12.2019, Side 24
Þótt alls ekki allar þjóðir heims séu kristinnar trúar hefur jólahátíðin þó haldið innreið sína til margra þjóða sem fagna hver með sínum hætti. Jólin eru enda hátíð ljóss og friðar og f lestir geta samsamað sig þeim boðskap. Á Filippseyjum eru jólin mikilvæg hátíð og fólk byrjar að skreyta strax í september. Skreytingarnar fá svo að standa fram til fyrsta sunnudags í janúar. Í Japan eru jólin hátíð elskenda og samveru. Fjölskyldur þar gera vel við sig á jóladag með því að fá sér hefðbundinn jólamat; stóra fötu af KFC. Í Póllandi, Austurríki og f leiri löndum í Mið- og Vestur Evrópu er ákveðin tegund ferskvatns- fisks sem kallast vatnakarfi borðuð á aðfangadagskvöld. Í dag kaupa f lestir fiskinn úti í búð en hefðin kveður á um að hann skuli alinn í baðkeri fjöl- skyldunnar nokkra daga fyrir jól og húsmóðirin á svo að slátra honum með viðhöfn rétt áður en eldamennskan hefst. Hreistrið er talið bera gæfu með sér. Í Finnlandi er hefð fyrir því að fara í gufubað á aðfangadags- kvöld til að slaka á fyrir hátíðina. Þar er gjarna snæddur hafra- grautur með möndlu að morgni jóladags, frekar en hrísgrjóna- grautur eins og hefð margra annarra landa býður. Sá eða sú sem finnur möndluna mun njóta gæfu á komandi ári. Grikkir hafa töluverðar áhyggjur af illum öndum um jól (venjulegar endur eru í lagi). Þeir vefja krossmörk í basil og aðrar kryddjurtir, dýfa þeim í vígt vatn og skvetta því hingað og þangað til að stökkva á burt þessum óþjóðalýð sem þar í landi kallast kallikantzaroi og kemst inn á heimilin niður um skorsteininn. Af þeim sökum láta grískar fjöl- skyldur einnig eld loga í arni, svo skorsteinninn sé lokaður umferð. Í Ástralíu eru jólin oftast hald- in á ströndinni enda er hásumar á þeim slóðum í desember og ekki vænlegt að vera innandyra. Fiskur í baði og fata af kjúklingi  Flestir eru fastheldnir á sínar jólahefðir og siði og það á við um fólk um víða veröld. Jólasiðir eru jafn misjafnir og löndin eru mörg og sumt er kunnuglegt en annað framandi hér á norðurhjara. Í Ástralíu fagnar fólk jólunum í steikjandi hita á ströndinni. Jólaandinn er þó aldrei langt undan og hér er mynd af honum. NORDICPHOTOS/GETTY Víða í Evrópu getur fólk þurft að deila jólabaðinu með jólamatnum en þar er hefð að fiskur sé alinn í baðkarinu áður en honum er slátrað fyrir jólin. Fjölskyldur og vinir safnast saman og grilla sjávarfang, rækjur, humar og annað sælgæti áður en tekin er ein umferð af krikket eða hlaupið út í sjó. Í Argentínu er haldið upp á jólin með hvelli. Þar eru f lugeldar sprengdir á miðnætti á aðfanga- dagskvöld, sennilega til að minna á jólastjörnuna sem lýsti vitringunum leið til Jesúbarns- ins. Fyrr um kvöldið kveikja börn oft á pappaluktum og senda þær upp í næturhimininn. Á Jamaíku er jólum vel fagnað og að sjálfsögðu er rommið ekki langt undan. Jólakaka þeirra Jamaíkubúa er ekki ósvipuð hinni ensku ávaxtaköku nema hvað hún er að böðuð rommi en ekki viskíi. Með þessu ber að drekka heitan og sætan engifer- drykk sem kallast sorrel. Jólin eru ekki almenn hátíð á Indlandi en þeim er þó fagnað af kristnum fjölskyldum með því að fara í miðnæturmessu og snæða svo góðan mat. Þá eru stórar og litríkar pappastjörnur hengdar fyrir utan húsin og mangó- og bananatré skreytt með marglitu efni og öðru skrauti. Í Lettlandi þarf fólk að hafa fyrir því að fá gjafirnar sínar. Þar er hefð að hver gjaf þegi fari með ljóð, syngi lag eða leiki á hljóð- færi áður en gjafir eru opnaðar. Lettar telja sig líka eiga elstu jóla- tréshefðina, þar sem elsta skráða notkun á sígrænu tré til að halda jól er frá höfuðborginni Ríga árið 1510. Það er þó líklegt að sígræn tré hafi verið notuð til að fagna hækkandi sól frá því að hug- tökin sígrænt og sól fóru að hafa merkingu fyrir mannkynið. Brynhildur Björnsdóttir brynhildur@frettabladid.is FERMINGARGJAFIR Fimmtudaginn 15. mars gefur Fréttablaðið út bráðsniðugt aukablað sem innheldur ótal hugmyndir að fjölbreyttum fermingargjöfum. Allir sem hafa fermst vita að dagurinn og ekki síst gjarnar lifa í minningunni um aldur og ævi. Tryggðu þér gott auglýsingapláss í langmest lesna dagblaði landsins. Upplýsingar hjá auglýsingadeild Fréttablaðsins í síma 512 5402 eða sendu okkur póst á netfangið serblod@frettabladid.is Mánudaginn 6. janúar gefur Fréttablaðið út sérblaðiðð SKÓLAR OG NÁMSKEIÐ Skólar og námskeið kemur að jafnaði þrisvar sinnum út á hverju ári. Að vanda er boðið upp á fjölmargar fróðlegar greinar og viðtöl. Allir sem velta fyrir sér námi í vetur og vor munu fá í blaðinu góða yfirsýn yfir það sem er í boði. Blaðið er mjög vinsæll valkostur ýmissa menntastofnanna og einkaskóla sem nýta blaðið til að auglýsa eða kynna námsframboð sín. Nánari upplýsingar um auglýsingar og umfjallanir fyrir blaðið veita sölumenn sérblaðadeildar Tölvupóstfang: serblod@frettabladid.is Beinn sími: 550-5077 6 KYNNINGARBLAÐ FÓLK 2 0 . D E S E M B E R 2 0 1 9 F Ö S T U DAG U R

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.