Skessuhorn


Skessuhorn - 03.04.2019, Blaðsíða 9

Skessuhorn - 03.04.2019, Blaðsíða 9
MIÐVIKUDAGUR 3. ApRÍl 2019 9 Landsbankinn greiðir 6.000 kr. mótframlag þegar fermingarbörn leggja 30.000 kr. eða meira inn á Framtíðargrunn eða í verðbréfa- sjóð. Ef báðir kostir eru nýttir leggur Landsbankinn því til 12.000 kr. í mótframlag. Þannig viljum við hvetja til sparnaðar. Nánari upplýsingar um sparnað og verðbréfasjóði má nálgast á landsbankinn.is/sparnaður. Sparaðu og við hvetjum þig áfram landsbankinn.isLandsbankinn 410 4000 Tvö af þremur húsum sem Bjarg íbúðafélag reisir á Akranesi eru komin til landsins frá lettlandi. Byrjað var að lesta flutningaskipið BBC Balboa þar ytra fimmtudaginn 21. mars síðastliðinn. Skipið lagðist að bryggju í Akraneshöfn síðdegis á sunnudag. Þegar í stað var hafist handa við að skipa upp og ekið með húsin að Asparskógum og byrjað að raða þeim saman. Sem kunnugt er hyggst Bjarg íbúðafélag reisa samtals 33 leigu- íbúðir við Asparskóga 12, 14 og 16 á Akranesi. leigufélagið er rek- ið án hagnaðarmarkmiða og ætlað að tryggja tekjulágum fjölskyldum á vinnumarkaði öruggt húsnæði í langtímaleigu. Áætlað er að fyrstu leigutakar fái sínar íbúðir afhentar 1. júlí næstkomandi. Það er fyrirtækið Modulus ehf. sem byggir húsin fyrir Bjarg. Um er að ræða einingahús, smíðuð af Byko-lAT, timburverksmiðju Byko í lettlandi. Húsin koma innrétt- uð til landsins, með gólfefnum og máluð að innan. Aðeins þarf að raða þeim saman og klæða að utan. kgk Bjargshús komin á Akranes Búið var að reisa þrjá módúla að húsunum við Asparskóga í hádeginu á mánudag. Ljósm. kgk. Flutningaskipið BBC Balboa bakkar inn í Akraneshöfn með húsin í lestinni. Ljósm. Magnús Guðmundsson. Hlutunum komið fyrir á vagni áður en ekið er með þá áleiðis upp á Asparskóga. Ljósm. kgk. Einingahúsunum skipað upp á Akranesi. Ljósm. kgk. Gámum með húseiningum komið fyrir í lest BBC Balboa í Lettlandi. Ljósm. Bjarg íbúðafélag.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.