Skessuhorn - 30.01.2019, Page 18
MIÐVIKUDAGUR 30. JANÚAR 201918
Á fundi miðstjórnar ASÍ 23. janú-
ar sl. voru samþykktar tillögur sam-
bandsins um breytingar á skattkerf-
inu. Markmið breytinganna er að
létta byrðum af fólki með lágar- og
millitekjur, auka jafnrétti og koma
á sanngjarnri skattheimtu. „Rann-
sókn hagdeildar ASÍ frá 2017 sýn-
ir að skattbyrði hinna tekjulægstu
hefur hækkað mest á undanförnum
árum og dregið hefur úr jöfnunar-
hlutverki skattkerfisins. Munar þar
mestu að skattleysismörk hafa ekki
fylgt launaþróun og vaxta- og barn-
bótakerfin hafa markvisst verið veikt
og eru nú í skötulíki miðað við það
sem áður var,“ segir í tilkynningu.
Þá segir í tilkynningu ASÍ að hús-
næðisstuðningur hins opinbera hafi
þannig rýrnað á sama tíma og fast-
eigna- og leiguverð hefur rokið
upp. „Á síðustu árum hefur barna-
fjölskyldum sem fá stuðning í gegn-
um barnabótakerfið fækkað mikið
og bæturnar sem hlutfall af launum
lækkað verulega. Stuðningskerfin
nýtast nú aðeins fámennum hópi
mjög tekjulágra einstaklinga. Þau
eru ekki lengur það tekjujöfnunar-
tæki sem lagt var upp með vegna
vaxandi tekjuskerðinga. Þessu vill
Alþýðusambandið breyta og leggur
því fram hugmyndir um breyting-
ar á skattkerfinu sem auka jöfnuð
og ráðstöfunartekjur megin þorra
launafólks.“
Meðal þeirra tillagagna sem
ASÍ leggur fram eru:
Skattkerfið:
Þrepaskipt skattkerfi með 4 •
skattþrepum
Fjórða þrepið verði hátekjuþrep•
Skattleysismörk hækki og fylgi •
launaþróun
Breytingin auki ráðstöfunar-•
tekjur mest hjá þeim sem hafa
laun undir 500.000 kr. á mán-
uði.
Húsnæðisstuðningur:
Endurreisa þarf húsnæðisstuðn-•
ingskerfin
Koma þarf í veg fyrir að sveiflur •
á markaði hafi áhrif á stuðning-
inn og þar með afkomu launa-
fólks.
Barnabætur:
Barnabætur nái til þorra barna-•
fjölskyldna
Dregið verulega úr tekjuskerð-•
ingum
Tekjuskerðingarmörk hækki og •
fylgi launaþróun.
„Til að mæta tillögunum get-
ur hið opinbera horft til nokkurra
mögulegra tekjuöflunarleiða svo
sem hækkunar fjármagnstekjuskatts
sem eykur samræmi í skattlagningu
launa og fjármagns, upptöku auð-
legðarskatts og aukins skattaeftir-
lits.“
mm
ASÍ vill róttækar breytingar á skattkerfinu
Um áramótin urðu tímamót í lífi
Kristjönu Þórarinsdóttur og um leið
íbúa Hvalfjarðarsveitar þegar hún lét
af störfum sem landpóstur sunnan
Skarðsheiðar, eftir tæp 40 ár í starfi.
Hún hefur borið út bréf og böggla til
íbúanna síðan 1. maí 1979. Á þeim
tíma hefur hún fylgst með börnum í
sveitinni vaxa úr grasi og verið boð-
ið upp á óteljandi fleiri kaffibolla en
hún hefur getað þegið.
Kristjana er gift Sigurði Gunn-
arssyni, húsasmiði og fyrrum starfs-
manni Norðuráls. Hann settist í
helgan stein 1. desember og eft-
ir að Kristjana hætti um áramótin
skelltu þau hjónin sér til Kanaríeyja.
Þau voru því sólbrún og sæl þegar
Skessuhorn hitti Kristjönu á heim-
ili þeirra á Höfðagrund á Akranesi
og ræddi við hana í tilefni starfslok-
anna. „Ég ákvað þetta eiginlega bara
allt í einu. Þegar Siggi lét af störfum
1. desember þá fór ég að hugsa mig
um og fannst núna vera rétti tíminn
til að hætta,“ segir Kristjana. „Við
erum nýflutt hingað á Höfðagrund-
ina. Ég ætlaði reyndar aldrei að flytja
á Höfða, hélt að ég myndi aldrei eld-
ast,“ segir hún og brosir. „En okkur
líður mjög vel hérna,“ bætir hún við.
