Skessuhorn


Skessuhorn - 30.01.2019, Qupperneq 11

Skessuhorn - 30.01.2019, Qupperneq 11
MIÐVIKUDAGUR 30. JANÚAR 2019 11 ! Veislustjóri er enginn annar en Jón Gnarr! ! Hljómsveitin Meginstreymi leikur fyrir dansi ! Galító sér um kræsingarnar, einnig bo!i! uppá lambapottrétt fyrir "á sem vilja ! Skemmtiatri!i, minni karla & kvenna og brjála! stu!! ! Ver!ur haldi! laugardaginn 9. febrúar næstkomandi ! Húsi! opnar 20:30 og hefst bor!hald stundvíslega kl 21:00 ! Mi!apantanir hjá Kristínu í síma 849-3543 e!a kristinsnorradottir@gmail.com ! Mi!aver! er 7.500 kr SK ES SU H O R N 2 01 9 Lýsing á breytingu á aðal- og deiliskipulagi á Akranesi Skógarhverfi 3. áfangi Bæjarstjórn Akraness hefur samþykkt lýsingu á breytingu á Aðalskipulagi Akraness 2005-2017 vegna Skógarhverfis og gerð deiliskipulags fyrir 3. og 4. áfanga Skógarhverfis skv. 30. gr. og 40 gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Aðalskipulagsbreytingin nær til svæða Íb-13B í kafla 3.3.2. íbúðabyggð og O-9 og O12 í kafla 3.3.6 opin svæði til sérstakra nota. Deiliskipulagið verður unnið í samræmi við meginatriði rammaskipulagsins frá 2005 með breyttum mörkum í norðri og austri. Hægt er að nálgast lýsinguna er á heimasíðu Akraneskaupstaðar www.akranes.is og í þjónustuveri kaupstaðarins að Stillholti 16-18. Ábendingum varðandi tillögugerðina eiga að vera skriflegar og berast fyrir 15. febrúar 2019 í þjónustuver Akraneskaup- staðar Stillholti 16-18 eða á netfangið skipulag@akranes.is. Sviðstjóri skipulags- og umhverfissviðs Hótel Eldborg er sveitahótel sem um árabil hefur verið rek- ið á sumrin í Laugargerðisskóla í Eyja- og Miklaholtshreppi á Snæfellsnesi, skammt frá hin- um landsþekktu Löngufjörum. Rekstraraðili hótelsins síðustu 13 ár hefur verið hlutafélagið Klár ehf. sem Ólafur Lúðvíksson og fjölskylda eru í forsvari fyrir. Á Facebook-síðu hótelsins var um helgina sett færsla með titl- inum „minningarorð“. Þar sagði meðal annars. „Það hryggir okk- ur að þurfa að tilkynna að Hót- el Eldborg mun ekki vera opið næsta sumar. Hreppsnefnd Eyja- og Miklaholtshrepps ætlar ekki að gefa okkur tækifæri eitt sumar í viðbót til að kveðja kúnnahóp okkar með glæsibrag. Eftir sam- felldan rekstur í þrettán ár hefur orðið til stór hópur fastakúnna sem við erum miður okkar að geta ekki kvatt með sóma. Það er því ljóst að hinar rómuðu hesta- ferðir á Löngufjörur eru minn- ingin ein,“ segja þau. Þá segir jafnframt að þessi niðurstaða sé rekstraraðilum vonbrigði. Eggert Kjartansson, oddvita Eyja- og Miklaholtshrepps, seg- ir að hreppsnefnd hafi samþykkt á júlífundi sínum í fyrrasum- ar að horfa til annarrar nýting- ar á mannvirkjum í Laugargerði en til hótelhalds. Þá strax hefði legið fyrir að leigusamningurinn við Klár ehf. yrði ekki endurnýj- aður eftir að hann rynni út síð- asta haust. Hreppurinn keypti eignarhluta annarra sveitarfé- laga í húsum í Laugargerði á síð- asta ári og nú er í undirbúningi stefnumótun vegna uppbygging- ar á staðnum. „Við höfum uppi áætlanir um breytta nýtingu og notkun mannvirkja í Laugar- gerði. Vinna við teikningar og hönnun íbúðarhúsnæðis er kom- in í gang. Vissulega er eftirsjá af því lífi og starfi sem fylgt hefur sumarhótelrekstri á staðnum, en engu að síður ákvað hreppsnefnd að horfa nú til breytinga,“ segir Eggert. mm Hótel Eldborg hættir starfsemi Hótelið hefur verið vinsæll áningarstaður þeirra sem farið hafa í hestaferðir á Löngufjörur. Síðastliðinn laugardag var sann- kallaður hátíðisdagur í Húsafelli í Borgarfirði. Veisla í tilefni 60 ára afmæli Bergþórs Kristleifs- sonar ferðaþjónustubónda hófst með því að gestir mættu í stöðv- arhús Urðarfellsvirkjunar í Reyð- arfellsskógi. Þar var virkjunin tek- in í notkun með formlegum hætti. „Það mættu að vísu hvorki prestur né ráðherra. Virkjunin hefur verið í rekstri allt frá 20. mars á síðasta ári. Fyrst og fremst vildi ég þakka þeim sem komu að verkefninu fyr- ir þeirra þátt. Við slökktum því á túrbínunni þegar gestir mættu í hús og kveiktum svo á henni að nýju,“ segir Bergþór í samtali við Skessuhorn. Inntaksmannvirki Urðarfells- virkjunar er í 370 metra hæð yfir sjávarmáli, við Urðarfell, en það- an fær virkjunin fær nafn sitt. Um fallvatnsvirkjun er að ræða þar sem lindarvatni er veitt í gegnum niðurgrafin rör, niður fjallshlíðina að snyrtilegu stöðvarhúsi í Reyð- arfellsskógi. Þar knýr vatnsaflið Pelton vél sem framleiðir orkuna. Fallið frá lóninu er 275 metrar og virkjunin hefur allt frá upphafi skilað tilsettu hámarki, eða 1100 kW af raforku. Kaupandi orkunn- ar er HS veitur sem endurselur hana til notenda í gegnum dreifi- kerfi Rarik og Landnets. Berg- þór segir virkjunina hafa geng- ið hnökralaust allt frá upphafi og hefur hún verið keyrð á fullum afköstum í rúma tíu mánuði. Til framtíðar verður það hinsvegar vatnsbúskapurinn í fjallinu sem ræður framleiðslugetunni. mm/ Ljósm. Elmar Snorrason. Urðarfellsvirkjun formlega tekin í notkun Mannfjöldi var saman kominn í stöðvarhúsi Urðarfellsvirkjunar þegar virkjunin var formlega gangsett. Bergþór Kristleifsson ásamt Arnari syni hans sem er er tæknilegur höfundur og yfirmaður verkefnisins.

x

Skessuhorn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.