Skessuhorn - 24.04.2019, Side 16
MIÐVIKUDAGUR 17. APRÍL 201940 ára
„Í tilefni 40 ára afmælisins verð-
ur árshátíðin okkar haldin í Ed-
inborg. Fyrirtækið býður þangað
öllum starfsmönnum og við fljúg-
um út í þremur hollum. Þetta hef-
ur mælst afar vel fyrir og stefnir í
fjölmennustu árshátíð fyrirtækisins
til þessa,“ segir Gestur Pétursson,
forstjóri Elkem Ísland, ánægður í
samtali við Skessuhorn. Hann bæt-
ir því við að ýmislegt fleira standi
til á afmælisárinu. „Það verður
viðburður í hverjum mánuði í til-
efni afmælisins. 1. júní næstkom-
andi verður opið hús fyrir almenn-
ing. Allri þjóðinni er boðið í heim-
sókn og er það liður í áætlun okk-
ar um að opna starfsemina meira,
af því við erum hluti af þessu sam-
félagi hérna við Hvalfjörðinn og á
Akranesi og líka af samfélaginu sem
heitir Ísland,“ segir hann. „Þá höf-
um við tekið upp þann góða sið
að bjóða í mat þeim starfsmönn-
um sem hafa starfað hjá fyrirtæk-
inu í gegnum tíðina en eru komn-
ir á eftirlaunaaldur. Þar blöndum
við geði, viðhöldum kúltúrnum
og höldum sögunum á lífi. Ég hef
starfað hjá Slökkviliði Reykjavíkur
og hjá ISAL í Straumsvík þar sem
þetta var gert og það hefur verið
draumur hjá mér lengi að koma á
einhverju sambærilegu fyrir Elkem.
Við gerðum þetta í fyrsta sinn fyrir
stuttu síðan og kom dágóður hóp-
ur. Þeirra á meðal Jón Sigurðsson,
fyrrum forstjóri, sem kom í fyrsta
skipti í mjög langan tíma og fullt af
góðu fólki sem hefur lagt sín lóð á
vogarskálina hvað varðar uppbygg-
ingu félagsins í gegnum tíðina,“
segir forstjórinn.
Stöðugleiki einkennir
starfsliðið
Starfsfólk Elkem á Grundartanga
telur í dag um 170 manns, en alls
hafa um 250 manns lífsviðurværi
sitt með beinum hætti af starfsemi
verksmiðjunnar. Forstjórinn segir
mikinn stöðugleika einkenna hóp-
inn. „Fyrirtækið er á þeim góða
stað að starfsmannaveltan er inn-
an við 2% og hefur verið mjög lít-
il í gegnum tíðina. Það hlýtur að
þýða að hjá okkur sé allavega eitt-
hvað sem er áhugavert og eftir-
sóknarvert,“ segir Gestur. „Fyrir-
tækið hefur auk þess komið vel út
í mælingum á trausti og er meðal
þeirra fyrirtækja á landinu þar sem
traust milli starfsfólks og stjórn-
enda mælist hvað mest. Þetta er
eitthvað sem ég er afskaplega auð-
mjúkur gagnvart og vil leggja mitt
af mörkum til að svo verði áfram,“
bætir hann við. „Síðan þykir mér
alltaf jafn gaman að segja frá því að
þegar kemur að jafnrétti kynjanna
er Elkem það fyrirtæki sem Price
Waterhouse Cooper hefur mælt
með lægsta mun kynjanna í grunn-
launum á landsvísu, eða 0,1%.
Þegar tekið er tillit til allra auka-
greiðslna og hlunninda er fyrir-
tækið síðan í öðru sæti með 0,6%
mun samkvæmt PWC. Og svo því
sé haldið til haga þá hallar þar á
karlana,“ segir Gestur. „En þetta er
mjög lágt, til að fá gullmerki PWC
þarf munurinn að mælast innan við
3,5% þannig að við teljum þetta allt
vera innan eðlilegra marka og erum
mjög stolt af þessu,“ segir hann.
