Skessuhorn


Skessuhorn - 03.04.2019, Blaðsíða 27

Skessuhorn - 03.04.2019, Blaðsíða 27
MIÐVIKUDAGUR 3. ApRÍl 2019 27 Klettagörðum 15 | 525 7700 | flytjandi.is DAGLEGA Á FERÐINNI MEÐ VÖRUR UM ALLT LAND Eimskip Flytjandi veitir samræmda flutningaþjónustu um land allt og eru áfangastaðirnir 80 talsins. Snæfellskonur komast ekki í úr- slitakeppnina um Íslandsmeistara- titilinn eftir tap gegn toppliði Vals á útivelli á miðvikudagskvöld, 82-56. Fyrir leikinn var Snæfell í fimmta sæti með jafn mörg stig og KR í sætinu fyrir ofan. Snæfellskonur þurftu á sigri að halda á miðviku- dag og jafnframt að treysta á hag- stæð úrslit í leik KR og Keflavíkur sem fram fór á sama tíma. KR-kon- ur töpuðu reyndar gegn Keflavík en þar sem tap varð einnig niður- staðan fyrir Snæfell er ljóst að lið- ið kemst ekki í úrslitakeppnina að þessu sinni. leikur Snæfells og Vals var ein- stefna nánast frá fyrstu mínútu. Valsliðið náði yfirhöndinni í fyrsta leikhluta og hafði afgerandi forystu að honum loknum, 28-12. Ekki tók betra við hjá Snæfellskonum í öðr- um fjórðungi og þær skoruðu að- eins 20 stig allan fyrri hálfleikinn. Á meðan skoraði Valur 49 stig og úrslit leiksins í reynd ráðin. Snæfellskonur léku betur í þriðja leikhluta og náðu að minnka mun- inn í 19 stig fyrir lokafjórðung- inn, 63-44. Í upphafi fjórða leik- hluta náði Snæfell að minnka for- skot heimaliðsins í 14 stig en nær komust þær ekki. Valur réði lögum og lofum það sem eftir lifði leiks og vann að lokum stórt, 82-56. Angelika Kowalska og Helga Hjördís Björgvinsdóttir voru stiga- hæstar í liði Snæfells með 14 stig hvor. Katarina Matijevic skoraði tólf stig og tók sjö fráköst en aðrar höfðu minna. Heather Butler fór mikinn í liði Vals, skoraði 30 stig og gaf átta stoðsendingar. Helena Sverris- dóttir skoraði tíu stig og tók ellefu fráköst, Ásta Júlía Grímsdóttir var með tíu stig og sjö fráköst og Dag- björt Dögg Karlsdóttir skoraði tíu stig og tók fimm fráköst. Snæfellskonur léku án Kristen McCarthy í síðustu fjórum leikj- um mótsins, en hún var frá keppni vegna höfuðhöggs. Munar um minna, því Kristen hefur verið einn besti leikmaður deildarinnar á tímabilinu. Snæfell lýkur keppni í Domino‘s deild kvenna í fimmta sæti með 32 stig jafn mörg stig og KR í sætinu fyrir ofan. Tæpara gat það varla verið. kgk/ Ljósm. úr safni/ sá. Snæfell missti af úrslitakeppninni Skallagrímskonur fengu skell á úti- velli gegn Haukum í lokaumferð Domino‘s deildar kvenna í körfu- knattleik á miðvikudagskvöld, 104-59. Skallagrímskonur áttu afleitan fyrsta leikhluta og skoruðu aðeins níu stig allan upphafsfjórðunginn. Á meðan settu Haukar 34 stig á töfl- una og ljóst í hvað stefndi. Heima- liðið réði ferðinni allt til hálfleiks og leiddi með 29 stigum í hléinu, 56-27. Skallagrímskonur byrjuðu síðari hálfleikinn betur en eftir það tók Haukaliðið við sér að nýju og stjórn- aði ferðinni í þriðja leikhluta. Stað- an fyrir lokafjórðunginn var 79-42 fyrir Hauka, sem juku forskotið lítið eitt það sem eftir lifði leiksins. Þegar lokaflautan gall munaði 45 stigum á liðunum. Haukar sigruðu með 104 stigum gegn 59 stigum Skallagríms. Ines Kerin var atkvæðamest í liði Skallagríms með 20 stig og fimm stoðsendingar og Shequila Joseph skoraði tólf stig og tók átta fráköst. Þóra Kristín Jónsdóttir var stiga- hæst í liði Hauka með 22 stig, en hún tók fimm fráköst og gaf fimm stoðsendingar að auki. Rósa Björk pétursdóttir var með 19 stig og sex fráköst, Eva Margrét Kristjáns- dóttir