Skessuhorn


Skessuhorn - 03.04.2019, Blaðsíða 12

Skessuhorn - 03.04.2019, Blaðsíða 12
MIÐVIKUDAGUR 3. ApRÍl 201912 Áhaldahús Stykkishólmsbæjar og eignasvið bæjarins hefur verið sam- einað í nýja þjónustudeild eigna-, framkvæmda- og þjónustusviðs. Nefnist hún einu nafni Þjónustu- miðstöð Stykkishólmsbæjar. Bergi Hjaltalín hefur verið falið að leiða starfsemi deildarinnar. „Ný Þjón- ustumiðstöð Stykkishólmsbæj- ar mun, sem ein þjónustudeild, viðhalda og þróa innviði Stykk- ishólmsbæjar og umhverfi til að styðja við og auka velferð íbúa og atvinnulífs bæjarins og þeirra sem sækja Hólminn heim,“ segir í frétt á vef Stykkishólmsbæjar. Unnið hefur verið að samþætt- ingu rekstrareininga áhaldahúss og fasteignasviðs undanfarnar vikur. Markmiðið er að hagræða í rekstri og tryggja að peningar nýtist sem best, en stöðugildum hefur fækkað umtalsvert á þessum sviðum undan- farna mánuði, að því er fram kem- ur á vef bæjarfélagsins. Við endur- skipulagninguna var jafnframt lögð áhersla á að fest verði enn betur í sessi það samstarf sem verið hefur á milli umræddra deilda og hafn- arinnar. „Hefur það samstarf verið þróað enn frekar og betur skilgreint betur samhliða breytingunni.“ Þjónustumiðstöðin verður stað- sett í húsnæði fyrrum Áhaldahúss Stykkishólmsbæjar að Nesvegi 7. Endurbætur verða gerðar á hús- inu, í samræmi við ákvörðun bæj- arstjórnar þar um. Á vef Stykk- ishólmsbæjar er haft eftir Jakobi Björgvini Jakobssyni bæjarstjóra að samþætting þessara deilda hafi einkum í för með sér aukið sam- starf um mönnun og samnýtingu aðstöðu og búnaðar bæjarfélagsins. Auk þess muni mannauður og fag- þekking starfsfólks nýtast enn bet- ur en áður. Það muni leiða til auk- innar skilvirkni og bættrar þjónustu við stofnanir og íbúa. kgk/ Ljósm. Stykkishólmsbær. Þjónustumiðstöð Stykkishólsbæjar sett á fót Sjómenn á Breiðafirði þurftu að hverfa frá mokfiskiríi þeg- ar hrygningarstopp hófst á mánudaginn. Stoppið á Vestur- svæði, sem nær yfir nánast allan Breiðafjörðinn og innanverð- an Faxaflóa, stendur til 21. apríl næstkomandi. Sumarliði Ásgeirsson, tíð- indamaður Skessuhorns í Stykkishólmi, var um borð í Kap II VE-7, sem landaði þrisv- ar á Grundarfirði frá föstudegi til sunnudags. Hann segir skip- verja hafa þurft frá að hverfa í mokfiskiríi úti fyrir línu vegna hrygningarstoppsins og skip- stjórinn tekur í sama streng. „Við vorum að flýja brælu frá Vestmannaeyjum og lentum í mokfiskiríi á Breiðafirðinum. Við lönduðum þrisvar á Grund- arfirði þessa daga. Það var mik- il veiði og alveg boltafiskur,“ segir Kristgeir Arnar Ólafsson, skipstjóri á Kap II, í samtali við Skessuhorn. „Síðast vorum við fyrir vestan í febrúar og veiðin var betri núna en þá. Marsmán- uður er alltaf aðalmánuðurinn. Þá er fiskurinn að koma upp á grunnið og er að fara að hrygna, feitur og fínn, fullur af loðnu og vel haldinn,“ bætir hann við. Tólf eru í áhöfn á Kap II, sem er 52 metra langur netabátur sem gerður er út af Vinnslu- stöðinni í Vestmannaeyjum. Báturinn er farinn aftur til Eyja og þar er það sama uppi á ten- ingnum og var á Breiðafirði fyr- ir hrygningarstoppið. „Núna erum við vestur af Eyjum og það er sama sagan hér, alveg mokfiskirí,“ segir skipstjórinn ánægður. kgk/ Ljósm. sá. Mokveiði fyrir hrygningarstopp Horft út um lúgunn yfir Breiðafjörðinn. Boltafiskur í netunum á leið um borð í Kap II. Skipverjar á Kap II höfðu í nógu að snúast í mokfiskiríi á Breiðafirði um helgina. Styrkir Akraneskaupstaðar til skóla-, íþrótta- og menningartengdra verkefna voru afhent- ir við hátíðlega athöfn á Bókasafni Akraness á fimmtudag. Um var að ræða úthlutanir úr styrktarsjóði til íþrótta- og menningarverk- efna að verðmæti 7,2 milljónir króna og 2,5 milljónir króna til þróunar- og nýsköpunar- verkefna úr þróunarsjóði skóla- og frístunda- sviðs. Elsa lára Arnardóttir, formaður bæjarráðs, bauð gesti samkomunnar velkomna og sagði nokkur orð. Það voru síðan þau Bára Daða- dóttir, formaður skóla- og frístundaráðs og Ólafur páll Gunnarsson, formaður menning- ar- og safnanefndar, sem afhentu styrkina. Styrkjunum er ætlað að styðja grasrótar- starf á sviði menningar- og íþróttamála. Hefur Akraneskaupstaður frá árinu 2014 styrkt rúmlega 200 verkefni fyrir samtals um 40 milljónir króna. Að þessu sinni voru veittir 16 styrkir