Skessuhorn - 30.01.2019, Side 1
FRÉTTAVEITA VESTURLANDS – www.skessuhorn.is 5. tbl. 22. árg. 30. janúar 2019 - kr. 750 í lausasölu
arionbanki.is
Það tekur aðeins örfáar mínútur
að skrá sig í viðskipti hjá Arion banka.
Af því að okkar lausnir snúast um
tíma og þægindi.
Þægilegri
bankaþjónusta
gefur þér tíma
Gildir alla daga
frá 11–16
ef þú sækir
1.000 KR.
Lítil pizza af matseðli
0,5 lítra gos
1.500 KR.
Pizza af matseðli, miðstærð
0,5 lítra gos
Landnámssetur
í febrúar
sími 437-1600
„Farðu á þinn stað“
Í flutningi Tedda löggu
föstudaginn 1. febrúar kl. 20:00
Næstu sýningar
laugardaginn 16. febrúar kl. 16:00
laugardaginn 23. febrúar kl. 20:00
sunnudaginn 24. febrúar kl. 16:00
Auður djúpúðga
Sýningar
laugardaginn 2. febrúar kl. 20:00
sunnudaginn 3. febrúar kl. 16:00
Nánar um dagskrá og miðasala á
landnam.is/vidburdir
UPPSELT
20 ÁR
Bjarni Þór Bjarnason, listamaður og lífskúnstner, var um liðna helgi útnefndur Skagamaður ársins 2018. Valið fer þannig fram að tilnefningum er safnað og bæjarráð staðfestir
niðurstöðuna. Elsa Lára Arnardóttir, bæjarfulltrúi og formaður bæjarráðs, afhenti Bjarna Þór blóm og verðlaunagrip eftir Dýrfinnu Torfadóttur gullsmið. Sjá nánar bls. 16.
Ljósm. Gunnhildur Lind Hansdóttir.
Skagamaður ársins
Umferðaróhöpp sem rekja má til
hálku og erfiðrar færðar voru áber-
andi í dagbók Lögreglunnar á Vest-
urlandi í síðustu viku. Þá var eitt-
hvað um minniháttar meiðsli en
engin alvarleg. Miðvikudaginn 23.
janúar varð minniháttar árekstur á
Borgarbraut í Borgarnesi, en eng-
in slys á fólki. Sama dag, rétt fyrir
miðnætti, fór rúta út af á Dragavegi í
Skorradal. Alls voru 18 manns í bíln-
um en enginn slasaðist. Á fimmtu-
dag missti ökumaður stjórn á bíl
sínum á Akrafjallsvegi með þeim af-
leiðingum að hann fór út af og valt
eina veltu. Ökumaðurinn var flutt-
ur til skoðunar á Heilbrigðisstofnun
Vesturlands á Akranesi en reyndist
óslasaður. Sama dag varð árekstur í
Dölum. Hliðarhleri á vörubíl opn-
aðist á ferð og hlerinn lenti framan
á vörubíl sem ekið var úr gagnstæðri
átt. Ökumaður þeirrar bifreiðar
fékk skurð í andlit en slapp annars
óskaddaður.
Á föstudag fór rúta út af á bíla-
stæðinu við Grábrók í Borgarfirði.
Engin slasaðist. Önnur rúta kom og
sótti fólkið og síðan var kallað eft-
ir aðstoð við að ná bifreiðinni aftur
upp á bílastæðið. Útafakstur varð í
erfiðu færi á Innnesvegi á móts við
Miðgarð í Hvalfjarðarsveit. Öku-
maður náði að losa bílinn sjálfur.
Ófært var á Bröttubrekku laust fyrir
miðnætti á föstudagskvöld. Björgun-
arsveitin Heiðar úr Borgarfirði að-
stoðaði ökumenn sem höfðu fest bíla
sína vegna veðurs fram eftir nóttu.
Aðfararnótt mánudags varð umferð-
aróhapp í Reykholti. Ferðamaður ók
inn í skafl á veginum, missti stjórn á
bílnum í hjólförum með þeim afleið-
ingum að hann lenti framan á öðrum
bíl, en engin meiðsl urðu á fólki.
Lögregla vill hvetja fólk til að fara
sérstaklega varlega í umferðinni á
þessum árstíma, þegar allra veðra er
von og myrkur stærstan hluta sólar-
hringsins. kgk
Mikið um óhöpp og meiðsli vegna færðar
Frá óhappi við Glerárskóga í Dölum. Hurð á flutningakassa vörubifreiðar hafði
opnast með þeim afleiðingum að hún slóst harkalega utan í stýrishús vöru-
bifreiðar sem kom á móti. Framrúðan bílstjóramegin mölbrotnaði við höggið
og rigndi glerbrotum yfir bílstjórann sem skarst í andliti. Við óhappið missti bíl-
stjórinn aftanívagninn út af veginum og þurfti aðstoð tækja og mannskapar til að
ná honum aftur upp á veginn. Ljósm. sm.