Skessuhorn


Skessuhorn - 30.01.2019, Qupperneq 9

Skessuhorn - 30.01.2019, Qupperneq 9
MIÐVIKUDAGUR 30. JANÚAR 2019 9 Sumarstörf hjá framsæknu verktakafyrirtæki Opnað hefur verið fyrir umsóknir um sumarstörf fyrir sumarið 2019. Við leitum að metnaðarfullu sumarstarfsfólki sem vill öðlast reynslu af mannvirkjagerð. Eftirfarandi eru sérstaklega hvattir til að sækja um: Nemar í verkfræði eða tæknifræði • Iðnnemar • Sótt er um störfin á https://www.istak.is/starfsumsokn/ Nánari upplýsingar veitir mannauðsdeild Ístaks í síma 530-2700. Ístak er leiðandi fyrirtæki á íslenskum verktakamarkaði. Ístak var stofnað árið 1970 og annast ýmis verkefni, svo sem virkjanir, stóriðjuverk, jarðvinnuverk, hafnarframkvæmdir, vega- og brúagerð auk flugvalla, enn fremur húsbyggingar fyrir opinberar stofnanir, sveitarfélög, fyrirtæki og einstaklinga. Ístak er dótturfélag Aarsleff Group sem er leiðandi verktaki með yfir 4.500 starfsmenn í ýmsum heimsálfum. Ístak býður upp á: Áhugaverð og síbreytileg verkefni• Samkeppnishæf laun• Góðan aðbúnað á vinnustað og öruggt vinnuumhverfi• Reynslumikla og trausta stjórnendur• Fjármála- og efnahagsráðuneytið hefur tekið saman upplýsingar um greiðslur ríkisins til stjórnmálasam- taka fyrir árið 2019. Greiðslur til stjórnmálasamtaka eru samkvæmt ákvörðun fjárlaga hverju sinni og eru að þessu sinni 744 milljónir króna. Stjórnmálasamtök sem hafa fengið a.m.k. einn mann kjörinn á þing eða náð að lágmarki 2,5% atkvæða eiga rétt til framlaga. Það framlag skipt- ist hlutfallslega milli flokka eftir at- kvæðamagni í næstliðnum kosning- um. mm Flokkarnir fá 744 mill- jónir af fjárlögum Greiðslur eftir alþingiskosningar árið 2017 fyrir árið 2019 sjást hér. Ferðamenn er að finna á hverju strái jafnvel þó hávetur sé. Þessir tveir fé- lagar frá Suður-Kóreu voru nýlega komnir til landsins þegar ljósmyndari Skessuhorns ók fram á bíl þeirra utan vegar við hringtorg í Mosfellsbæ síð- astliðinn miðvikudag. „Við erum á leiðinni á Þingvelli og ætlum í ferð okkar að reyna að sjá norðurljósin. Það er draumur okkar að sjá þau,“ sögðu þeir félagar. „Það er bara eitt sem við skiljum ekki; hvernig geta Íslendingar búið við svona snjó og samt ekið bílum sínum á fullri ferð eftir götunum? Við erum nýbúnir að leigja bílinn og sama hversu vel við reynum að aka, það er nær ómögulegt að halda bíln- um á veginum.“ Þetta sögðu þeir og voru nýbúnir að lenda í krapa í veg- kanti og aka rakleiðis út af veginum. Biðu þeir aðstoðar bílaleigunnar sem leigði þeim bílinn. „Við ætlum samt að reyna að halda ferð okkar áfram, kannski venjumst við þessum að- stæðum,“ sögðu þeir hinir hressustu. ki Höfðu aldrei kynnst neinu þessu líku áður

x

Skessuhorn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.