Fréttablaðið - 20.12.2019, Síða 36
Aðalpersónan í nýrri skáldsögu Kristínar Ómarsdóttur, Svana-fólkinu, er Elísabet Eva sem starfar við eftirlit hjá leynilegri
sérdeild innanríkisráðuneytisins.
Hún kynnist svanafólkinu, sem er
bæði álftir og menn.
Kristín segir að sérstök tilfinn-
ing sé á bak við þessa bók. „Þetta
er svipuð tilfinning og sú sem fylgir
því að vera lítið barn, til dæmis
á sunnudagsmorgni – þegar allir
voru sofandi nema ég sjálf og mig
langaði til að vekja fólkið. Það er
þessi tilfinning, að langa til að vekja
einhvern sem sefur og vera að bíða
eftir því að hann vakni. Mér finnst
ég hafa skrifað bókina á þess konar
andartaki.“
Manngerð takmörk
Bókin gerist í eftirlitsþjóðfélagi
og Kristín er spurð hvort verkið
sé þjóðfélagsádeila á okkar tíma.
„Ég myndi segja það. Ég bý í okkar
tímum og tengist ekki öðrum
tímum. Það er margt við þetta
þjóðfélag sem mér hugnast ekki,
þótt mér hugnist margt. Ég skrifaði
þessa bók vegna þess að ég gæti ekki
útskýrt í fáum orðum hvað mér
hugnast ekki. Þess vegna verður
þetta að rúmlega 200 síðna bók.“
Erum við ekki alveg frjáls í þessari
þjóðfélagsgerð?
„Ég hef ekki fundið fyrir því að
við séum frjáls. Ég velti því oft fyrir
mér hvernig maður verði frjáls,
en frelsisleitin er líka á mína eigin
ábyrgð. Fólk er tilbúið að gefa mikið
fyrir smá frelsi – og oftast er þetta
litla frelsi dýru verði keypt – eins
og bara til dæmis öll tæknin, jafn
mikið og hún auðveldar mér lífið
kostar hún sitt. En ég ætla samt ekki
að sakna daganna þegar amma mín
stóð yfir suðupottunum og afi minn
bar óhreinan þvottinn upp í Laugar-
dal og hreinan heim í hryllingsfrosti
og fólk dó úr alls konar veikjum. En
svo er ég sjálf líka íhaldssöm, rót-
gróin, formföst og hefðbundin og
þessir eiginleikar letja leit mína að
einhverju öðru og öðruvísi. Það er
einhver bilun í mér sjálfri eða auð-
mýkt sem gerir að verkum að ég
sætti mig við hin manngerðu tak-
mörk.“
Það er sterkur ævintýrablær yfir
bókinni. „Já, þessi saga er líka fyrst
og fremst ævintýri. Ég get auðveld-
lega sópað pólitíkinni í burtu og
sagt: Þetta er bara ævintýri. Það er
lesandans að ákveða hvort hann
lesi pólitíska gagnrýni úr sögunni.
Aðalpersónan er þátttakandi í eftir-
litssamfélagi og ekki saklaus þátt-
takandi, langt í frá,“ segir Kristín.
Í dýragildru
Kristín er nýkomin heim eftir að
hafa dvalist erlendis, í París og Berl-
ín, þessum skemmtilegu borgum.
„Ég ætlaði fyrst að vera í tvo mánuði
sem urðu fjórir. Svo kom ég heim og
fór aftur út og var í burtu í aðra fjóra
mánuði. Það er óskaplega gott að
komast burt en það er líka gott að
koma aftur. Hér á ég heima.“
Hvernig er að vera þátttakandi í
jólabókaf lóðinu?
„Það er skrýtið og tekur á taugarn-
ar. Þetta er dálítið eins og að lenda
í dýragildru. Ég datt ofan í holu og
kemst ekki strax upp úr henni.“
Svanafólkið er tilnefnd til Fjöru-
verðlaunanna, bókmenntaverð-
launa kvenna. „Það er gaman,“
segir Kristín og bætir við: „Það sem
skiptir mestu máli eru lesendur og
viðbrögð þeirra. Ef þeir segjast hafa
upplifað við lesturinn það sem ég
var að reyna að kalla fram – án þess
ég sé búin að kjafta neinu – finnst
mér að mér hafi tekist ætlunarverk-
ið. Um leið get ég byrjað að gleyma
bókinni. Þegar maður er búinn að
ljúka við bók þá kann maður hana
utan að. Svo tekur tíma fyrir haus-
inn að losa sig frá henni.“
Fyrst og
fremst
ævintýri
Svanafólkið er ný
skáldsaga eftir
Kristínu Ómars-
dóttur og gerist í
eftirlitsþjóðfélagi.
Segir það vera eins
og að lenda í dýra-
gildru að taka þátt í
jólabókaflóðinu.
Ég velti því oft fyrir mér hvernig maður verði frjáls, segir Kristín Ómarsdóttir. FRÉTTABLAÐIÐ/SIGTRYGGUR ARI
Kolbrún
Bergþórsdóttir
kolbrunb@frettabladid.is
BÆKUR
Óstöðvandi
Magnús Örn Helgason
Útgefandi: Benedikt bókaútgáfa
Fjöldi síðna: 208
Það verður ekki annað sagt en að
bókin um Söru Björk Gunnarsdótt-
ur, íþróttamann ársins og landsliðs-
fyrirliða í knattspyrnu, er býsna vel
lukkuð.