Eignaðist marga
góða vini
Aðspurð segir hún að tilviljun hafi
ráðið því að hún hóf störf við blaða-
útburð á sínum tíma. „Óli Haukur í
Lambhaga kom að máli við mig og
bað mig að leysa sig af vorið 1979.
Ég gerði það og hef verið í þessu síð-
an, í bráðum 40 ár. Ég hef reynd-
ar sagt það alla tíð að ég sé bara að
leysa Óla af,“ segir Kristjana létt í
bragði en bætir því við að hún hafi
alla tíð verið ánægð í starfi. „Ég hef
alltaf elskað vinnuna mína og fólk-
ið í sveitinni. Ég er búinn að fylgj-
ast með sumum í sveitinni alla þeirra
ævi, fólk sem var bara lítil börn þeg-
ar ég hitti það fyrst en er í dag vaxið
úr grasi, búið að stofna fjölskyldu og
börnin þeirra jafnvel orðin fullorðin.
Mér finnst ég eiga hlut í þessu fólki,“
segir Kristjana. „Ég þekki orðið alla
á öllum bæjum, krakkarnir komu
syngjandi á hlaupum á móti mér þeg-
ar ég kom að skólanum og reyndu að
sníkja tyggjó. Það var alls staðar vel
tekið á móti mér og í gegnum starf-
ið hef ég kynnst fólki vel og eignast
marga góða vini í sveitinni. Það varð
snemma algert skilyrði að ég kæmi
í kaffi hjá Kolbrúnu og Sigurjóni
á Bjarteyjarsandi og ég vildi að ég
hefði getað stoppað í kaffi alls stað-
ar þar sem mér var boðið inn. Ég var
mjög oft í Skipanesi í hádeginu. Þar
er mötuneyti og mér var iðulega boð-
ið í mat. Þar er yndislegt fólk eins og
alls staðar í sveitinni,“ segir hún. „Á
einum bæ fékk ég snemma þau skila-
boð að ég ætti bara að fara inn í hús-
ið, skilja bréfin eftir á eldhúsborðinu
og taka pening úr krukku fyrir send-
ingunni ef enginn væri heima. Ég
gerði það samviskusamlega. Mér var
treyst og það kunni ég vel að meta,“
segir Kristjana.
Margt breyst í
gegnum tíðina
„Ég er hæstánægð með ferilinn þegar
ég lít til baka, þó auðvitað fylgi þessu
starfi kostir og gallar eins og öllum
öðrum. Það var til dæmis ekkert í
boði að vera veik heima, ég mætti
bara veik í vinnuna og ef ég var alveg
fárveik þá bjargaði Siggi mér stöku
sinnum eða dóttir okkar,“ segir hún
og Siggi skýtur því inn í að það hafi
nú ekki verið oft. Hún hafi kannski
verið frá með flensu þrisvar eða fjór-
um sinnum á þessum 40 árum. „Dótt-
ir mín leysti mig líka af þegar ég tók
mér frí. Hún var mjög fegin þegar ég
sagði henni að ég væri að hætta, hafði
ekki jafn gaman af þessu og mamma
sín,“ segir Kristjana og brosir.
Hún segir mjög margt hafa breyst
í útburðinum á þeim tíma sem hún
starfaði hjá Póstinum. „Í kringum
1980 var borið út annan hvern dag,
frá klukkan 13:00, sem mér fannst
mjög þægilegur vinnutími. Því var
síðan breytt á þá leið að borið var út
alla daga vikunnar, í meira en áratug.
Seinna tók við núverandi fyrirkomu-
lag póstferðanna, þar sem er borið út
þrjá daga í viku. Haustin voru alltaf
mikil törn hjá mér hér áður fyrr, því
ég fór alltaf í sláturtíð í sláturhúsið
á Laxárbakka á meðan það var enn
starfrækt. Þá mætti ég í sláturhúsið
klukkan 6:00 á morgnana, vann þar
til hádegis og fór í póstferð síðdegis.
Það var rosaleg vertíð en ofboðslega
skemmtilegur tími,“ segir Kristjana.
