Skessuhorn - 30.01.2019, Page 8
MIÐVIKUDAGUR 30. JANÚAR 20198
Fjarskiptasam-
band til sveita
BORGARBYGGÐ: Á síð-
asta fundi í byggðarráði Borg-
arbyggðar voru lagðar fram
hugmyndir að aðkomu Borg-
arbyggðar um stuðning við
Hringiðuna ehf til að tryggja
fjarskiptasamband við sjö bæi
í vestasta hluta Borgarbyggð-
ar. Byggðarráð fól sveitar-
stjóra að ganga til samninga
við fyrirtækið á þeim grund-
velli sem kynntur var á fund-
inum. Þá var á sama fundi
kynnt staða máls vegna óska
Vodafone um stuðning við
að halda uppi fjarskiptasam-
bandi við Hítardal sem ella
hefði lagst af um síðustu ára-
mót. Byggðarráð samþykkti
áætlunina og fól sveitarstjóra
að ganga frá samningi um
málið.
-mm
Gat á sjókví í
Arnarfirði
VESTFIRÐIR: Matvæla-
stofnun barst á þriðjudag síð-
ustu viku tilkynning frá Arn-
arlaxi um gat á nótarpoka
einnar sjókvíar Arnarlax við
Hringsdal í Arnarfirði. „Gat-
ið uppgötvaðist við skoðun
kafara í morgun og er við-
gerð lokið. Samkvæmt upp-
lýsingum Arnarlax var gat-
ið um 15 x 50cm og á 20m
dýpi og voru um 157.000 lax-
ar í kvínni með meðalþyngd
1,3 kg,“ segir í tilkynningu frá
stofnuninni á þriðjudag í lið-
inni viku. „Atvikið er til með-
ferðar hjá Matvælastofnun og
munu eftirlitsmenn stofnun-
arinnar skoða aðstæður hjá
fyrirtækinu og fara yfir við-
brögð þess. Arnarlax hefur
lagt út net í samráði við Fiski-
stofu til að kanna hvort slysa-
slepping hafi átt sér stað.“
-mm
Hvalur kaupir í
Marel
HAFNARFJ: Hvalur hf. hef-
ur keypt hlut í hátæknifyrir-
tækinu Marel fyrir einn millj-
arð króna. Gengið var frá
kaupunum þriðjudaginn 15.
janúar, samtals 2,55 milljón-
ir hluta á genginu 39, að því
er Vísir greinir frá. Nemur
eignarhlutur Hvals í Marel
tæplega 0,4 prósentum. Hval-
ur átti eignir upp á 19,6 millj-
arða í lok september 2017
en skuldaði á sama tíma 2,3
milljarða. Eigið fé fyrirtækis-
ins var því um 17,3 milljarðar.
Fyrirtækið hagnaðist um tæpa
1,5 milljarð á síðasta rekstr-
ar ári og dróst hagnaðurinn
saman um sem nemur rúm-
um 515 milljónum frá árinu
áður, að því er fram kemur á
Vísi. Verð hlutabréfa í Marel
hækkaði um tæp 15 prósent
í fyrra. Miðað við núverandi
gengi, sem er 393 krónur á
hlut, nemur markaðsvirði fyr-
irtækisins 268 milljörðum.
-kgk
Bjarni forstjóri
ISI
LANDIÐ: Skagamaður-
inn og fjárfestirinn Bjarni
Ármannsson hefur ver-
ið ráðinn forstjóri Ice-
land Seafood Internation-
al (ISI). Í fréttatilkynningu
frá fyrirtækinu kemur fram
að Bjarni hafi síðan í haust
verið stjórnarformaður fyr-
irtækisins, en taki nú við
forstjórastöðunni af Helga
Antoni Eiríkssyni.
-mm
Aflatölur fyrir
Vesturland
dagana
19. til 25. janúar
Tölur (í kílóum)
frá Fiskistofu:
Akranes: 5 bátar.
Heildarlöndun: 47.347 kg.
Mestur afli: Eskey ÓF:
16.874 kg í þremur róðrum.
Arnarstapi: Engar landan-
ir á tímabilinu.
Grundarfjörður: 5 bátar.
Heildarlöndun: 305.272 kg.
Mestur afli: Hringur SH:
101.685 kg í tveimur lönd-
unum.
Ólafsvík: 18 bátar.
Heildarlöndun: 423.026 kg.
Mestur afli: Bárður SH:
77.045 kg í níu róðrum.
Rif: 14 bátar.
Heildarlöndun: 384.015 kg.
Mestur afli: Örvar SH:
62.300 kg í einni löndun.
Stykkishólmur: 4 bátar.
Heildarlöndun: 25.142
Mestur afli: Blíða SH:
12.642 kg í fjórum róðrum.
Topp fimm landanir á
tímabilinu:
1. Sigurborg SH - GRU:
68.189 kg. 23. janúar.
2. Hringur SH - GRU:
62.458 kg. 20. janúar.
3. Örvar SH - RIF:
62.300 kg. 22. janúar.
4. Tjaldur SH - RIF:
48.672 kg. 22. janúar.