Bókin er frum raun Magn úsar
Arnar Helgasonar og óhætt að segja
að verkið farist honum vel úr hendi.
Þá er bókin vönduð að allri gerð
og ríkulega mynd-
skreytt.
Sara Björk er ein
mesta afrekskona
kvennaknattspyrn-
unnar á Íslandi
f r á uppha f i og
glæsileg fyrirmynd
stúlkna og kvenna
í k n a t t s p y r n -
unni hér á landi.
En bókin um hana
f jallar um f leira
en knattspyrnu. Í
henni tekst vel að
flétta saman glæsi-
legan íþróttaferil
hennar og líf ið
utan vallarins. Árang-
ur Söru Bjarkar hefur
ekki náðst nema með
mikilli elju og vinnu-
semi allt frá unglings-
árum.
Greint er frá því í
bókinni hve heimur
atvinnumanns í knatt-
spyrnu getur verið
harður og miskunnar-
laus. Það er oft kalt á
toppnum eins og fram
kemur í bókinni. Höf-
undurinn reynir ekki
að draga upp einhliða
glansmynd af þessari
einbeittu afrekskonu
heldur skýrir einnig frá erfiðum
tímum og áföllum. Það gefur bók-
inni aukið gildi að þar er greint frá
sorgum jafnt sem stórum sigrum á
knattspyrnuvellinum.
Þetta er í fyrsta skipti sem gefin
er út bók um íslenska afreks-
íþróttakonu. Það vekur nokkra
furðu. Bókin um Söru Björk er því
kærkomin og tímabær. Hún lýsir
óstöðvandi íþróttakonu sem hefur
lagt mikið á sig til að komast verð-
skuldað á toppinn.
Jón Þórisson
NIÐURSTAÐA: Vönduð og vel skrifuð
bók sem á erindi við allt áhugafólk um
íþróttir sem og aðra.
Óstöðvandi afrekskona
Hvað?
Hvenær?
Hvar?
Föstudagur
hvar@frettabladid.is
20. DESEMBER 2019
Tónlist
Hvað? Árlegir sólstöðutónleikar
Hvenær? 12.00
Hvar? Hallgrímskirkja
Schola Cantorum flytur hug-
ljúfa jólatónlist úr ýmsum áttum.
Einsöngvarar eru: Hildigunnur
Einarsdóttir alt, Þorsteinn Freyr
Sigurðsson tenór og Thelma
Hrönn Sigurdórsdóttir sópran.
Hvað? Glitrandi jól
Hvenær? 12.00 - 12.35
Hvar? Dómkirkjan
Þríeykið Hólmfríður Jóhannes-
dóttir mezzósópran, Victoria
Tarevskaia sellóleikari og Julian
Hewlett píanóleikari f lytja íslensk
og amerísk jólalög. Miðaverð er
1.500 kr. við dyr án posa.
Hvað? Sálmar og jólalög í sveiflu
Hvenær? 12.00-13.00
Hvar? Kex hostel, Skúlagötu 28
Karl Olgeirsson og félagar flytja
jóladjass af plötunni Svöl jól sem
Jólakettir gáfu út fyrir rúmum
20 árum. Ásamt Karli, sem leikur
á píanó og fleira, leika Gunnar
Hrafnsson á kontrabassa, Snorri
Sigurðarson á trompet og Erik
Qvick leikur á trommur.
Hvað? Jólatónleikar Fóstbræðra
Hvenær? 19.30
Hvar? Langholtskirkja
Yfirskrift tónleikanna er Stafa frá
stjörnu. Á efnisskránni eru inn-
lend og erlend kórverk, gömul og
ný sem tengjast jólum og hinu
eilífa ljósi. Einsöngvarar úr hópi
kórmeðlima. Stjórnandi er Árni
Harðarson og meðleikari Tómas
Guðni Eggertsson. Miðaverð er
3.900 kr.
Hvað? Síðbúnir útgáfutónleikar
Hvenær? 20.00
Hvar? Hátíðarsalur MR
Tónlistarkonan Ásta fagnar útgáfu
fyrstu breiðskífu sinnar, Sykur-
baðs. Sérstakur gestur er Una
Torfadóttir.
Hvað? Súrt og sætt, gamalt og nýtt
Hvenær? 21.00
Hvar? Mengi, Óðinsgötu 2
Sölvi Kolbeinsson saxófónleikari
og Magnús Trygvason Eliassen
slagverksleikari efna til snar-
stefjaðrar óvissuferðar. Miðaverð:
2.000 kr.
Hvað? Mozart við kertaljós
Hvenær? 21.00
Hvar? Kópavogskirkja
Kammerhópurinn Camerarctica
leikur. Hópinn skipa: Ármann
Helgason klarínettuleikari, Hildi-
gunnur Halldórsdóttir og Bryndís
Pálsdóttir fiðluleikarar, Svava
Bernharðsdóttir víóluleikari og
Sigurður Halldórsson sellóleikari.
Dans
Hvað? Tangó praktika og milonga
Hvenær? 21.00-24.00
Hvar? Kramhúsið, Skólavörðustíg
Argentínskur tangó. Prakt ika og
milonga . Dj er Heiðar og gestgjafi
Gunna Beta. Milongan 1.000 kr.
2 0 . D E S E M B E R 2 0 1 9 F Ö S T U D A G U R24 M E N N I N G ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð
MENNING