Skessuhorn - 03.04.2019, Blaðsíða 4
MIÐVIKUDAGUR 3. ApRÍl 20194
Kirkjubraut 54-56 - Akranesi - Sími: 433 5500 - www.skessuhorn.is
Skessuhorn kemur út alla miðvikudaga. Skilafrestur auglýsinga er kl. 14.00 á þriðjudögum.
Auglýsendum er bent á að panta auglýsingapláss tímanlega. Skráningarfrestur smá-
auglýsinga er til kl. 12.00 á þriðjudögum.
Blaðið er gefið út í 3.700 eintökum og selt til áskrifenda og í lausasölu.
Áskriftarverð er 2.976 krónur með vsk. á mánuði. Elli- og örorkulífeyrisþegar greiða
kr. 2.580. Rafræn áskrift kostar 2.337 kr. Rafræn áskrift til elli- og örorkulífeyrisþega er 2.160 kr.
Áskrifendur blaðs fá 50% afslátt af verði rafrænnar áskriftar. Verð í lausasölu er 750 kr.
SKRIFSTOFA BLAÐSINS ER OPIN KL. 9-16 VIRKA DAGA
Útgefandi: Skessuhorn ehf. skessuhorn@skessuhorn.is
Ritstjórn:
Magnús Magnússon, ritstjóri s. 894 8998 magnus@skessuhorn.is
Kristján Gauti Karlsson kgauti@skessuhorn.is
Anna Rósa Guðmundsdóttir arg@skessuhorn.is
Auglýsingar og dreifing:
Hrafnhildur Harðardóttir auglysingar@skessuhorn.is
Umbrot og hönnun:
Tinna Ósk Grímarsdóttir tinna@skessuhorn.is
Bókhald og innheimta:
Guðbjörg Ólafsdóttir bokhald@skessuhorn.is
Prentun: Landsprent ehf.
Leiðari
Glataða tækifærið
Tvímælalaust var stærsta frétt liðinnar viku gjaldþrot flugfélagsins WOW
air. Brottfall þess af markaði mun hafa slæm bein og óbein áhrif á íslenskt
efnahagslíf. Bæði til lengri tíma, en einkum þó skamms. Fyrstu viðbrögð
flestra var áfall og vonbrigði, því með brotthvarfi fyrirtækisins hverfur mik-
ilvæg samkeppni af markaði og gap myndast sem tíma tekur að fylla í.
WOW air var stórt fyrirtæki á íslenskum mælikvarða þó ekki hefði það
náð háum aldri. Skúli Mogensen stofnaði fyrirtækið í árslok 2011 og byggði
það hratt upp. Þekkt er að mörg lággjaldaflugfélög hafa verið skammlíf
og því héldu margir að þetta yrði eins og hver önnur skammvinn bóla.
Það varð þó ekki raunin. Fargjöldin voru lág enda þjónustan lítil. Það kom
ekki að sök enda er liðin tíð að flugfarþegar setji háar kröfur um gæði og
óþarfa á styttri flugleiðum milli landa. Keppinautar þurftu því að aðlaga sig
þessum breytingum. Meðal annarra Icelandair. En afdrifaríkustu mistök
WOW fólust í að missa fókusinn á það sem upphaflega var lagt upp með. Í
stað þess að vera einungis lággjaldaflugfélag var stefnt að heimsyfirráðum.
Teknar á leigu stærri vélar og flogið lengra. Flugeldasýningin þegar fyrsta
flugið til Indlands var kynnt, var upphafið af þeim endalokum sem við nú
þekkjum. Það hefur Skúli viðurkennt og undir það geta allir tekið.
