Skessuhorn - 30.01.2019, Page 17
MIÐVIKUDAGUR 30. JANÚAR 2019 17
www.skessuhorn.is
Fréttaveita Vesturlands
VISKUKÝRIN 2019
Hin árlega spurningakeppni Nemendafélags Landbúnaðarháskóla
Íslands verður haldin í matsal skólans á Hvanneyri
fimmtudaginn 7. febrúar og hefst keppnin klukkan 20:00.
Nemendur, starfsfólk og heimamenn úr
Borgarbyggð munu etja keppni.
Spyrill er Logi Bergmann.
Skemmtiatriði og sælgætissala í hléi.
Aðgangseyrir er 1.000 krónur en frítt er fyrir 12 ára og yngri.
Athugið að Viskukýrin er áfengislaus skemmtun!
KM þjónustan í Búðardal óskar eftir að ráða starfsmann
á verkstæði og í dráttarbílaþjónustu. Við leitum að
vandvirkum og samviskusömum einstaklingi í fullt starf.
Almenn enskukunnátta æskileg.
Nánari upplýsingar hjá Karli í síma 895-6677.
ATVINNA
ALZHEIMERKAFFI
Í BORGARBYGGÐ
F I M M T U D A G I N N
7 . F E B R Ú A R K L . 1 7 : 0 0 - 1 8 : 3 0
í F é l a g s b æ , B o r g a r b r a u t 4
Berglind Indriðadóttir iðjuþjálfi hjá Farsælli öldrun - Þekkingarmiðstöð,
kemur og fjallar um mikilvægi virkni í daglegu lífi með heilabilun.
Kaffiveitingar, söngur og gleði. Vonumst til að sjá sem flesta,
Guðný & Ólöf, tenglar Alzheimersamtakanna í Borgarbyggð.
• • • •• • •
Nánari upplýsingar: www.alzheimer.is & alzheimer@alzheimer.is
Íþróttafólk úr Snæfellsbæ lætur að
sér kveða á mörgum sviðum íþrótta
þessa dagana. Um síðustu helgi tók
Marteinn Gíslason, sem fæddur er
í Ólafsvík, þátt í Reykjavík Inter-
national Games í rafíþróttum. Þar
keppti hann ásamt liði sínu í tölvu-
leiknum League of Legends. Gerðu
þeir sér lítið fyrir og unnu á mótinu
en sigur færði þeim þátttökurétt
á evrópumótinu Dreamhack sem
fram fer í febrúar, þar sem spilað
verður á sviði.
Á myndinni er Marteinn ásamt
liðsfélögum sínum. Frá vinstri:
Mikael Dagur, Marteinn, Aron
Gabríel, Nikola Remic, Thomas
Samúel og Arnar Snæland.
þa
Sigruðu á rafíþróttamóti
Leikskólinn Krílakot í Snæfellsbæ
hélt upp á 40 ára afmæli sitt á síð-
asta ári. Af því tilefni færði Kven-
félag Ólafsvíkur skólanum nýverið
gjöf. Krílakot vinnur með kennslu-
aðferðina Leikur að læra en það
er kennsluaðferð þar sem börnum
er kennt í gegnum leiki, hreyfingu
og skynjun á skipulagðan og lífleg-
an hátt. Færði Kvenfélagið þeim
því Morphun - skólasett sem sam-
anstendur af kubbum, bæði með
bókstöfum og myndum, sem nýt-
ast mun vel í starfi leikskólans. Voru
bæði starfsfólk og börnin spennt að
byrja að nota kubbana. Það voru þær
Steiney Kristín Ólafsdóttir og Sóley
Jónsdóttir frá Kvenfélagi Ólafsvíkur
sem afhentu Ingigerði Stefánsdótt-
ur leikskólastjóra og börnunum á
rauðu deildinni gjöfina.
þa
Krílakoti færð gjöf
Félag nýrra Íslendinga gengst fyr-
ir árlegri þjóðahátíð sunnudag-
inn 3. febrúar klukkan 14-17. Há-
tíðin verður að þessu sinni hald-
in í Hjálmakletti í Borgarnesi og
eru allir velkomnir og aðgangur
ókeypis. Sem fyrr er það Pauline
McCarthy, formaður Félags nýrra
Íslendinga, sem skipuleggur hátíð-
ina. „Það verður fólk frá tuttugu
löndum sem kemur og kynnir sín
þjóðlönd með mati og skemmtiat-
riðum. Flestir gefa sýnishorn af mat
frá þeirra þjóðlöndum en einnig
verður hægt að kaupa mat frá Suð-
ur-Kóreu, Filippseyjum, Thailandi
og Rúmeníu. Flestir af sýnendum
eru búsettir hér á Vesturlandi,“ seg-
ir Pauline í samtali við Skessuhorn.
Gunnlaugur A Júlíusson sveitar-
stjóri mun setja hátíðina en heið-
ursgestur verður Michael Devin,
sendiherra Breta hér á landi.
Geir Ólafsson verður veislustjóri
og stýrir samkomunni, en auk hans
verður boðið upp á keltneska tón-
list, hin alþjóðlega hljómsveit Skor-
steinn spilar, sýndur verður Thai-
dans, blásið í Digeridoo lúður, spil-
að á afrískar trommur auk þess sem
íslensk þjóðlagatónlist verður flutt.
„Það verður margt í gangi og ég
hvet alla sem vettlingi geta vald-
ið að koma og njóta með okkur;
smakka góðan mat og hlýða á tón-
list frá ýmsum heimshornum,“ seg-
ir Pauline.
mm
Þjóðahátíð haldin í
Borgarnesi á sunnudaginn