Skessuhorn - 30.01.2019, Qupperneq 10
MIÐVIKUDAGUR 30. JANÚAR 201910
Fjórir menn féllu niður um ís á
Meðalfellsvatni á sunndudaginn, en
þeir voru við myndatöku á nýjum
veiðiþætti fyrir sjónvarpsstöðina
Hringbraut. Fréttatíminn greindi
fyrst frá atvikinu. Verið var að kvik-
mynda dorgveiði en þá er boruð
hola á ísinn og veitt niður um hana.
Einn fjórmenninganna var Gunn-
ar Bender veiðifréttamaður: „Ég
fór bókstaflega á bólakaf og það var
ágætis dýpi þarna svo ég náði alls
ekki til botns. Því var afar erfitt að
komast aftur upp á ísinn, en tókst
að lokum eftir mikið volk. Ég var
í um fimm mínútur útí og var orð-
ið óþægilega kalt í lokin.“ Hjört-
ur Sævar Steinason fór einnig nið-
ur um ísinn: „Var að koma heim
tættur, hrakinn, blautur og hálf
frosinn,“ skrifaði hann um atvik-
ið. Hann segir að þessu hafi hag-
að þannig til að þeir voru tveir sem
fóru fyrst út á ísinn, hann og Gunn-
ar, og var hann hrjúfur og ekki al-
veg glær. Hélt hann þeim í fyrstu
þar sem þeir voru staddir um 10 -
15 metra frá landi. Fyrst féllu þeir
tveir niður en svo aðrir tveir þegar
þeir reyndu að koma félögum sín-
um til bjargar. Voru þeir lengi að
reyna að krafla sig upp en stöðugt
brotnaði úr ísbrúninni. „Allt í einu
var útlitið orðið mjög slæmt,“ lýsir
Hjörtur Sævar. Eftir um fimm mín-
útur tókst þeim félögum að krafla
sig upp á fast land, en voru orðnir
mjög kaldir og þrekaðir.
Tíminn mun leiða í ljós hvort
atvikið náðist á kvikmynd, um það
eru þeir félagar sammála að láta
bíða betri tíma að upplýsa. Fyrir-
hugað er að sýna þessa nýju veiði-
þætti á Hringbraut í mars.
mm
Fjórir hætt komnir þegar ís
gaf sig á Meðalfellsvatni
Nýverið var haldinn fundur í stýri-
hópi sem ætlað er að halda utan
um það verkefni að flýta lagn-
ingu þriggja fasa rafmagns á Mýr-
um. Í hópnum sitja fulltrúar Borg-
arbyggðar, Búnaðarfélags Mýra-
manna auk ráðgjafa og sérfræð-
inga, en hópurinn er undir forystu
Lilju Bjargar Ágústsdóttur, forseta
sveitarstjórnar. Í fundargerð kemur
fram að stefnt er að því að ljúka þrí-
fösun rafmagns á landinu öllu árið
2035. Í byggðaáætlun ríkisstjórnar-
innar er lögð sérstök áhersla á fjár-
veitingar til verkefna af þessu tagi
við sérstakar aðstæður, m.a. með
að ríkið greiði svokallað flýtigjald,
eins og fordæmi eru um í Skaft-
árhreppi. Hvað Mýrarnar varð-
ar er fyrst og fremst horft til þess
að 14 kúabú eru rekin þar sem öll
hafa einungis aðgang að eins fasa
rafmagni. Flýtigjald vegna þeirra
yrði um 130 milljónir króna sem
gæti verið dreift á þrjú ár. Skoð-
að verður sérstaklega að nýta sam-
legðaráhrif með lagningu ljósleið-
ara á Mýrum, en ljósleiðaravæð-
ing dreifbýlis í Borgarbyggð hefst
á þessu ári. Fram kom á fundinum
að pólitískur áhugi ráðherra er fyr-
ir að hraða þessu verkefni sem mest
og verður það því unnið í samráði
við fjármálaráðuneytið.
Fram kom á fundinum hjá full-
trúa RARIK að mikil hröðun lagn-
ingar þriggja fasa rafmagns myndi
hækka gjaldskrá verulega, eða
um allt að 35%. Mest þörf fyrir
þriggja fasa rafmagn er hjá nýjum
og tæknilega vel búnum kúabúum,
en auk þess hjá iðnrekendum og
ferðaþjónustufyrirtækjum. Á fund-
inum kom fram að ákveðinn kostur
er að leggja raflínur og ljósleiðara
samtímis og ávinningur er einhver
í vissum tilvikum, en fram kom að
plægingarkostnaður er einungis
um 10% af heildarframkvæmda-
kostnaði við lagningu þriggja fasa
rafmagns.
Á Mýrum eru nokkur stór kúabú
sem framleiða tæplega átta milljón
lítra af mjólk. Halldór Gunnlaugs-
son, bóndi á Hundastapa, lýsti því
á fundinum að algengast sé að ró-
botar séu einvörðungu gerðir fyr-
ir þriggja fasa rafmagn og því hafi
endurnýjun þeirra reynst bænd-
um erfið. Mýrarnar falli á marg-
an hátt undir skilgreiningu á verk-
efninu „Brothættar byggðir“ vegna
ástands innviða á þessum hluta
Borgarbyggðar svo sem vegna
ástands rafmagns, vega og fjar-
skipta.
