Skessuhorn


Skessuhorn - 03.04.2019, Blaðsíða 20

Skessuhorn - 03.04.2019, Blaðsíða 20
MIÐVIKUDAGUR 3. ApRÍl 201920 Björg Bjarnadóttir er eigandi ferðaskrifstofunnar Sif Travel sem býður meðal annars upp á fjöl- breyttar ferðir um Akranes. „Hér á Akranesi eru miklir afþreying- armöguleikar og bærinn okkar á mikið inni í ferðaþjónustunni,“ segir Björg í samtali við Skessu- horn. Björg rekur fyrirtækið ásamt eiginmanni sínum, Þórarni Ægi Jónssyni, frá heimili þeirra á Akra- nesi. „Við rekum Thor photog- raphy, þar sem við bjóðum upp á ljósmyndaferðir hérlendis og er- lendis, og svo erum við með ferða- skrifstofuna Sif Travel sem heldur utan um það allt saman. Þórarinn hætti í dagvinnu fyrir fjórum árum og hefur síðan alveg einbeitt sér að því að fara með ferðamenn í ljós- myndaferðir á meðan ég er hér á skrifstofunni og einbeiti mér frek- ar að skipulaginu. Svo kom upp hugmynd um að taka á móti hóp- um hingað á Akranes í gegnum Sif Travel í samstarfi við fyrirtæki hér í bæ,“ útskýrir Björg og bætir því við að þær ferðir séu fyrst og fremst stílaðar inn á Íslendinga. „Við ákváðum að byrja á því að kynna ferðirnar fyrir Íslendingum en markmiðið er að bæta erlend- um ferðamönnum við síðar,“ seg- ir Björg. Samstarf kvenna á Akranesi Björg er fædd og uppalin við Ön- undarfjörð en flutti á Akranes árið 1998. Hún er upplýsingafræðing- ur að mennt og vann lengst af hjá Verkalýðsfélagi Akraness en starfar núna á bókasafninu í Fjölbrautaskóla Vesturlands á Akranesi. „Maðurinn minn er Skagamaður og hann flutti mig inn,“ segir Björg létt í bragði. Björg og Þórarinn eru bæði mikið útivistarfólk. „Við ferðumst mikið, bæði hér á Íslandi og erlendis. Okk- ur þykir rosalega gott að komast út í náttúruna og göngum á fjöll við hvert tækifæri sem gefst. Við höfum líka gert úr því ferðir og farið með hópa í tjaldferðir um landið,“ segir Björg. Aðspurð segir hún hugmynd- ina að Akranesverkefni Sif Travel hafa sprottið upp á fundi með hópi kvenna í atvinnurekstri á Akranesi. „Þetta byrjaði í rauninni bara þeg- ar nokkrar konur í atvinnurekstri á Akranesi tóku sig saman og fóru í samstarf. Þetta er hópur kvenna sem eru að skapa sér atvinnu hér á Akranesi og bjóða upp á margskonar áhugaverða afþreyingu. Ég er í raun- inni bara tengiliður á milli þeirra sem hafa áhuga á að koma hingað á Akra- nes að gera eitthvað skemmtilegt og þeirra sem eru að bjóða upp á þessa afþreyingu,“ segir Björg. Sérsniðnar ferðir Hópurinn fékk úthlutað styrk frá Akraneskaupstað til að markaðssetja starfsemina og ferðirnar. „Næsta skref hjá okkur er að vekja athygli á okkur og því sem Akranes hef- ur uppá að bjóða. Þar sem Akranes- kaupstaður hefur styrkt okkur lang- ar okkur að gefa til baka með því að vekja athygli á bænum okkar og fá fólk hingað. Þær konur sem standa bakvið þetta verkefni eru að reka frekar lítil fyrirtæki og fyrir svoleiðis rekstur er erfitt að koma sér á fram- færi vegna kostnaðar. Með því að gera þetta sem hópur með stuðningi hver frá annarri held ég að mögu- leikarnir séu mun fleiri,“ segir Björg. Ferðirnar eru sérsniðnar að hverj- um og einum hópi og Björg segir í möguleikana vera endalausa. „Ég gæti skipulagt handverksferð fyr- ir saumaklúbbinn, hópeflisferð fyr- ir vinnustaðinn, heilsuferðir, tónlist- arferðir og svo margt fleira. Það eru engir fastmótaðir pakkar í boði held- ur kemur fólk með sínar óskir og ég set saman ferð út frá því. Áhuga- samir geta skoðað vefsíðuna okk- ar, www.siftravel.is/akranes, og séð hvað er í boði. Og ef fólk hefur ósk- ir um eitthvað sem ekki er að finna á vefsíðunni fer ég bara út af örk- inni og finn einhvern sem gæti tek- ið á móti hópnum. Hér á Akranesi er nefnilega ótrúlega margt í boði og ég er viss um að það eru fáar óskir sem ekki er hægt að verða við,“ segir Björg og brosir. Upplagt fyrir Íslendinga Eins og fyrr segir eru ferðirnar hjá Sif Travel fyrst og fremst stílaðar inn á Íslendinga en Björg segist taka vel á móti öllum fyrirspurnum. „Við ákváðum að byrja á því að markaðs- setja okkur hér á Íslandi en auðvi- tað viljum við taka vel á móti öllum sem hafa áhuga. Það er aðeins erf- iðara að markaðssetja svona fyrir er- lenda ferðamenn og við þurfum þá að komast í samband við ferðaskrif- stofur erlendis,“ segir Björg og bæt- ir því við að ætlunin sé að koma Sif Travel á kortið sem víðast um heim- inn. „Erlendir ferðamenn eru oft með fyrirfram ákveðna hluti sem þeir vilja sjá á Íslandi, eins og Kirkju- fell við Grundarfjörð. Þeir stefna því kannski oftar að Snæfellsnesi held- ur en hingað á Akranes,“ segir Björg og bætir því við að Akranes sé upp- lagður áfangastaður fyrir Íslendinga. „Við erum svo nálægt Reykjavík svo það er upplagt fyrir fólk að koma hingað. Það er hægt að fá svo mik- ið út úr deginum því það fer svo lít- ill tími í akstur. Það sem við bjóðum uppá er upplagt fyrir hópefli, fræðslu eða bara skemmtun,“ segir hún að endingu. arg/ Ljósm. úr einkasafni. Margt áhugavert í boði á Akranesi Björg Bjarnadóttir rekur ferðaþjónustu sem býður upp á ferðir um Akranes. Björg á ferðalagi.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.