Skessuhorn - 24.04.2019, Qupperneq 26
MIÐVIKUDAGUR 24. APRÍL 201926
Snæfellingar máttu játa sig sigraða gegn KB
þegar liðin mættust í fyrstu umferð Mjólkur-
bikars karla í knattspyrnu. Leikið var á Leikn-
isvelli á mánudaginn í síðustu viku. Stykkis-
hólmsliðið fékk óskabyrjun í leiknum þegar
Matteo Tuta kom Snæfellingum yfir á 9. mín-
útu leiksins. Þeir voru hins vegar ekki lengi
í forystu því Praveen Gurung jafnaði metin
fyrir KB á 15. mínútu. Fleiri mörk voru ekki
skoruðu í fyrri hálfleik og staðan því 1-1 þeg-
ar liðin gengu til búningsherbergja sinna í
hléinu.
Síðari hálfleikur var ekki gamall þegar næsta
mark leit dagsins ljós. Þar var á ferðinni Eiður
Bragi Benediktsson sem kom KB í 2-1 á 49.
mínútu leiksins. Fleiri mörk voru ekki skor-
uð í leiknum og Snæfellingar hafa því lokið
þátttöku sinni í Mjólkurbikar karla að þessu
sinni. kgk
Snæfell úr leik í
bikarnum
MT: Stefán Gísli með verðlauna-
gripinn síðastliðinn sunnudag.
Hvað ætlar þú að gera á sumar-
daginn fyrsta?
Spurni g
vikunnar
(Spurt á Akranesi)
Jenný Sólborg
Bara að liggja í leti.
Guðbrandur Þorvaldsson
Ég ætla að vera heima.
Þorsteinn Eggertsson
Ekkert sérstakt. Ætli ég verði
ekki bara í sauðburði.
Eygló Anna Sigurðardóttir
Ég ætla bara að slaka á og njóta
veðursins.
Kristín Jónsdóttir
Bara vera heima, kannski fá mér
göngutúr.
Það voru ekki allir sem lágu og
borðuðu súkkulaði um páskana
því tæplega 50 keppendur í
Crossfit tóku þátt í móti sem
fram fór í íþróttahúsi Grundar-
fjarðar laugardaginn 20. apríl.
Það voru þau Aldís Ásgeirsdóttir
og Leifur Harðarson sem sáu um
skipulagningu mótsins en kepp-
endur voru frá Grundarfirði,
Snæfellsbæ og Stykkishólmi.
Góð stemning var í íþróttahúsinu
og fjölmargir áhorfendur mættir
til að hvetja sitt fólk. Líklega hafa
einhverjir keppendur leyft sé smá
súkkulaði á páskadag eftir átökin
á laugardeginum.
tfk
Víkingur Ólafsvík átti ekki sinn
besta dag þegar liðið mætti Úlf-
unum á heimavelli í annarri um-
ferð Mjólkurbikarsins í knattspyrnu
á skírdag. Leikurinn fór vel af stað
og skoraði Pétur Steinar Jóhanns-
son mark strax á 2. mínútu leiks-
ins. Emmanuel Eli Keke fékk svo
rautt spjald á 20. mínútu og jöfnuðu
gestirnir strax í kjölfar þess. Harley
Willard kom svo heimamönnum
yfir á 34. mínútu og staðan því 2 - 1
í hálfleik. Seinni hálfleikurinn byrj-
aði illa fyrir heimamenn en Úlfarnir
jöfnðu á 49. mínútu og komust svo
yfir fimm mínútum síðar. Víkingar
áttu engin svör við þessu og Úlfarn-
ir skoruðu aftur á 76. og 79. mín-
útu og endaði leikurinn með 2-6
sigri. Langt er síðan Víkingar hafa
tapað svona stórt á heimavelli. Vík-
ingur hefur svo leik í Inkasso deild-
inni þegar liðið tekur á móti Gróttu
sunnudaginn 5. maí. þa
Landsþing Slysavarnafélagsins
Landsbjargar verður haldið á Eg-
ilsstöðum dagana 17. og 18. maí
næstkomandi. Að venju má ætla
að nokkur hundruð manns taki
þátt í þinginu, björgunarleikum
og árshátíð Landsbjargar sem fram
fer á laugardeginum. Í tilkynningu
frá félaginu kemur fram að und-
irbúningur fyrir þingið sé í full-
um gangi. Meðal annars skráning
í björgunarleikana. Þá hefur upp-
stillingarnefnd kynnt framboðs-
lista fyrir komandi kosningar til
stjórnar. Smári Sigurðsson for-
maður gefur ekki kost á sér til end-
urkjörs í félaginu og hafa þrír boð-
ið sig fram. Meðal þeirra er Þór
Þorsteinsson frá Skálpastöðum í
Lundarreykjadal, fyrrverandi for-
maður björgunarsveitarinnar Oks í
Borgarfirði og núverandi varafor-
maður Landsbjargar. Aðrir í for-
mannsframboði eru Guðjón Guð-
mundsson og Þorsteinn Þorkels-
son.
Til stjórnar í Landsbjörgu bjóða
sig fram eftirtaldir: Auður Yngva-
dóttir, Borghildur Fjóla Kristjáns-
dóttir, Gísli V. Sigurðsson, Guðjón
Guðmundsson, Hallgrímur Óli
Guðmundsson, Hildur Sigfúsdótt-
ir, Otti Rafn Sigmarsson, Valur S.
Valgeirsson, Þorsteinn Þorkelsson
og Þór Þorsteinsson.
mm
Skagamenn töpuðu
í úrslitaleiknum
Skagamenn luku keppni í 2. deild karla í
körfuknattleik á þriðjudagskvöld þegar þeir
mættu Álftnesingum í úrslitaleik deildarinn-
ar. Leikið var í Forsetahöllinni á Álftanesi.
Jafnræði var með liðunum í upphafsfjórð-
ungnum. Í öðrum leikhluta náðu Skaga-
menn góðri forystu en Álftnesingar komu til
baka. Undir lok fyrri hálfleiksins og í upphafi
þriðja leikhluta þriðja réðu heimamenn lög-
um og lofum á vellinum. Þeir náðu á þessum
kafla 20 stiga forskot og gáfu aldrei færi á sér
það sem eftir lifði leiks. Að lokum sigruðu
Álftnesingar með 123 stigum gegn 100 stig-
um ÍA. Það er því ljóst að lið ÍA mun mæta
til leiks í 2. deildinni á nýjan leik á næsta
keppnistímabili. kgk
Kristín Sif Íslands-
meistari í boxi
Borgnesingurinn og hnefaleikakonan Kristín
Sif Björgvinsdóttir tryggði sér Íslandsmeist-
aratitilinn í hnefaleikum á Íslandsmeistara-
mótinu sem fram fór í Reykjanesbæ fyrir
rúmri viku síðan. Kristín Sif keppti í -75 kílóa
flokki kvenna og mætti þar Hildi Ósk Indriða-
dóttur. Eftir einróma dómaákvörðun var það
Kristin Sif sem stóð uppi sem sigurvegari.
arg
Kristín Sif Íslandsmeistari eftir
einróma dómaraákvörðun. Ljósm.
mmafrettir.is.
Keppendur ásamt mótshöldurum og dómurum.
Crossfit mót um páskana
Víkingur sleginn út úr bikarnum
Þór í framboði til
formanns Landsbjargar
Þór Þorsteinsson.