Pétur Þórðarson, aðstoðarfor-
stjóri RARIK, lagði á fundinum
áherslu á að það yrði að skap-
ast samstaða innan héraðs um
áherslubreytingar í forgangsáætl-
unum á lagningu þriggja fasa raf-
magns. Verkefnið væri m.a. að
túlka þröngt það sem tekið yrði
sérstaklega fyrir þannig að hröð-
un framkvæmda nýttist sem best. Á
fundinum var farið yfir stöðu ljós-
leiðaraverkefnisins og mögulega
samþættingu þess við lagningu
ljósleiðara. Lagning rafstrengs og
ljósleiðara var sameiginlega inni í
útboðsgögnum þegar ljósleiðarinn
var boðinn út fyrir Borgarbyggð á
liðnu ári. „Lagning ljósleiðara mun
tvímælalaust styrkja byggðirnar og
getur breytt búsetumunstri,“ segir
í fundargerð stýrihópsins.
Fram kom á fundinum að ekki
liggur enn fyrir hvaða fjármagn
fæst til verksins á þessu ári. Teikna
þurfi upp sem fyrst þá hluta kerfis-
ins sem rætt er um að setja í for-
gangsröðun og aðlaga ljósleiðara-
kerfið að kerfi RARIK. Næsti fund-
ur hópsins er áætlaður á morgun,
31. janúar. mm
Stýrihópur um hröðun á lagningu
þriggja fasa rafmagns á Mýrum
Í ríkisstjórn Íslands var í síðustu
viku kynntur rammi um samstarfs-
verkefni við sauðfjárbændur sem
snýr að loftslagsvænni landbún-
aði, en í stjórnarsáttmála er kveð-
ið á um samstarfsverkefni stjórn-
valda og sauðfjárbænda um að-
gerðir í loftslagsmálum. Samþykkt
var að verkefnið yrði þróað á árinu
og framkvæmd þess falin Ráðgjaf-
armiðstöð landbúnaðarins í sam-
starfi við Landgræðsluna, Skóg-
ræktina og sauðfjárbændur. „Þró-
uð verður heildstæð ráðgjöf og
fræðsla fyrir bændur um hvernig
þeir geta dregið úr losun og auk-
ið bindingu á búum sínum. Gert
er ráð fyrir að bændur vinni áætl-
anir fyrir bú sín þar sem tiltekn-
ar eru aðgerðir sem m.a. geta fal-
ist í samdrætti í losun frá búrekstri
og landi og/eða bindingu kolefn-
is. Þátttaka í verkefninu verður
til að byrja með bundin við sauð-
fjárbændur sem taka þátt í gæða-
stýrðri sauðfjárrækt og gengið
er út frá því að allir þátttakend-
ur í verkefninu tryggi að losun frá
landi þeirra aukist ekki. Verkefnið
er vistað í umhverfis- og auðlind-
aráðuneytinu og stefnt er að fullri
innleiðingu þess árið 2020,“ segir í
tilkynningu frá Stjórnarráðinu.
mm
Ræddu loftslagsvænni
sauðfjárrækt
Regnbogi umlykur Arnarhólsrétt á Snæfellsnesi. Ljósm. úr safni sá.
Riðuveiki hefur verið staðfest
á bænum Álftagerði í nágrenni
Varmahlíðar í Skagafirði. Síðast
greindist riða á þessu svæði í sept-
ember síðstliðnum á bænum Valla-
nesi. Matvælastofnun vinnur nú að
öflun upplýsinga og undirbúningi
aðgerða.
„Riðan greindist í sýnum úr
tveimur kindum frá bænum þar
sem nú eru um 370 fjár. Bóndinn
hafði samband við héraðsdýralækni
vegna kindanna sem sýndu ein-
kenni riðuveiki. Kindurnar voru
aflífaðar og sýni tekin og send á
Tilraunastöð Háskóla Íslands að
Keldum þar sem riðuveiki var
staðfest í báðum sýnum. Búið er í
Húna- og Skagahólfi og í því hólfi
hefur riðuveiki komið upp á átján
búum á undanförnum 20 árum en
á þessu búi greindist veikin síðast
árið 2008. „Riðuveiki hefur komið
upp á mörgum bæjum í Varmahlíð
í gegnum tíðina og má segja að um
þekkt riðusvæði sé að ræða, segir í
frétt Matvælastofnunar.
Þetta er fyrsta tilfelli riðuveiki
sem greinist á árinu en á síðasta ári-
greindist eitt tilfelli. Fram til ársins
2010 greindist riða á nokkrum bæj-
um á landinu á hverju ári en engin
tilfelli hefðbundinnar riðu greind-
ust á árunum 2011-2014. „Riðan er
því á undanhaldi en þetta sýnir að
ekki má sofna á verðinum.“ Á und-
anförnum árum hafa sýni verið tek-
in við slátrun úr u.þ.b. þrjúþúsund
kindum á ári. Jafnframt hafa bænd-
ur verið hvattir til að senda hausa til
Keldna af fé sem drepst eða er lóg-
að heima vegna vanþrifa, slysa eða
sjúkdóma, eða hafa samband við
dýralækni um að taka sýni úr slíku
fé. Aukin áhersla er á að fá slík sýni
þar sem það eykur líkur á að finna
riðuna.
mm
Nýtt riðutilfelli
greint í Skagafirði