Í mínum huga er mikill sjónarsviptir af flugfélaginu WOW og raun al-
veg með ólíkindum að íslenskir fjárfestar hafi ekki gripið það tækifæri sem
gafst í síðustu viku til að eignast fyrirtækið og forða því frá þroti. Mín
skoðun er nefnilega sú, þrátt fyrir talsverðar skuldir, að raunverulegt virði
WOW air hafi verið miklu meira en skuldir þess. Öll sú uppbygging og
reynsla sem búið var að byggja upp tapaðist á einum degi og mun ekki nýt-
ast nokkrum eftir þetta. Auk augljóslega meiri snerpu í markaðsmálum en
samkeppnisaðilar höfðu sýnt, má nefna að innan fyrirtækisins þreifst létt
vinnustaðamenning sem jók framleiðni vinnuafls og smitaði auðveldlega út
til flugfarþega. Þrátt fyrir að um tíma hafi fyrirtækið misst fócus á kjarna-
starfsemi sína, þá staðhæfi ég að það er mikil eftirsjá af Skúla Mogensen og
þeirri umgjörð sem hann náði að búa til. Jafnvel þótt vitað sé að Skúli hafi
um tíma tapað jarðsambandi sínu, hætt að reka einungis lággjaldaflugfélag
og um tíma verðlagt flugmiða ódýrar en efni stóðu til, var rekstur hans
ákveðið jarðsamband fyrir helsta keppinautinn. Eitthvað sem markaðurinn
þurfti. Rekstur Icelandair hefur undanfarin ár gengið brösuglega eins og
marka má af gengisþróun félagsins. Raunar má segja að gengi bréfa í Iclel-
andair hafi einungis hækkað í verði þegar horfur voru slæmar hjá WOW
air og svo öfugt. Þrátt fyrir dýfur liðinna ára hefur íslenski markaðurinn
þó ekki misst alla trú á Iclendair og er félagið nú að stærstum hluta í eigu
okkar venjulegu Íslendinganna, hvort sem okkur líkar vel eða illa. Átta af
tíu stærstu hluthöfum í Icelandair eru nefnilega lífeyrissjóðir. Þessir átta
sjóðir eiga 60% hlut í fyrirtækinu. Það lágu því miklir hagsmunir undir að
Icelandair sjálft færi ekki í þrot. Það er kjarni málsins; af þeim sökum var
meðvituð ákvörðun að koma WOW ekki til bjargar.
Mér finnst einhvern veginn blasa við að íslenski hlutabréfamarkaðurinn
hafi tekið stöðu gegn WOW og öllum pólitískum bellibrögðum var beitt
til að knésetja fyrirtækið. Í erfiðri baráttu lífeyrissjóða við að halda gengi
bréfa í Icelandair uppi, ákvað þessi valdamesti hópur peningaaflanna hér á
landi, að glopra niður því einstaka tækifæri sem gafst í síðustu viku að eign-
ast hið kvika WOW air. Kröfuhafar voru tilbúnir að aflétta skuldum gegn
helmingseign í félaginu og með sirka 20 milljarða króna innspýtingu nýs
hlutafjár hefði mátt byggja upp skuldlaust flugfélag í prýðilegum rekstri.
Sú upphæð er ekki stærri en svo að hún nemur hálfu prósenti af höfuð-
stól íslenskra lífeyrissjóða! Það var hins vegar ekki gert og um leið tapað-
ist stærsta viðskiptatækifæri sem íslenskir lífeyrissjóðir hafa fengið í seinni
tíð.
Magnús Magnússon
Into the Glacier ehf. fékk úthlutað
24 milljóna króna styrk úr Fram-
kvæmdasjóði ferðamannastaða til
að bæta merkingar fyrir ferðamenn
og uppbyggingu framtíðar salernis-
aðstöðu á Geitlandi við rætur lang-
jökuls. „Við ætlum að auka upplýs-
ingaflæði til ferðamanna um svæðið
við og á jöklinum. Það er alltaf fólk
að fara upp á jökul, hvort sem það
er á bíl eða gangandi og það getur
hreinlega verið stórhættulegt ef þú
hefur ekki réttan búnað og þekkingu
á aðstæðum. Við ætlum að setja upp
skilti sem við erum að hanna með
skiltahönnuði núna,“ segir Sigurð-
ur Skarphéðinsson, framkvæmdar-
stjóri Into the Glacier í samtali við
Skessuhorn. Skiltin verða hönnuð
og sett upp í samstarfi við lands-
björgu og á þeim verða upplýsingar
fyrir alla þá ferðamenn sem hyggj-
ast leggja leið sína upp á jökulinn.