„Það hefur líka breyst mikið í tímans
rás hvað fólk fær sent með pósti. Í
gamla daga voru þetta fyrst og fremst
bréf og blöð sem maður bar út, en í
dag eru þetta meira og minna pakk-
ar,“ segir Kristjana. „Veðráttan hefur
líka breyst töluvert mikið á þessum
tíma. Hér áður fyrr var miklu þyngri
færðin, vegirnir flestir lélegir, miklu
meiri snjór á veturna og moksturinn
ekkert sérstaklega góður. Ég lenti
reglulega í því að festa mig í póst-
ferðum. Oftast gat ég mokað mig
upp en stundum ekki. Þá hafði ég
bara samband við bændurna á næstu
bæjum og þeir voru alltaf boðnir og
búnir að aðstoða mig,“ segir hún.
Með bíladellu
á háu stigi
„Bílarnir sem við áttum í gamla daga
voru misjafnir,“ segir hún og Siggi
skýtur því inn í að Kristjana sé með
„alveg skelfilega bíladellu,“ eins og
hann orðar það. Kristjana hlær og
viðurkennir það fúslega. „Ég var allt-
af í bíl í vinnunni, nema þegar ég bar
út á Hagamel og Lækjarmel. Þá lagði
ég bílnum og skokkaði hringinn. En
mér hefur alltaf fundist gaman að
eiga flotta bíla. Við erum nýbúin að
kaupa okkur Volvojeppa, sem mér
finnst rosalega flottur. Siggi vildi
kaupa Kia en ég tók það ekki í mál,“
segir Kristjana og hlær við. „Síðustu
árin var ég á Ford Explorer með öllu
í póstferðunum en árin í kringum
1980 var ég oft á Ford Bronco. Við
áttum nokkra svoleiðis, bæði stærri
og minni útgáfurnar. Það kom dálít-
ið á óvart að minni gerðin var eig-
inlega betri í snjónum á veturna.
En mikið ofboðslega drukku þeir
af bensíni,“ segir hún. „Núna lang-
ar mig rosalega að selja annan bílinn
okkar og fá mér Range Rover, mér
finnst þeir svo flottir en Siggi tekur
það ekki í mál. „Þeir kosta á við hálfa
íbúð,“ segir Siggi. „Það má nú láta
sig dreyma,“ segir Kristjana.
Vill hafa nóg að gera
En hvað tekur við hjá Kristjönu núna
þegar hún hefur sest í helgan stein?
„Dóttir okkar og tengdasonur eiga
hús í Reykjavík sem þau leigja út. Ég
sé um þrifin þar og ætla að halda því
áfram. Síðan eigum við þetta hús,
ég og Siggi, og ýmislegt sem ég get
dundað mér við að dytta að hérna
heima. Ég sé um viðhaldið að utan en
Siggi innanhúss, þannig er skipting-
in. Það fer að verða kominn tími á að
fúaverja og mála glugga, mér finnst
mjög notalegt að dunda við það á
góðum sumardegi,“ segir hún. „Síð-
an finnur maður sér alltaf eitthvað að
gera. Ég ætla ekki að leggjast í leti,
það er ekki fyrir mig. Ég vil hafa nóg
að gera,“ bætir hún við. „Núna hef
ég líka meiri tíma til að vera með
fjölskyldunni og rækta sambandið
við barnabörnin. Við Siggi eigum
níu barnabörn og ég hlakka mikið til
að verja meiri tíma með þeim,“ segir
Kristjana Þórarinsdóttir að endingu.
kgk
Kristjana póstur lætur af störfum eftir 40 ára feril
„Hef alltaf elskað vinnuna mína og fólkið í sveitinni“
Kristjana Þórarinsdóttir hefur látið af störfum sem landpóstur sunnan Skarðsheiðar eftir 40 ár í starfi.
Kristjana ásamt Sigurði Gunnarssyni, eiginmanni sínum, á heimili þeirra á
Akranesi.
Þegar Kristjana kom með bréfin á
skrifstofu Hvalfjarðarsveitar í síðustu
póstferðinni var henni færður þakk-
lætisvottur fyrir hönd sveitarfélagsins
fyrir að hafa annast póstþjónustu af
alúð og dyggð um 40 ára skeið.
Ljósm. Hvalfjarðarsveit.