„Vegna þess hve starfsmannavelta
er lítil höfum við sett okkur það
markmið að árið 2025 verði kon-
ur að minnsta kosti 35% starfsfólks
í framleiðslustörfum. Þegar kemur
að konum í stjórnunarstöðum og
sérfræðistörfum er staðan og þró-
unin mjög góð, en karlar eru enn
í töluverðum meirihluta í fram-
leiðslustörfunum.“
Framsækið fyrirtæki
Elkem Ísland er í dag einn stærsti
framleiðandi kísiljárns í heimin-
um með framleiðslugetu upp á 120
þúsund tonn á ári. Forstjórinn seg-
ir fyrirtækið vel statt að flestöllu
leyti. „Hvað varðar framleiðsluna
sjálfa hefur fyrirtækið almennt ver-
ið vel rekið, af stöðugleika og ráð-
deild. Það þýðir þó ekki að við höf-
um eingöngu verið að spara mik-
ið síðustu misseri. Undanfarin ár
höfum við verið að byggja upp og
endurbæta aðstöðu starfsfólks og
gera heilmiklar endurbætur á fyrir-
tækinu öllu,“ segir Gestur. „Það er
nefnilega þannig að þó að þetta fyr-
irtæki sé 40 ára gamalt þá er í raun
búið að endurbyggja það nokkr-
um sinnum. Fjárfestinga- og við-
haldsþörf er mikil í svona starfsemi,
svona verksmiðju er ekki hægt að
byggja einu sinni til að endast að
eilífu. Það sést á því að hlutfall við-
halds og fjárfestinga sem hlutfall af
veltu er tiltölulega hátt miðað við
það sem almennt gerist á Íslandi,
af því að stöðugt þarf að endurnýja
bæði búnað og tæki,“ segir hann. „Í
gegnum tíðina hafa árin auðvitað
verið misgóð. Verð á mörkuðum
fyrir kísiljárn á síðasta ári var það
besta í tíu ár en hins vegar árið 2016
hafði það ekki verið lægra í ára-
tug. Markaðurinn getur verið mjög
sveiflukenndur og þá skiptir máli að
grunnreksturinn sé í lagi þannig að
hægt sé að halda samkeppnisstöðu
fyrirtækisins góðri,“ segir forstjór-
inn. „En markaðsleg staða fyrir-
tækisins er mjög sterk. Í raun hef-
ur Elkem Ísland náð að marka sér
stöðu sem helsta vöruþróunarset-
ur heims á sviði nýrra framleiðslu-
tegunda kísiljárns. Það er beintengt
þeirri þróun í heiminum sem snýr
að orkuskiptum. Fyrirtækið hefur
á bilinu 12-15% af heildarmark-
aðshlutdeild á sviði sérhæfðra kís-
ilmálma sem nýttir eru við fram-
leiðslu sem tengjast orkuskiptum,
svo sem rafbílaframleiðslu og orku-
sparandi innviði. Við sjáum fram
á að sú hlutdeild muni aukast enn
frekar á næstu árum,“ segir hann.
„Bara síðast í lok mars vorum við að
framleiða prótótýpu af nýrri vöru,
sem aldrei hefur verið framleidd
í heiminum áður. Við erum orð-
inn sá framleiðandi sem hringt er
í þegar vantar eitthvað nýtt. Enda
höfum við sýnt að við höfum hug-
myndaflug, hugrekki og hugræna
getu til að framkvæma það,“ segir
Gestur.
Kolefnishlutleysi
árið 2040
Til vitnis um það nefnir Gest-
ur aðkomu fyrirtækisins að stofn-
un Nýsköpunarseturs á Grund-
artanga. „Það er bein tenging
milli sérhæfingar í framleiðslu og
því að fá nýsköpunarsetur hing-
að upp eftir. Með því leggur El-
kem sitt af mörkum til aukinn-
ar verðmætasköpunar á Grundar-
tanga og fyrir Vesturland,“ segir
hann. „Framtíð fyrirtækisins ligg-
ur einkum í tvennu í mínum huga;
í fyrsta lagi að auka sérhæfða fram-
leiðslu í tengslum við orkuskiptin
og í öðru lagi að auka orkuendur-
nýtingu. Hvort tveggja hefur áhrif
á kolefnisfótspor framleiðslunn-
ar,“ segir Gestur. Hann upplýsir
að núna á afmælisárinu hafi Elkem
verið fyrsta íslenska fyrirtækið sem
hefur verulegt kolefnisfótspor til
að marka sér skýra stefnu um kol-
efnishlutleysi. „Þegar höfum við
dregið úr kolefnisfótspori okkar
um 50 þúsund tonn á ári og fyrir
árslok 2022 verða það 50 þúsund
tonn til viðbótar. Markmiði okk-
ar fyrir árið 2040 er síðan einfalt;
að verða fyrsta kísiljárnverksmiðja
í heiminum sem nær kolefnishlut-
leysi,“ segir hann.