skoraði 16 stig, tók sjö fráköst og gaf sex stoðsenendingar, Sigrún Björg Ólafsdóttir skoraði tólf stig, tók fimm fráköst og gaf fimm stoð- sendingar og Magdalena Gísladóttir skoraði ellefu stig. Skallagrímskonur ljúka keppni í Domino‘s deild kvenna með tólf stig í sjöunda og næstneðsta sæti, fjórum stigum á undan fallliði Breiðabliks en sex stigum á eftir Haukum í sæt- inu fyrir ofan. kgk Fengu skell í lokaleiknum Tuttugu stig frá Ines Kerin dugðu skammt þegar Skallagrímskonur steinlágu gegn Haukum í lokaleik tímabilsins. Ljósm. úr safni/ Skallagrímur. ÍA tapaði gegn Fylki, 4-0, í loka- leik B deildar lengjubikars kvenna í knattspyrnu á föstudaginn. Heimaliðið mætti mjög ákveðið til leiks og var mun sterkara í fyrri hálfleik. Marija Radojicic koma Fylki yfir strax á 11. mínútu leiks- ins. Skömmu síðar komu tvö mörk með örstuttu millibili frá Mariju og Þórdísi Elvu Ágústsdóttur og Fylk- iskonur komnar þremur mörk- um yfir. Þær voru ekki hættar, því Hulda Sigurðardóttir kom þeim í 4-0 á 26. mínútu og þannig var staðan í hálfleik. Síðari hálfleikurinn var töluvert jafnari en sá fyrri. Bæði lið náðu að skapa sér ákjósanleg marktækifæri en engin þeirra tókst að nýta. Þegar líða tók nær leikslokum datt botn- inn úr leiknum og leikurinn fjaraði út. lokatölur urðu 4-0, Fylki í vil. Skagakonur ljúka leik í fimmta sæti B deildar lengjubikarins með þrjú stig úr fimm leikjum. kgk/ Ljósm. úr safni/ gbh. Skagakonur lágu gegn Fylki Arnór Sigurðsson atvinnumað- ur í knattspyrnu, sem spilar með CSKA Moskva, ákvað nýlega að láta gott af sér leiða. Styrkti hann minningarsjóð Einars Darra Ósk- arssonar og lét þær greiðslur sem hann fékk fyrir síðasta landsliðs- verkefni með A landsliði karla í knattspyrnu renna í minningar- sjóðinn. „Mér finnst mikilægt að styðja við það góða starf sem ver- ið er að vinna,“ sagi Arnór. Minn- ingarsjóður Einars Darra stendur fyrir og styrkir baráttuna #egab- araeittlif sem berst gegn fíkni- efnum, með áherslu á misnotkun lyfja meðal ungmenna á Íslandi. Fyrir hönd minningarsjóðsins þakkar Bára Tómasdóttir: „Þús- und kærleiks þakkir fyrir ómet- anlegan stuðning elsku yndislegi Arnór. Stuðningurinn frá þér er okkur virkilega dýrmætur,“ skrif- ar hún á síðu minningarsjóðsins. mm Arnór lét greiðslu fyrir landsliðs- verkefni renna í Minningarsjóð Kári og Skallagrímur áttust við í Vesturlandsslag í lengjubikar karla í knattspyrnu á föstudags- kvöld. leikið var í Akraneshöll- inni. Kári leikur sem kunnugt er í 2. deild en Skallagrímur tryggði sér sæti í 3. deildinni eftir síðasta keppnistímabil. Borgnesingar fengu óskabyrjun þegar pali Ervis kom Skallagrími yfir strax á 6. mínútu leiksins. Mikael Hrafn Helgason varð síðan fyrir því óláni að skora sjálfsmark á 18. mínútu og jafna þar með metin. Jafnræði var með liðunum það sem eftir lifði fyrri hálfleiks. Staðan var 1-1 í hálfleik en það átti heldur betur eftir að breytast í þeim síðari. Hægt en örugglega tóku Kára- menn yfir leikinn og þeir réðu lög- um og lofum síðasta hálftímann eða svo. Brynjar Snær pálsson kom Kára yfir á 57. mínútu. Hann var síðan aftur á ferðinni á 63. mínútu og enn og aftur á þeirri 67. Þrenna hjá Brynjari á aðeins tíu mínútum og Káramenn komnir í 4-1. Það var síðan Gylfi Brynjar Stefáns- son sem rak smiðshöggið á góð- an seinni hálfleik Kára með marki á 92. mínútu. lokatölur urðu 5-1 fyrir Kára. kgk Stórsigur Kára á Skallagrími

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.