5. Helgi SH - GRU:
47.526 kg. 20. janúar.
-kgk
Póst- og fjarskiptastofnun hef-
ur birt ákvörðun sína í máli nr.
28/2018 um hljóðritun símtals án
tilkynningar. Ákvörðunin varð-
ar kvörtun neytanda þess efnis að
símtal hans við félagið Islandus
ehf. var hljóðritað án hans vitund-
ar en samkvæmt fjarskiptalögum
er hljóðritun símtals óheimil án
þess að viðmælanda sé tilkynnt um
það. „Islandus ehf. er ekki opinber
stofnun né fyrirtæki sem starfar í
þágu þjóðar- og almannaörygg-
is,“ segir í ákvörðun PFS. Undan-
þága frá þeirri skyldu að tilkynna
viðmælanda sínum í upphafi sím-
tals um hljóðritun getur því aðeins
byggst á þeirri undantekningu að
ótvírætt megi ætla að viðmælanda
sé kunnugt um hljóðritunina.
mm
Verða að tilkynna um
hljóðritun símtala
Verst settu einstaklingarnir í hópi
aldraðra eru þeir sem hafa takmörk-
uð réttindi í almannatryggingum á
Íslandi vegna fyrri búsetu erlendis,
hafa áunnið sér lítil eða engin rétt-
indi til greiðslna úr lífeyrissjóðum,
lifa eingöngu eða nánast eingöngu
á bótum almannatrygginga, eða
búa í leiguhúsnæði eða mjög skuld-
settu eigin húsnæði. Líklegt þyk-
ir að hluti hóps aldraðra falli und-
ir nokkra eða alla fyrrnefnda flokka
og búi þannig að öllum líkind-
um við fátækt. Þetta er niðurstaða
starfshóps sem félagsmálaráðherra
skipaði á síðasta ári til að fara yfir
kjör þess hóps aldraðra sem höll-
ustum fæti stendur í íslensku sam-
félagi.
Í niðurstöðu starfshópsins er lagt
til að gripið verði til sértækra að-
gerða til að bæta kjör verst settu
hópa aldraðra hér á landi og eru
lagðar til tillögur í því sambandi.
Þannig verði komið á fót félagslegu
kerfi eða sérstökum viðbótarstuðn-
ingi fyrir þá sem ekki hafa áunnið
sér full réttindi í almannatrygging-
um hér á landi, eða húsnæðisstuðn-
ingur aukinn. Leggur starfshópur-
inn til að sett verði sérstök löggjöf
um félagslega aðstoð ríkisins þar
sem heimilt verði að veita viðbót-
arstuðning til einstaklinga sem ekki
hafa búið nægjanlega lengi á Ís-
landi til að hafa öðlast full réttindi
til ellilífeyris á Íslandi. Er þar gert
ráð fyrir að stuðningur þessi verði á
vegum ríkisins og greiðist eingöngu
þeim sem eru löglega búsettir og
dvelja á Íslandi. Áætlaður kostn-
aður ríkisins, ef tillögur starfshóps-
ins komast til framkvæmda, væri á
bilinu 300-400 milljónir króna á
ársgrundvelli.
Ásmundur Einar Daðason fé-
lags- og barnamálaráðherra segir
að það sé skýr stefna ríkisstjórnar-
innar að koma til móts við þá hópa
samfélagsins sem höllustum fæti
standa. Hann tekur undir með til-
lögu hópsins og segir að hann muni
nú fari í gang vinna við lagafrum-
varpsgerð og aðra innleiðingu á
þessum tillögum.
mm
„Í samráði við foreldrafélag FVA og
í samræmi við reglur annarra fram-
haldsskóla hefur nú verið ákveð-
ið að allt tóbak/rafrettur/veip sem
nemendur taka með sér á skóla-
böll NFFA verði gert upptækt og
afhent stjórnendum FVA,“ sagði í
tilkynningu frá forsvarsmönnum
Fjölbrautaskóla Vesturlands síð-
astliðinn fimmtudag. Árlegt nýárs-
ball NFFA fór fram á Gamla kaup-
félaginu þá um kvöldið. „Við viljum
minna á að ölvun ógildir miðann og
að öll meðferð áfengis og tóbaks er
bönnuð.“
Hafi nemandi með sér tóbak á
dansleik geta þeir nálgast eigur sín-
ar hjá stjórnendum næsta skóladag.
„Sé nemandi yngri en 18 ára verður
foreldrum gert viðvart næsta skóla-
dag og geta þeir þá nálgast tóbak-
ið/rafretturnar/veipið á skrifstofu
stjórnenda fyrir hönd barns síns
kjósi þeir svo. Að öðrum kosti verð-
ur tóbakinu/r afrettunum/veipinu
fargað innan viku.“ mm
Herða reglur um
tóbaksnotkun á skólaböllum
Gamla kaupfélagið á Akranesi þar sem böll nemenda FVA eru oft haldin.
Kannað hvaða hópur eldri borgara
stendur höllustum fæti
Fulltrúar starfshóps um kjör eldri borgara ásamt Ásmundi Einari Daðasyni félagsmálaráðherra.