Tækifæri í orku
endurnýtingu
„Við sjáum fyrir okkur að setja
mætti upp gufutúrbínu á Grundar-
tanga í samstarfi við orkufyrirtæki
til að framleiða bæði rafmagn og
heitt vatn. Ef hún væri 25 MW þá
gætum við framleitt rafmagn til að
nota sjálf og nýtt það sem til fell-
ur sem hitaveitu fyrir m.a. iðnað-
arsvæðið á Grundartanga, Hval-
fjarðarsveit og Akranes. 25 MW
túrbína hefur í för með sér að ekki
verður þörf á nýjum virkjunum
með 50-60 MW uppsettu afli, án
þess að raska umhverfinu með nýj-
um eða stærri uppistöðulónum eða
nýjum borholum með tilheyrandi
útsleppi af mismunandi gasteg-
undum,“ segir forstjórinn sem vill
sjá gangskör gerða að betri endur-
nýtingu orku hér á landi. „Orku-
endurnýting er eitthvað sem ekki
er gert ráð fyrir í íslenskum lögum
og reglugerðum. Eins og regluger-
ðaumhverfið eru í dag þyrfti túr-
bína á Grundartanga að fara inn í
rammaáætlun,“ segir hann. „Þessu
þarf að breyta, það á að gera ráð
fyrir því að orka sé nýtt vel og á
ábyrgan hátt. Fram til ársins 2050
hefur orkuspárnefnd áætlað að
bæta þurfi við rúmum 450 MW í
nýjum virkjunum. Gróflegir út-
reikningar okkar gera ráð fyrir því
að um fjórðung af allri þessari orku
megi afla með betri endurnýtingu
orkunnar án nokkurra viðbótar
umhverfisáhrifa,“ bætir hann við.
„Það eina sem þarf til er hugar-
farsbreyting og vilji hjá þjóðinni til
að nýta orkuna okkar vel og hefja
svo í kjölfarið vinnu við að orku-
endurnýting verði stunduð af jafn
miklum krafti á Íslandi og annars
staðar í heiminum. Tækifærin eru
svo sannarlega fyrir hendi,“ segir
Gestur Pétursson að endingu.
kgk
„Helsta vöruþróunarsetur heims á sviði kísiljárns“
- segir Gestur Pétursson, forstjóri Elkem Ísland
Gestur Pétursson, forstjóri Elkem Ísland. Járnblendiverksmiðjan á Grundartanga í
baksýn. Ljósm. úr safni/ þá.
Jóna Kolbrún Nikulásdóttir að störfum
hjá Elkem Ísland. Ljósm. úr safni.
Fylgst með ofnrekstrinum í stjórnstöð verksmiðjunnar á Grundartanga.
Ljósm. úr safni.
Kísiljárnverksmiðjan á Grundartanga eins og hún lítur út í dag.
Ljósm. Elkem Ísland.
Ofngæslumenn ræða saman í töppunarsal verksmiðjunnar. Deigla með kísiljárni í
baksýn. Ljósm. Elkem Ísland.
Verið að koma möluðu kísiljárni í
sekki. Ljósm. Elkem Ísland.
Ólíkar afurðir kísiljárns. „Við erum
orðinn sá framleiðandi sem hringt
er í þegar vantar eitthvað nýtt. Enda
höfum við sýnt að við höfum hug-
myndaflug, hugrekki og hugræna getu
til að framkvæma það,“ segir Gestur
Pétursson forstjóri.