til íþróttaverkefna og 13 til menn- ingarverkefna. Styrkir til íþróttatengdra verkefna eru eftirfarandi: Brynhildur Traustadóttir, Sundfélagi Akra- ness, hlýtur styrk til að mæta kostnaði við ferðir á æfingar í 50 m laug á höfuðborgar- svæðinu, kr. 200.000. Brynjar M. Ellertsson, Badmintonfélagi Akraness, hlýtur styrk upp í persónulegan kostnað við keppnisferðir, kr. 200.000. Matthías Leó Sigurðsson, Keilufélagi Akra- ness, hlýtur styrk upp í persónulegan kostnað við keppnisferðir, kr. 200.000. Þjótur hlýtur styrk við íþróttastarf fatlaðra á Akranesi kr. 300.000. Hnefaleikafélagið hlýtur styrk til að fjárfesta í búnaði sem nýtist öllum iðkendum félagsins til æfinga, kr. 100.000. Badmintonfélagið hlýtur styrk til kaups á strengingarvél fyrir iðkendur félagsins kr. 321.690. Keilufélagið hlýtur styrkur upp í kaup á Specto upptökuvél sem nýtist til að taka upp hvert kast iðkenda, kr. 200.000. Klifurfélagið hlýtur styrk til kaupa á fall- dýnu sem mun nýtast til að mun auka öryggi iðkenda við klifur, kr. 300.000. Pílufélagið hlýtur styrk til búnaðarkaupa fyrir nýstofnað félag á Akranesi, kr. 50.000. ÍA hlýtur styrk til að greiða niður kostnað við að bjóða félögum innan bandalagsins upp á fría þjónustu sérhæfðs íþróttasálfræðings, kr. 450.000. ÍA hlýtur styrk upp í kaup á lyftingaáhöldum í Akraneshöll fyrir íþróttahópa innan ÍA, kr. 200.000. Kári hlýtur styrk til að hefja uppbyggingu á starfi yngri iðkenda í félaginu frá 10 ára aldri og yngri, kr. 200.000. Sundfélagið hlýtur styrk til að byggja upp deild með sundknattleik, kr. 150.000. Körfuknattleiksfélagið hlýtur styrk til að bjóða upp á hugarþjálfun fyrir iðkendur í 7.-10. bekk, kr. 200.000. Sundfélagið hlýtur styrk til að mæta útlögð- um kostnaði vegna æfinga í 50 metralaug á höfuðborgarsvæðinu fyrir íslandsmeistara- mót, kr. 204.160. FIMA hlýtur styrk til að nýta markþjálfun meðal iðkenda til að draga úr brottfalli eldri iðkenda, kr. 500.000. Styrkir til menningartengdra verkefna eru eftirfarandi: Dansstúdíó Írisar hlýtur styrk vegna dans- sýninga, símenntunar og gesta kennara, kr. 465.000. Docfest ehf. hlýtur styrk fyrir barnadag- skrána Akranes með okkar augum á IceDocs heimildamyndahátíðinni sem verður haldin á Akranesi í júlí, kr. 500.000. Hljómur, kór eldri borgara hlýtur styrk fyrir almennt kórastarf, kr. 100.000. Kvennakórinn Ymur hlýtur styrk fyrir tón- leikar í vor eða á Írskum dögum, kr. 165.000. Leikfélagið Skagaleikflokkurinn hlýtur styrk fyrir götuleikhús á Írskum dögum, kr. 175.000 Leikfélagið Skagaleikflokkurinn hlýt- ur styrk fyrir leiklistarnámskeiðahald, kr. 280.000 Leiklistarklúbbur FVA hlýtur styrk til upp- setningar söngleiksins Rock of Ages, kr. 550.000 MTM ehf. hlýtur styrk fyrir Sögu og sýn- ingu um útgáfu Sementspokans og sögu Starfsmannafélags Sementsverksmiðjunnar, kr. 150.000. Nemendafélag Brekkubæjarskóla hlýtur styrk til uppsetningar á söngleiknum leit- inni, kr. 550.000. Norræna félagið á Akranesi hlýtur styrk til verkefnisins „Gestgjafar fyrir stjórnarfund vinabæjarfélaga“, kr. 100.000. Skátafélag Akraness hlýtur styrk fyrir þátt- töku tveggja ungra skáta frá Skátafélagi Akra- ness á Alheimsmóti Skáta sem haldið er fjórða hvert ár, kr. 100.000. Skólakór Grundaskóla (stjórnandi Val- gerður Jónsdóttir) hlýtur styrk fyrir lands- mót barna- og unglingakóra sem fór fram í Grundaskóla á Akranesi 15.-17. mars 2019, kr. 250.000. Skylmingarfélagið Væringjar hlýtur styrk fyrir verkefnið „Sverð og Riddaramennska: Kynning á sögulegum evrópskum skylming- um“, kr. 100.000. Styrkir til þróunarverkefna á skóla- og frí- stundasviði eru eftirfarandi: Frístundamiðstöðin Þorpið hlýtur styrk fyrir verkefnið „K567- klúbbastarf“ fyrir börn 10-12 ára, kr. 500.000. Grundaskóli hlýtur styrk fyrir „Verkefna- miðað nám á unglingastigi-Útvarp Grunda- skóli“ sem felur í sér að efla upplýsingatækni og samþættingu náms, kr. 750.000. Tónlistarskólinn á Akranesi hlýtur styrk fyrir „Þróun kennslu yngri barna við Tón- listarskólann á Akranesi“ en markmið verk- efnisins er að brúa bil á milli leikskóla og for- skóla, kr. 1.250.000. kgk Styrkir afhentir til skóla-, íþrótta- og menningarmála Fulltrúar þeirra verkefna sem hlutu styrki ásamt fulltrúum Akraneskaupstaðar.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.