Lítil lyktarmengun af
þurrsalernum
Salernin sem á að reisa við rætur
langjökuls verða að sögn Sigurðar
svokölluð þurrsalerni með kjallara
undir þar sem salernisúrgangur
safnast og er síaður. Fastefnin eru
flutt af svæðinu og þvag er leitt út
í jarðveginn. „Við hyggjumst reisa
varanlega salernisaðstöðu nálægt
skálanum okkar Klaka. Hann er
staðsettur í rúmlega 700 m hæð en
mikið veðurálag er á þessum slóð-
um og því mikilvægt að vanda vel
til verks. Mikil umferð er þarna
af ferðamönnum, en tveir ferða-
þjónustuaðilar eru með aðstöðu
á svæðinu. Einnig er talsverð um-
ferð af jeppafólki og svo ferða-
mönnum á sumrin sem hyggjast
skoða jökulinn. Það er því mikil-
vægt að hinn almenni ferðamað-
ur geti komist í salernisaðstöðu,“
segir Sigurður. „Við höfum ver-
ið með bráðabirgðaaðstöðu fyrir
okkar gesti en með þessum styrk
getum við byggt upp aðstöðu sem
allir ferðamenn á svæðinu geta
notast við. Into the Glacier mun
sjá alfarið um að þjónustu aðstöð-
una,“ segir Sigurður og bætir því
við að helsti kosturinn við þurrsal-
ernin sé að þeim fylgir tiltölulega
lítil lykt og hvorki þurfi vatn né
rafmagn fyrir þau. „Þetta er þekkt
lausn sem hefur verið notuð við
góðan árangur til dæmis í Vikra-
borgum í Vatnajökulsþjóðgarði,“
segir hann. Aðspurður hvenær sal-
ernin verða tilbúin, segir Sigurður
áætlað að þau verði komin í notk-
un í lok sumars.
arg
Koma upp salernum og
upplýsingaskiltum fyrir ferðamenn
Gríðarlegur fjöldi fólks er sífellt að fara á jökulinn, ýmist gangandi eða á ökutækjum. Merkingar og bætt hreinlætisaðstaða
verður fyrir þessa gesti sem og viðskiptavini Into the Glacier.
Sýningin „Nr. 3 Umhverfing“ verð-
ur sett upp víðs vegar um Snæfells-
nes næsta sumar og koma hvorki
fleiri né færri en sjötíu listamenn
að henni. Sýningin verður form-
lega opnuð í Breiðabliki laugardag-
inn 22. júní og stendur til 31. ágúst.
Um er að ræða myndlistarsýningu
á verkum listamanna sem hafa á
einhvern hátt tengingu við Snæ-
fellsnes, hvort sem þeir hafi þang-
að ættartengsl eða hafa búið þar á
einhverjum tímapunkti. Það eru
myndlistarkonurnar Anna Eyjólfs-
dóttir, Þórdís Alda Sigurðardótt-
ir og Ragnhildur Stefánsdóttir sem
standa að hönnun sýningarinnar
en þær standa jafnframt á bakvið
Akademíu skynjunarinnar sem var
stofnuð árið 2008 í þeim tilgangi
að efla upplifun og skynjun með
myndlist.
Sýningin verður sett upp víðs
vegar um Snæfellsnes en helstu
sýningarstaðir verða Breiðablik,
Hótel Egilsen, Samkomuhúsið á
Arnarstapa, Æðarsetur Íslands,
Narfeyrarstofa, Hótel Fransiskus,
Fosshótel Stykkishólmi, Átthag-
astofan í Ólafsvík, Bæjarskrifstof-
an í Grundarfirði, Fisk Seafood í
Grundarfirði, Staðastaður, Stykk-
ishólmskirkja, Norska húsið, Kaffi
Emil, Bjargarsteinn, Bæringsstofa,
pakkhúsið í Ólafsvík, Dvalarheim-
ilið Jaðar, Sjóminjasafnsgarðurinn,
Gufuskálar, Fjöruhúsið og fleiri
staðir.
„Það verða sýnd verk eftir 70
listamenn, bæði vel þekkta mynd-
listarmenn og aðra sem eru minna
þekktir. Þegar við fórum að stað að
finna listamenn vorum við eigin-
lega gapandi yfir því hversu margir
listamenn eiga tengingu við Snæ-
fellsnes,“ segir Anna Eyjólfsdótt-
ir í samtali við Skessuhorn. „Nr. 3
Umhverfing er sýning sem við ætl-
um að fara með um landið en við
höfum áður sett upp sambærilegar
sýningar á tveimur stöðum. Sýning-
in á Snæfellsnesi verður hins vegar
sú stærsta,“ segir Anna og bætir því
við að tilgangur sýningarinnar sé að
færa myndlistina nær fólkinu sem
annars myndi ekki fara á mynd-
listarsýningar og þannig skapa um-
ræðu um listina og lífið. Gestir geta
síðan nálgast sýningarskrá, ferðast
um Snæfellsnes og kynnt sér list og
náttúru staðanna um leið.
arg
Myndlistarsýningar haldnar víðs-
vegar um Snæfellsnes í sumar
Anna Eyjólfsdóttir og Þórdís Alda Sigurðardóttir standa að sýningunni Nr. 3 Um-
hverfing ásamt Ragnhildi Stefánsdóttur.